Erlent Krani féll á blokk í Battersea í London Mildi þykir að ekki fór verr þegar 50 metra hár byggingarkrani hrundi á íbúðarblokk í suðvesturhluta Lundúna í gær. Kraninn var við störf nærri Battersea rafstöðinni, á bökkum Thames-árinnar. Tveir menn létust, stjórnandi kranans og annar, sem ekki er talinn hafa verið starfsmaður við bygginguna. Erlent 27.9.2006 08:45 Hvetja Evrópubúa til að borða minna af fiski Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru nú að hefja herferð þar sem Evrópubúar verða hvattir til að borða minni fisk. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum. Samtökin segja að of mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða eða sé landað fram hjá vigt. Erlent 27.9.2006 08:15 Kólumbískir glæpabræður í fangelsi Tveir kólumbískir bræður sem stýrðu hinum alræmda Cali-glæpahring játuðu í gær að hafa smyglað eiturlyfjum og þvegið peninga í tímamótasamkomulagi að mati bandarískra yfirmanna í baráttunni gegn eiturlyfjum. Þeir segja Cali-glæpahringinn, undir stjórn Orejuela-bræðranna, hafa haldið í Kólumbíu heljargreipum á sínum tíma og ráðið kókaínmarkaðnum í Bandaríkjunum. Erlent 27.9.2006 07:30 Fjórtán ára stúlka lést í árásum á Gaza Palestínsk unglingsstúlka lést í loftárásum Ísraelsmanna á Gazasvæðið í kvöld. Kona og drengur særðust einnig í árásinni. Stúlkan sem var fjórtán ára lést þegar að bygging féll saman í ársáum Ísraelsmanna. Ísraelski herinn segir árásirnar í kvöld hafa verið gerðar á göng sem notuð hafa verið til að smygla vopnum. Erlent 26.9.2006 23:26 Lítill drengur þungt haldinn eftir árás Rottweiler hunds Fjórtán mánaða drengur liggur þungt haldin á spítala í Sussex á Englandi eftir að Rottweiler hundur réðst á hann. Ástand hans er þó stöðugt og hann er ekki talinn í lífshættu. Erlent 26.9.2006 22:10 Ætlar að aflétta trúnaði á skýrslu um Íraksstríðið George Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að aflétta trúnaði á nokkrum hlutum skýrslu sem lekið var í fjölmiðla um helgina. Í henni kemur fram að stríðið í Írak hafi aukið hryðjuverkaógnina í heiminum. Erlent 26.9.2006 21:39 Þora ekki að setja upp Mozart af ótta við múslima Erlent 26.9.2006 16:44 Upphlaup vegna orða Cherie Blair Erlent 26.9.2006 15:19 Blair þakkar þjóðinni og flokknum fyrir sig Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði bæði bresku þjóðinni og Verkamannaflokknum fyrir það tækifæri að fá að leiða þau undanfarin ár í síðustu ræðu sinni á ársþingi Verkamannaflokksins í dag. Erlent 26.9.2006 14:30 Vill vernda au pair stúlkur Erlent 26.9.2006 14:28 Russell Crowe endurlífgar skylmingaþrælinn Dauðinn er ekki endanlegur í Hollywood. Kvikmyndin um skylmingaþrælinn, sem færði Russell Crowe Óskarsverðlaunin, naut mikilla vinsælda. Svo mikilla að nú stendur til að gera mynd númer tvö um Maximus Decimus. Leikstjórinn Ridley Scott og Crowe, hafa tekið höndum saman um það. Erlent 26.9.2006 13:52 Rúmenía og Búlgaría fá inngöngu í ESB um áramót Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í dag grænt ljós á það að Búlgaría og Rúmeníua gengju í sambandið í janúar næstkomandi fremur en ári. Löndin þurfa þó líklega að uppfylla ýmiss konar sérákvæði áður en þau verða fullgildir meðlimir. Erlent 26.9.2006 13:21 Eiturefnaskipi haldið í Eistlandi Eiturefnaskipið Probo Koala liggur nú í höfn í Eistlandi. Skipið losaði farm af eiturefnaúrgangi í Abidjan á Fílabeinsströndinni í ágúst og hafa sjö manns þegar látist vegna þessa og tugþúsundir hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Erlent 26.9.2006 12:45 Miklar breytingar framundan í Kristjaníu Áætlun Fasteigna danska ríkisins um framtíð fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn verður kynnt í Fjármálaráðuneytinu nú um hádegisbil. Miklar breytingar eru framundan og lögmaður Kristjaníu segir áætlunina jaðra við aftökuskipun. Ný hús verða byggð í fríríkinu Kristjaníu og önnur jöfnuð við jörðu. Þau hús sem fá að standa verða aðeins friðuð í 10 ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Jyllandsposten. Erlent 26.9.2006 11:03 Fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma félaga sínum í hernum Rússneskur dómstóll dæmdi í dag hermann í fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma nýliða í hernum svo alvarlega að læknar þurftu að taka af honum báða fæturna og kynfærin. Erlent 26.9.2006 11:00 Tímaáætlun ESB vegna inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu kynnt fljótlega Evrópusambandið mun innan skamms birta tímaáætlun fyrir inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Búist er við að ríkjunum verði formlega tilkynnt 1. janúar næstkomandi að þau fái inngöngu að uppfylltum ströngum skilyrðum. Erlent 26.9.2006 10:45 Saddam Hussein hent út úr dómssal fyrir frammíköll Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var hent út úr dómssal í þriðja sinn á innan við viku fyrir að trufla störf dómsins og stanslaus frammíköll. Verið er að rétta yfir Hussein og sex öðrum háttsettum mönnum í tíð hans vegna þjóðarmorðs á Kúrdum árið 1988. Erlent 26.9.2006 10:30 Hafmeyjustúlka tekur fyrstu skrefin Perúsk stúlka sem fæddist með leggina samfasta tók í gær sín fyrstu skref eftir að fætur hennar voru aðskildir í þremur flóknum skurðaðgerðum, þeirri fyrstu í júní 2005. Erlent 26.9.2006 10:15 Ritari Þjóðarflokksins grunaður Ritari sænska Þjóðarflokksins til skamms tíma, Johan Jakobsson, er grunaður um að hafa hvatt til innbrots á lokað gagnanet Jafnaðarmannaflokksins. Settur saksóknari óskaði í gær eftir að Jakobson fái lögfræðing en hann hefur hingað til sagst saklaus. Erlent 26.9.2006 10:00 Spiluðu í fyrsta sinn í Superdome eftir hamfarir Fagnaðarlætin voru mikil þegar fótboltaliðið New Orleans Saints hljóp inn á heimavöll sinn Louisiana Superdome í New Orleans í gærkvöld, í fyrsta skipti síðan fellibylurinn Katrina stórskemmdi íþróttahöllina. Erlent 26.9.2006 09:30 Sjö fangar létust í átökum í Gvatemala Að minnsta kosti sjö fangar létust í Pavon-fangelsinu í Gvatemala þegar lögregla og hermenn réðust inn í fangelsið og til harðra átaka kom milli þeirra og fanganna. Erlent 26.9.2006 09:00 Útilokar ekki að nefna fyrrverandi hershöfðingja sem forsætisráðherra Leiðtogi valdaráns hersins í Taílandi tilkynnti í morgun að herforingjastjórnin hafi lagt lokahönd á bráðabirgðastjórnarskrá landsins og sé að þrengja hringinn í leitinni að nýjum forsætisráðherra eftir að hafa velt Thaksin Shinawatra úr sessi þann 19. september síðastliðinn. Erlent 26.9.2006 08:15 Abe nýr forsætisráðherra Japans Þjóðernissinninn Shinzo Abe, var kjörinn forsætisráðherra Japans í morgun með öruggum meirihluta í báðum þingdeildum. Abe er hernaðarsinni og einnig dyggur stuðningsmaður nánara sambands við Bandaríkin. Erlent 26.9.2006 07:57 Höfða mál vegna blekkinga um skaðsemi létt sígaretta Dómari í New York í Bandaríkjunum heimilaði í dag málshöfðun á hendur tóbaksframleiðendum vegna meintrar blekkingar þeirra á skaðsemi svokallaðra létt