Erlent 3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Erlent 2.10.2006 22:17 Rússar sendir heim Fjórir Rússar, sem undanfarna daga hafa verið í haldi georgískra yfirvalda grunaðir um njósnir, voru í dag reknir úr landi. Þeir voru seldir í hendur yfirmanns ÖSE sem fylgdi þeim svo um borð í flugvél sem flaug síðan með þá til Moskvu. Um svipað leyti ákváðu rússnesk stjórnvöld að stöðva allar samgöngur og viðskipti á milli landanna tveggja. Erlent 2.10.2006 21:15 Ban Ki-Moon hafi sigur Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, er talinn líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ki-Moon hafði sigur í óformlegri atkvæðagreiðslu um hvern ætti að skipa næst í embættið. Annan lætur af störfum í lok árs. Erlent 2.10.2006 21:06 Reyndi að ráðast inn í hús forsætisráðherra Maður vopnaður hnífi reyndi í dag að ráðast inn á skrifstofu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Maðurinn var handtekinn eftir að hann hafði klifrað yfir girðingu aftan við húsið sem liggur samsíða þeirri hlið byggingarinnar sem snýr að götu sem opin er almenningi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir vopnaburð og að hafa ráðist að lögreglumanni. Erlent 2.10.2006 20:40 15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. Erlent 2.10.2006 17:42 Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. Erlent 2.10.2006 17:21 Skothríð í bandarískum skóla Erlent 2.10.2006 16:38 Banvæn streita Erlent 2.10.2006 16:01 Hættulegt að vitna gegn Saddam Hussein Erlent 2.10.2006 15:39 Abbas hugar að myndun neyðarstjórnar Palestínumanna Erlent 2.10.2006 15:09 Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. Erlent 2.10.2006 14:42 Saudi Arabar telja að Írak sé að liðast í sundur Erlent 2.10.2006 14:31 Þjóðarleiðtogi með tvo tvífara Erlent 2.10.2006 14:02 Kínverjar blinda bandaríska gervihnetti Erlent 2.10.2006 13:42 Múffínutoppar og grjóst Viktoría Beckham er með sólrexíu, Partýljónið París Hilton er fræbreimsk og Johnny Vegas er með grjóst samkvæmt nýrri bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Bókin inniheldur samsetningu orða sem sem eru yfirleitt neikvæð og eru nýjasta tegund niðurlægingar. Erlent 2.10.2006 13:27 Ríkisstjórn Austurríkis féll Stjórnarflokkurinn í Austurríki galt afhroð í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Íhaldsflokkur kanslarans, Wolfgangs Schüssels, fékk 34.2% atkvæða, tapaði meira en 8 prósentum frá síðustu kosningum 2002, en Sósílademókratar, undir stjórn Alfreds Gusenbauers fengu 35,2%, einu prósenti meira en stjórnarflokkurinn. Erlent 2.10.2006 12:14 FBI skoðar Foley Bandaríska alríkislögreglan hefur til skoðunar klúr bréfaskrif bandarísks þingmanns til lærlinga á skrifstofu hans. Hann hefur þegar sagt af sér embætti. Maðurinn sem um ræðir heitir Mark Foley en hann sat í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. Erlent 2.10.2006 12:11 Rússar einangra Georgíu Erlent 2.10.2006 11:19 Danskir foreldrar mótmæla Erlent 2.10.2006 10:55 Nóbelsverðlaun í læknisfræði tilkynnt Tveir Bandaríkjamenn, Andrew Z. Fire frá MIT í Massachusetts og Craig C. Mello við Harvard, fá Nóbelsverðlunin í læknisfræði í ár fyrir að uppgötva leið til að slökkva á ákveðnum áhrifum gena. Erlent 2.10.2006 10:41 Forsetakosningar endurteknar í Brasilíu Forseta Brasilíu, Lula da Silva, tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningum sem fóru fram um helgina og verður gengið aftur til kosninga í lok október. Lula tryggði sér 49% atkvæða nú, en þarf yfir 50% til að ná kosningu. Keppinautur hans um forsetastólinn er Geraldo Alckmin, fyrrum ríkisstjóri Sao Paulo fékk 41% atkvæða. Erlent 2.10.2006 10:27 Forsætisráðherra Taílands hefur störf Forstætisráðherra Taílands, Surayud Chulanont, hóf embættisferil sinn á því að heimsækja búddahof í Bangkok og fékk blessun 93 ára gamals búddamúnks. Þar á eftir fundaði hann með sendiherra Bandaríkjanna í Taílandi, Ralph Boyce. Erlent 2.10.2006 09:20 Allir um borð fórust Nú er staðfest að allir þeir hundrað fimmtíu og fimm manns sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Amazon regnskóginum á föstudag eru látnir. Erlent 2.10.2006 09:20 Róm ræðst á BBC Kaþólska kirkjan hefur sakað breska ríkisútvarpið um að ráðast gegn Páfa með fordómum. Í fréttaskýringaþættinum Panorama er birt efni skjals sem sagt er hvetja til yfirhylminga í tilfellum þar sem prestar eru ásakaðir um kynferðisbrot gegn börnum. Erlent 2.10.2006 08:51 Fimm látnir eftir hrun brúar Brú á mislægum gatnamótum við Montreal í Kanada hrundi á laugardag. Bílar sátu fastir í rústunum á meðan björgunarsveitir unnu að því að komast að tveimur bílum sem voru undir steypuhrúgunnni. Fimm manns eru látnir og sex slasaðir, þar af þrír alvarlega. Erlent 2.10.2006 08:40 Fimm fórust er brú hrundi Minnst fimm manns fórust þegar tæplega tuttugu metra langur hluti brúar á mislægum gatnamótum hrundi í Montréal í Kanada á laugardag. Sex manns liggja á sjúkrahúsi og eru tveir alvarlega slasaðir. Erlent 2.10.2006 06:15 Sýnir myndband með Atta Myndband af Mohammed Atta, sem flaug farþegavél á annan Tvíburaturnanna í New York í september 2001, var birt á vefsíðu Sunday Times í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem myndbandið er sýnt opinberlega. Erlent 2.10.2006 05:45 Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans Bandaríkjaforseti og stjórn hans fá harða útreið í bók virts blaðamanns sem gefin verður út í dag. Þar eru ríkisstjórnin og George W. Bush sökuð um að fela fyrir þegnum landsins hversu víðtæk og alvarleg upplausnin í Írak er orðin. Jafnframt kemur fram að Henry Kissinger sé orðinn einn aðalráðgjafi Bush. Erlent 2.10.2006 05:30 Fjórir handteknir í ferju Fjórir sænskir nýnasistar voru handteknir eftir að þeir sýndu ferjufarþegum, sem ekki litu út fyrir að vera norrænir, kynþáttafordóma og ofbeldi á laugardag, segir á fréttavef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Erlent 2.10.2006 03:45 Herforingi verður forsætisráðherra Hershöfðinginn fyrrverandi, Surayud Chulanont, var í gær svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands. Tvær vikur eru frá valdaráni stjórnarhersins þar í landi og völdu yfirmenn hersins Surayud í embættið þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að herinn myndi ekki sitja lengi við völd. Erlent 2.10.2006 03:15 « ‹ ›
3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Erlent 2.10.2006 22:17
Rússar sendir heim Fjórir Rússar, sem undanfarna daga hafa verið í haldi georgískra yfirvalda grunaðir um njósnir, voru í dag reknir úr landi. Þeir voru seldir í hendur yfirmanns ÖSE sem fylgdi þeim svo um borð í flugvél sem flaug síðan með þá til Moskvu. Um svipað leyti ákváðu rússnesk stjórnvöld að stöðva allar samgöngur og viðskipti á milli landanna tveggja. Erlent 2.10.2006 21:15
Ban Ki-Moon hafi sigur Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, er talinn líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ki-Moon hafði sigur í óformlegri atkvæðagreiðslu um hvern ætti að skipa næst í embættið. Annan lætur af störfum í lok árs. Erlent 2.10.2006 21:06
Reyndi að ráðast inn í hús forsætisráðherra Maður vopnaður hnífi reyndi í dag að ráðast inn á skrifstofu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Maðurinn var handtekinn eftir að hann hafði klifrað yfir girðingu aftan við húsið sem liggur samsíða þeirri hlið byggingarinnar sem snýr að götu sem opin er almenningi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir vopnaburð og að hafa ráðist að lögreglumanni. Erlent 2.10.2006 20:40
15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. Erlent 2.10.2006 17:42
Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. Erlent 2.10.2006 17:21
Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. Erlent 2.10.2006 14:42
Múffínutoppar og grjóst Viktoría Beckham er með sólrexíu, Partýljónið París Hilton er fræbreimsk og Johnny Vegas er með grjóst samkvæmt nýrri bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Bókin inniheldur samsetningu orða sem sem eru yfirleitt neikvæð og eru nýjasta tegund niðurlægingar. Erlent 2.10.2006 13:27
