Erlent

Bjartsýni á samninga

Ráðherrar Evrópusambandsins segjast bjartsýnir á jákvæð viðbrögð Írana við sáttatilboði stórveldanna og að lausn sé þannig í sjónmáli í kjarnorkudeilunni.

Erlent

Gengur ekki að skipa stjórn

Flokkur Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, sleit í gær viðræðum við Sósíalistaflokkinn um myndun ríkisstjórnar, en þær höfðu varað í ellefu vikur. Flokkur forsetans, Okkar Úkraína, krafðist þess að skipa mann úr sínum röðum sem forseta þingsins, en það gátu sósíalistarnir ekki gefið eftir. Formaður þeirra, Oleksandr Moroz, krafðist þess að Júsjenkó gripi inn í viðræðurnar.

Erlent

Meira fé eytt í heri

Fjárútlát vegna herja heims jukust um 3,4 prósent milli áranna 2004 og 2005, að því er fram kemur í árlegri skýrslu sænsku friðarrannsóknarstofnunarinnar, SIPRI, sem birt var í gær.

Erlent

Tíu ára stúlka missti sex fjölskyldumeðlimi

Houda Ghalia, tíu ára stúlka, missti föður sinn og fimm systkini í árásum Ísraela á Gazastrendur á föstudaginn. Fjölskylda Houdu hafði farið í lautarferð á ströndina til að fagna því að börnin höfðu lokið prófum. Þegar viðvörunarflautur Ísraelshers hljómuðu pakkaði fjölskyldan saman og þau voru að bíða eftir leigubíl þegar sprengjan lenti hjá þeim.

Erlent

Loka skólum út af eldflaugaárásum

Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. Bæjarbúar í Sderot gripu til þessara ráða eftir að rúmlega 30 heimagerðum eldflaugum var skotið að bænum í gær.

Erlent

Eiturlyfjabarónar kynda undir ólgu

Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda til ófriðar í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan.

Erlent

Segir al-Zarqawi hafi látist af innvortis meiðslum

Bandaríska herstjórnin segir að al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi hafi dáið af innvortis meiðslum, fimmtíu og tveimur mínútum eftir að sprengju var varpað á hús sem hann var staddur í. Bandaríkjamenn harðneita að hann hafi verið barinn til bana.

Erlent

Aðildarviðræður hafnar við Tyrkland

Evrópusambandið hefur nú hafið fyrstu lotu aðildarviðræðna við Tyrkland. Kýpversk stjórnvöld vildu að Evrópusambandið þrýsti harðar á Tyrkland um að aðildarviðræður myndu ekki hefjast fyrr en Tyrkland viðurkenndi Kýpur sem sjálfstætt ríki.

Erlent

Mestu flóð í Kína í 30 ár

Nærri hundrað hafa látist í miklum flóðum í Kína undanfarna tíu daga. Úrhellisrigning undanfarið hefur valdið mestu flóðum sem orðið hafa í landinu í heil þrjátíu ár.

Erlent

Íbúar Flórída varaðir við aftakaveðri

Íbúar Flórída hafa verið varaðir við úrhellisrigningu og aftakaveðri á morgun þegar hitabeltisstormurinn Alberto gæti náð þar landi. Alberto er fyrsti hitabeltisstormur ársins og stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Flórída.

Erlent

Snarpur jarðskjálfti í Japan

Fimm slösuðust í snörpum jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter í suðurhluta Japans í morgun. Skjálftans varð vart á mjög stóru svæði í suður- og vesturhluta landsins en ekki varð verulegt eignatjón og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út.

Erlent

Írönum ekki vel tekið

Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær.

Erlent

Hengdu sig í Guantanamo

Þrír fangar hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu um helgina. Hernaðaraðgerð gegn Bandaríkjunum, segir yfirmaður fangelsisins.

Erlent

Fyrsti hitabeltisstormur ársins.

Yfirvöld á Kúbu og Flórída í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna fyrsta hitabeltisstorms ársins. Hitabeltisstormurinn Albert stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Cayman-eyjum, þar sem hefur hellirignt í dag, og óttast er að aurskriður kunni að fylgja.

Erlent

Hóta stórfelldum árásum í Írak

Al Qaeda í Írak hóta stórfelldum árásum í landinu eftir að al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, var drepinn í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu herskárra múslima í dag.

Erlent

Tilboðið gallað en þó gott

Ari Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin, sagði í morgun að margt væri gallað við tilboð stórveldanna sex um lausn deilunnar en einnig margt sem Íranar gætu sætt sig við.

Erlent

Naktir hjólreiðamenn mótmæla í Mexíkó

Á þriðja tug mótmælenda komu saman naktir á hjólum í miðborg Mexíkóborgar í gær til að mótmæla bílamenningu í Mexíkó. Með aðgerðunum vildu hjólreiðamenn einnig krefja ökumenn bíla um að sýna þeim virðingu.

Erlent

Loka varð hverfum í Frankfurt

Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Englendingar unnu leikinn 1-0.

Erlent

Abbas og Haniyeh funda

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, funduðu í gær eftir að Abbas boðaði til atkvæðagreiðslu í júlí um tillögu sem meðal annars tekur til þess hvort viðurkenna eigi Ísraelsríki.

Erlent

Sjálfsvíg í Guantanamo-fangelsinu

Þrír fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í gær. Að sögn Bandaríkjahers hengdu þeir sig allir með snöru sem þeir höfðu sjálfir búið til úr rúmfötum og fatnaði.

Erlent

Slagsmál á bólivíska þinginu

Til handalögmála kom á bólivíska þinginu fyrir helgi þegar stjórn og stjórnarandstaða deildu um löggjöf um vegaþjónustu sem stjórn landsins vill fella úr gildi. Stjórnarandstöðuþingmaður var ítrekað laminn í höfuðið áður en yfir lauk.

Erlent

Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna.

Erlent

Mannskæð flóð í Kína

Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum.

Erlent

Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni

Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári.

Erlent

Mannfall á Gaza-svæðinu

Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn.

Erlent