sígaretta. Erlent 25.9.2006 23:49 Vara við ferðum um Oaxaca í Mexíkó Bandaríska sendiráði í Mexíkó hefur aftur gefið út viðvörun til bandarískra ríkisborgara sem eiga leið um Oaxaca. Þar hafa mótmælendur hafst við í nokkra mánuði, kveikt í strætisvögnum og hafa ítrekuð átök átt sér stað milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 25.9.2006 23:21 Erfiðar aðstæður hjálparstarfsmanna í Darfur Hjálparstarfsmenn í Darfurhéraði í Súdan hafa ekki verið í jafnmiklum erfiðleikum með að nálgast bágstadda í landinu síðan í ágúst 2003. Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í septembermánuði. Erlent 25.9.2006 22:29 Tóku á móti barni um borð í flugvél Flugstjóri flugvélar British Airways á leið frá London til Boston þurfti í gær að nauðlenda í Halifax eftir að kona um borð í flugvélinni fékk hríðir. Konan var gengin sjö og hálfan mánuð með barnið en þegar flugið var hálfnað fór konan að fá hríðir. Erlent 25.9.2006 20:41 Lokið við merkingu karfa Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk nýlega leiðangri sínum sem farinn var til að merkja karfa. Þetta er í fjórða sinn sem slíkur leiðangur er farinn og er markmiðið að varpa ljósi á óvissu sem verið hefur um tengsl karfastofna á Íslandsmiðum og á nálægum hafsvæðum á Reykjaneshrygg. Erlent 25.9.2006 20:24 Nýjar vísbendingar um morðingja Rafik al-Hariri Nýjar vísbendingar hafa fundist um hver myrti Rafik al-Hariri forsætisráðherra Líbanons. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna en þar kemur þó ekkert fram um hver fyrirskipaði morðið. Erlent 25.9.2006 19:40 Brown vill taka við Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, reyndi að sannfæra flokksmenn sína á þingi Verkamannaflokksins í dag um að hann væri tilbúinn til að taka við stjórnartaumunum af Tony Blair. Erlent 25.9.2006 18:00 « ‹ ›
Krani féll á blokk í Battersea í London Mildi þykir að ekki fór verr þegar 50 metra hár byggingarkrani hrundi á íbúðarblokk í suðvesturhluta Lundúna í gær. Kraninn var við störf nærri Battersea rafstöðinni, á bökkum Thames-árinnar. Tveir menn létust, stjórnandi kranans og annar, sem ekki er talinn hafa verið starfsmaður við bygginguna. Erlent 27.9.2006 08:45
Hvetja Evrópubúa til að borða minna af fiski Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru nú að hefja herferð þar sem Evrópubúar verða hvattir til að borða minni fisk. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum. Samtökin segja að of mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða eða sé landað fram hjá vigt. Erlent 27.9.2006 08:15
Kólumbískir glæpabræður í fangelsi Tveir kólumbískir bræður sem stýrðu hinum alræmda Cali-glæpahring játuðu í gær að hafa smyglað eiturlyfjum og þvegið peninga í tímamótasamkomulagi að mati bandarískra yfirmanna í baráttunni gegn eiturlyfjum. Þeir segja Cali-glæpahringinn, undir stjórn Orejuela-bræðranna, hafa haldið í Kólumbíu heljargreipum á sínum tíma og ráðið kókaínmarkaðnum í Bandaríkjunum. Erlent 27.9.2006 07:30
Fjórtán ára stúlka lést í árásum á Gaza Palestínsk unglingsstúlka lést í loftárásum Ísraelsmanna á Gazasvæðið í kvöld. Kona og drengur særðust einnig í árásinni. Stúlkan sem var fjórtán ára lést þegar að bygging féll saman í ársáum Ísraelsmanna. Ísraelski herinn segir árásirnar í kvöld hafa verið gerðar á göng sem notuð hafa verið til að smygla vopnum. Erlent 26.9.2006 23:26
