Erlent Gagnrýna löggæslu landsins Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna löggæslustofnanir landsins og krefjast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi. Erlent 19.6.2006 05:00 Paul orðinn 64 ára Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp. Erlent 18.6.2006 20:45 Ólgan vex í Sómalíu Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Erlent 18.6.2006 19:30 Örkin hans Nóa á Svalbarða Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum. Erlent 18.6.2006 19:00 Discovery út í geim þvert á ráðleggingar Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða. Erlent 18.6.2006 16:18 Tveir í haldi vegna morðs á ungling í Bretlandi Tveir piltar eru í haldi í lögreglunnar í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára dreng þar um slóðir á föstudagskvöldið. Piltarnir sem eru í haldi lögreglu eru 16 og 18 ára gamlir og voru handteknir seint í gærkvöld og var ætlunin að yfirheyra þá í dag. Erlent 18.6.2006 15:15 Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir. Erlent 18.6.2006 14:30 Þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu í dag Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í dag í Katalóníu á Spáni um aukið sjálfstæði héraðsins. Búist er að við Katalónar samþykki tillögurnar en samkvæmt þeim fær héraðsstjórnin stærri hlut af skatttekjum ríkisins og heimastjórn í mikilvægum málum, til dæmis á sviði samgangna og innflytjendamála. Erlent 18.6.2006 13:00 Fimm unglingar skotnir í New Orleans Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Þetta er versta fjöldamorð í sögu borgarinnar. Erlent 18.6.2006 12:15 Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli. Erlent 18.6.2006 11:00 Kvartettinn samþykkir neyðaraðstoð fyrir Palestínumenn Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, eða kvartettinn svonefndi hefur samþykkt tilboð þeirra síðastnefndu um neyðaraðstoð til handa Palestínumönnum án milligöngu Hamas-stjórnarinnar. Erlent 18.6.2006 10:15 Kveðst saklaus af hórmangi Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess. Erlent 18.6.2006 07:45 Bangsi á flótta Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum. Erlent 18.6.2006 07:30 Hvað er leiðtogaráð ESB? Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Erlent 18.6.2006 07:15 Eru að friða kjósendur sína Erlent 18.6.2006 07:15 Íransforseti fær kaldar kveðjur Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis. Erlent 18.6.2006 07:00 Umbótum verði hraðað Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður. Erlent 18.6.2006 06:45 Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta. Erlent 18.6.2006 06:45 Kúrdasjónvarp veldur deilum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi. Erlent 18.6.2006 06:30 Synti um 1.600 kílómetra leið Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum. Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis. Erlent 18.6.2006 06:00 Grét og baðst afsökunar Með tárin í augunum hefur Hagamaðurinn, Niklas Lindgren, beðið þrjú af sex fórnarlömbum sínum afsökunar á að hafa ráðist á þau. Í einhverjum tilfellum hefur hann brostið í grát. Hagamaðurinn hefur viðurkennt að hafa ráðist á sex konur og er ákærður fyrir það. Erlent 18.6.2006 05:30 Fótboltinn sameinar Til átaka kom á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna í bænum Bílín á Vesturbakkanum í gær vegna múrsins sem verið er að reisa á landamærunum. Allt féll hins vegar í dúnalogn þegar deilendur töldu sig skyndilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. Erlent 17.6.2006 20:00 Íranar eru jákvæðir Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg Erlent 17.6.2006 19:00 Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis. Erlent 17.6.2006 15:00 Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu felldur Tsjetsjenski stjórnarherinn felldi í morgun Abdul-Kalim Saidulajeff, leiðtoga aðskilnaðarsinna í landinu, í bænum Argun, skammt austur af höfuðborginni Grosní Erlent 17.6.2006 14:45 N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Erlent 17.6.2006 13:00 Eþíópískt herlið ræðst inn í Sómalíu vegna skæruliða Eþíópískt herlið réðst inn í Sómalíu morgun eftir að ljóst varð að íslamskir skæruliðar væru komnir í seilingarfjarlægð við borgina Baidoa, þar sem sómalska bráðabirgðastjórnin hefur aðsetur. Erlent 17.6.2006 12:15 Ekki virðist meirihluti fyrir hvalveiðum Ríki sem hlynnt eru nýtingu hvalastofna virðast ekki í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, þvert á það sem spáð hafði verið. Í gær höfðu friðunarsinnar betur í tveimur atkvæðagreiðslum á fundinum sem fram fer í karabíska eyríkinu Sankti Kristófer og Nevis. Erlent 17.6.2006 11:15 Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir. Erlent 17.6.2006 10:30 Forseti Írans efast enn um helförina Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, endurtók í dag fyrri staðhæfingar sínar um að helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki studd nægilega traustum heimildum og því þurfi að gera nýja og óháða sagnfræðirannsókn á atburðunum sem áttu sér stað í vinnubúðum nasista. Erlent 16.6.2006 22:02 « ‹ ›