Ríkisstjórn Austurríkis féll Stjórnarflokkurinn í Austurríki galt afhroð í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Íhaldsflokkur kanslarans, Wolfgangs Schüssels, fékk 34.2% atkvæða, tapaði meira en 8 prósentum frá síðustu kosningum 2002, en Sósílademókratar, undir stjórn Alfreds Gusenbauers fengu 35,2%, einu prósenti meira en stjórnarflokkurinn. Erlent 2.10.2006 12:14
FBI skoðar Foley Bandaríska alríkislögreglan hefur til skoðunar klúr bréfaskrif bandarísks þingmanns til lærlinga á skrifstofu hans. Hann hefur þegar sagt af sér embætti. Maðurinn sem um ræðir heitir Mark Foley en hann sat í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. Erlent 2.10.2006 12:11
Nóbelsverðlaun í læknisfræði tilkynnt Tveir Bandaríkjamenn, Andrew Z. Fire frá MIT í Massachusetts og Craig C. Mello við Harvard, fá Nóbelsverðlunin í læknisfræði í ár fyrir að uppgötva leið til að slökkva á ákveðnum áhrifum gena. Erlent 2.10.2006 10:41
Forsetakosningar endurteknar í Brasilíu Forseta Brasilíu, Lula da Silva, tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningum sem fóru fram um helgina og verður gengið aftur til kosninga í lok október. Lula tryggði sér 49% atkvæða nú, en þarf yfir 50% til að ná kosningu. Keppinautur hans um forsetastólinn er Geraldo Alckmin, fyrrum ríkisstjóri Sao Paulo fékk 41% atkvæða. Erlent 2.10.2006 10:27
Forsætisráðherra Taílands hefur störf Forstætisráðherra Taílands, Surayud Chulanont, hóf embættisferil sinn á því að heimsækja búddahof í Bangkok og fékk blessun 93 ára gamals búddamúnks. Þar á eftir fundaði hann með sendiherra Bandaríkjanna í Taílandi, Ralph Boyce. Erlent 2.10.2006 09:20
Allir um borð fórust Nú er staðfest að allir þeir hundrað fimmtíu og fimm manns sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í Amazon regnskóginum á föstudag eru látnir. Erlent 2.10.2006 09:20
Róm ræðst á BBC Kaþólska kirkjan hefur sakað breska ríkisútvarpið um að ráðast gegn Páfa með fordómum. Í fréttaskýringaþættinum Panorama er birt efni skjals sem sagt er hvetja til yfirhylminga í tilfellum þar sem prestar eru ásakaðir um kynferðisbrot gegn börnum. Erlent 2.10.2006 08:51
Fimm látnir eftir hrun brúar Brú á mislægum gatnamótum við Montreal í Kanada hrundi á laugardag. Bílar sátu fastir í rústunum á meðan björgunarsveitir unnu að því að komast að tveimur bílum sem voru undir steypuhrúgunnni. Fimm manns eru látnir og sex slasaðir, þar af þrír alvarlega. Erlent 2.10.2006 08:40
Fimm fórust er brú hrundi Minnst fimm manns fórust þegar tæplega tuttugu metra langur hluti brúar á mislægum gatnamótum hrundi í Montréal í Kanada á laugardag. Sex manns liggja á sjúkrahúsi og eru tveir alvarlega slasaðir. Erlent 2.10.2006 06:15
Sýnir myndband með Atta Myndband af Mohammed Atta, sem flaug farþegavél á annan Tvíburaturnanna í New York í september 2001, var birt á vefsíðu Sunday Times í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem myndbandið er sýnt opinberlega. Erlent 2.10.2006 05:45
Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans Bandaríkjaforseti og stjórn hans fá harða útreið í bók virts blaðamanns sem gefin verður út í dag. Þar eru ríkisstjórnin og George W. Bush sökuð um að fela fyrir þegnum landsins hversu víðtæk og alvarleg upplausnin í Írak er orðin. Jafnframt kemur fram að Henry Kissinger sé orðinn einn aðalráðgjafi Bush. Erlent 2.10.2006 05:30
Fjórir handteknir í ferju Fjórir sænskir nýnasistar voru handteknir eftir að þeir sýndu ferjufarþegum, sem ekki litu út fyrir að vera norrænir, kynþáttafordóma og ofbeldi á laugardag, segir á fréttavef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Erlent 2.10.2006 03:45
Herforingi verður forsætisráðherra Hershöfðinginn fyrrverandi, Surayud Chulanont, var í gær svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands. Tvær vikur eru frá valdaráni stjórnarhersins þar í landi og völdu yfirmenn hersins Surayud í embættið þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að herinn myndi ekki sitja lengi við völd. Erlent 2.10.2006 03:15