Lítill drengur þungt haldinn eftir árás Rottweiler hunds Fjórtán mánaða drengur liggur þungt haldin á spítala í Sussex á Englandi eftir að Rottweiler hundur réðst á hann. Ástand hans er þó stöðugt og hann er ekki talinn í lífshættu. Erlent 26.9.2006 22:10
Ætlar að aflétta trúnaði á skýrslu um Íraksstríðið George Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að aflétta trúnaði á nokkrum hlutum skýrslu sem lekið var í fjölmiðla um helgina. Í henni kemur fram að stríðið í Írak hafi aukið hryðjuverkaógnina í heiminum. Erlent 26.9.2006 21:39
Blair þakkar þjóðinni og flokknum fyrir sig Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði bæði bresku þjóðinni og Verkamannaflokknum fyrir það tækifæri að fá að leiða þau undanfarin ár í síðustu ræðu sinni á ársþingi Verkamannaflokksins í dag. Erlent 26.9.2006 14:30
Russell Crowe endurlífgar skylmingaþrælinn Dauðinn er ekki endanlegur í Hollywood. Kvikmyndin um skylmingaþrælinn, sem færði Russell Crowe Óskarsverðlaunin, naut mikilla vinsælda. Svo mikilla að nú stendur til að gera mynd númer tvö um Maximus Decimus. Leikstjórinn Ridley Scott og Crowe, hafa tekið höndum saman um það. Erlent 26.9.2006 13:52
Rúmenía og Búlgaría fá inngöngu í ESB um áramót Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í dag grænt ljós á það að Búlgaría og Rúmeníua gengju í sambandið í janúar næstkomandi fremur en ári. Löndin þurfa þó líklega að uppfylla ýmiss konar sérákvæði áður en þau verða fullgildir meðlimir. Erlent 26.9.2006 13:21
Eiturefnaskipi haldið í Eistlandi Eiturefnaskipið Probo Koala liggur nú í höfn í Eistlandi. Skipið losaði farm af eiturefnaúrgangi í Abidjan á Fílabeinsströndinni í ágúst og hafa sjö manns þegar látist vegna þessa og tugþúsundir hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Erlent 26.9.2006 12:45
Miklar breytingar framundan í Kristjaníu Áætlun Fasteigna danska ríkisins um framtíð fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn verður kynnt í Fjármálaráðuneytinu nú um hádegisbil. Miklar breytingar eru framundan og lögmaður Kristjaníu segir áætlunina jaðra við aftökuskipun. Ný hús verða byggð í fríríkinu Kristjaníu og önnur jöfnuð við jörðu. Þau hús sem fá að standa verða aðeins friðuð í 10 ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Jyllandsposten. Erlent 26.9.2006 11:03
Fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma félaga sínum í hernum Rússneskur dómstóll dæmdi í dag hermann í fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma nýliða í hernum svo alvarlega að læknar þurftu að taka af honum báða fæturna og kynfærin. Erlent 26.9.2006 11:00
Tímaáætlun ESB vegna inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu kynnt fljótlega Evrópusambandið mun innan skamms birta tímaáætlun fyrir inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Búist er við að ríkjunum verði formlega tilkynnt 1. janúar næstkomandi að þau fái inngöngu að uppfylltum ströngum skilyrðum. Erlent 26.9.2006 10:45
Saddam Hussein hent út úr dómssal fyrir frammíköll Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var hent út úr dómssal í þriðja sinn á innan við viku fyrir að trufla störf dómsins og stanslaus frammíköll. Verið er að rétta yfir Hussein og sex öðrum háttsettum mönnum í tíð hans vegna þjóðarmorðs á Kúrdum árið 1988. Erlent 26.9.2006 10:30
Hafmeyjustúlka tekur fyrstu skrefin Perúsk stúlka sem fæddist með leggina samfasta tók í gær sín fyrstu skref eftir að fætur hennar voru aðskildir í þremur flóknum skurðaðgerðum, þeirri fyrstu í júní 2005. Erlent 26.9.2006 10:15