Gagnrýna löggæslu landsins Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna löggæslustofnanir landsins og krefjast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi. Erlent 19.6.2006 05:00
Paul orðinn 64 ára Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp. Erlent 18.6.2006 20:45
Ólgan vex í Sómalíu Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Erlent 18.6.2006 19:30
Örkin hans Nóa á Svalbarða Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum. Erlent 18.6.2006 19:00
Discovery út í geim þvert á ráðleggingar Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða. Erlent 18.6.2006 16:18
Tveir í haldi vegna morðs á ungling í Bretlandi Tveir piltar eru í haldi í lögreglunnar í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára dreng þar um slóðir á föstudagskvöldið. Piltarnir sem eru í haldi lögreglu eru 16 og 18 ára gamlir og voru handteknir seint í gærkvöld og var ætlunin að yfirheyra þá í dag. Erlent 18.6.2006 15:15
Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir. Erlent 18.6.2006 14:30
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu í dag Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í dag í Katalóníu á Spáni um aukið sjálfstæði héraðsins. Búist er að við Katalónar samþykki tillögurnar en samkvæmt þeim fær héraðsstjórnin stærri hlut af skatttekjum ríkisins og heimastjórn í mikilvægum málum, til dæmis á sviði samgangna og innflytjendamála. Erlent 18.6.2006 13:00
Fimm unglingar skotnir í New Orleans Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Þetta er versta fjöldamorð í sögu borgarinnar. Erlent 18.6.2006 12:15
Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli. Erlent 18.6.2006 11:00
Kvartettinn samþykkir neyðaraðstoð fyrir Palestínumenn Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, eða kvartettinn svonefndi hefur samþykkt tilboð þeirra síðastnefndu um neyðaraðstoð til handa Palestínumönnum án milligöngu Hamas-stjórnarinnar. Erlent 18.6.2006 10:15
Kveðst saklaus af hórmangi Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess. Erlent 18.6.2006 07:45
Bangsi á flótta Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum. Erlent 18.6.2006 07:30
Hvað er leiðtogaráð ESB? Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Erlent 18.6.2006 07:15
Íransforseti fær kaldar kveðjur Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis. Erlent 18.6.2006 07:00
Umbótum verði hraðað Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður. Erlent 18.6.2006 06:45
Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta. Erlent 18.6.2006 06:45
Kúrdasjónvarp veldur deilum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi. Erlent 18.6.2006 06:30
Synti um 1.600 kílómetra leið Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum. Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis. Erlent 18.6.2006 06:00
Grét og baðst afsökunar Með tárin í augunum hefur Hagamaðurinn, Niklas Lindgren, beðið þrjú af sex fórnarlömbum sínum afsökunar á að hafa ráðist á þau. Í einhverjum tilfellum hefur hann brostið í grát. Hagamaðurinn hefur viðurkennt að hafa ráðist á sex konur og er ákærður fyrir það. Erlent 18.6.2006 05:30
Fótboltinn sameinar Til átaka kom á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna í bænum Bílín á Vesturbakkanum í gær vegna múrsins sem verið er að reisa á landamærunum. Allt féll hins vegar í dúnalogn þegar deilendur töldu sig skyndilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. Erlent 17.6.2006 20:00
Íranar eru jákvæðir Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg Erlent 17.6.2006 19:00
Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis. Erlent 17.6.2006 15:00
Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu felldur Tsjetsjenski stjórnarherinn felldi í morgun Abdul-Kalim Saidulajeff, leiðtoga aðskilnaðarsinna í landinu, í bænum Argun, skammt austur af höfuðborginni Grosní Erlent 17.6.2006 14:45
N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Erlent 17.6.2006 13:00
Eþíópískt herlið ræðst inn í Sómalíu vegna skæruliða Eþíópískt herlið réðst inn í Sómalíu morgun eftir að ljóst varð að íslamskir skæruliðar væru komnir í seilingarfjarlægð við borgina Baidoa, þar sem sómalska bráðabirgðastjórnin hefur aðsetur. Erlent 17.6.2006 12:15
Ekki virðist meirihluti fyrir hvalveiðum Ríki sem hlynnt eru nýtingu hvalastofna virðast ekki í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, þvert á það sem spáð hafði verið. Í gær höfðu friðunarsinnar betur í tveimur atkvæðagreiðslum á fundinum sem fram fer í karabíska eyríkinu Sankti Kristófer og Nevis. Erlent 17.6.2006 11:15
Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir. Erlent 17.6.2006 10:30
Forseti Írans efast enn um helförina Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, endurtók í dag fyrri staðhæfingar sínar um að helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki studd nægilega traustum heimildum og því þurfi að gera nýja og óháða sagnfræðirannsókn á atburðunum sem áttu sér stað í vinnubúðum nasista. Erlent 16.6.2006 22:02