Ritari Þjóðarflokksins grunaður Ritari sænska Þjóðarflokksins til skamms tíma, Johan Jakobsson, er grunaður um að hafa hvatt til innbrots á lokað gagnanet Jafnaðarmannaflokksins. Settur saksóknari óskaði í gær eftir að Jakobson fái lögfræðing en hann hefur hingað til sagst saklaus. Erlent 26.9.2006 10:00
Spiluðu í fyrsta sinn í Superdome eftir hamfarir Fagnaðarlætin voru mikil þegar fótboltaliðið New Orleans Saints hljóp inn á heimavöll sinn Louisiana Superdome í New Orleans í gærkvöld, í fyrsta skipti síðan fellibylurinn Katrina stórskemmdi íþróttahöllina. Erlent 26.9.2006 09:30
Sjö fangar létust í átökum í Gvatemala Að minnsta kosti sjö fangar létust í Pavon-fangelsinu í Gvatemala þegar lögregla og hermenn réðust inn í fangelsið og til harðra átaka kom milli þeirra og fanganna. Erlent 26.9.2006 09:00
Útilokar ekki að nefna fyrrverandi hershöfðingja sem forsætisráðherra Leiðtogi valdaráns hersins í Taílandi tilkynnti í morgun að herforingjastjórnin hafi lagt lokahönd á bráðabirgðastjórnarskrá landsins og sé að þrengja hringinn í leitinni að nýjum forsætisráðherra eftir að hafa velt Thaksin Shinawatra úr sessi þann 19. september síðastliðinn. Erlent 26.9.2006 08:15
Abe nýr forsætisráðherra Japans Þjóðernissinninn Shinzo Abe, var kjörinn forsætisráðherra Japans í morgun með öruggum meirihluta í báðum þingdeildum. Abe er hernaðarsinni og einnig dyggur stuðningsmaður nánara sambands við Bandaríkin. Erlent 26.9.2006 07:57
Höfða mál vegna blekkinga um skaðsemi létt sígaretta Dómari í New York í Bandaríkjunum heimilaði í dag málshöfðun á hendur tóbaksframleiðendum vegna meintrar blekkingar þeirra á skaðsemi svokallaðra létt sígaretta. Erlent 25.9.2006 23:49
Vara við ferðum um Oaxaca í Mexíkó Bandaríska sendiráði í Mexíkó hefur aftur gefið út viðvörun til bandarískra ríkisborgara sem eiga leið um Oaxaca. Þar hafa mótmælendur hafst við í nokkra mánuði, kveikt í strætisvögnum og hafa ítrekuð átök átt sér stað milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 25.9.2006 23:21
Erfiðar aðstæður hjálparstarfsmanna í Darfur Hjálparstarfsmenn í Darfurhéraði í Súdan hafa ekki verið í jafnmiklum erfiðleikum með að nálgast bágstadda í landinu síðan í ágúst 2003. Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í septembermánuði. Erlent 25.9.2006 22:29
Tóku á móti barni um borð í flugvél Flugstjóri flugvélar British Airways á leið frá London til Boston þurfti í gær að nauðlenda í Halifax eftir að kona um borð í flugvélinni fékk hríðir. Konan var gengin sjö og hálfan mánuð með barnið en þegar flugið var hálfnað fór konan að fá hríðir. Erlent 25.9.2006 20:41
Lokið við merkingu karfa Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk nýlega leiðangri sínum sem farinn var til að merkja karfa. Þetta er í fjórða sinn sem slíkur leiðangur er farinn og er markmiðið að varpa ljósi á óvissu sem verið hefur um tengsl karfastofna á Íslandsmiðum og á nálægum hafsvæðum á Reykjaneshrygg. Erlent 25.9.2006 20:24
Nýjar vísbendingar um morðingja Rafik al-Hariri Nýjar vísbendingar hafa fundist um hver myrti Rafik al-Hariri forsætisráðherra Líbanons. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna en þar kemur þó ekkert fram um hver fyrirskipaði morðið. Erlent 25.9.2006 19:40
Brown vill taka við Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, reyndi að sannfæra flokksmenn sína á þingi Verkamannaflokksins í dag um að hann væri tilbúinn til að taka við stjórnartaumunum af Tony Blair. Erlent 25.9.2006 18:00