Erlent Tvær milljónir í Mecca Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara. Erlent 28.12.2006 20:00 Edwards ætlar í forsetaframboð John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008. Erlent 28.12.2006 19:45 Aftaka Saddams verður tekin upp Síðustu andartök í lífi Saddams Hússeins verða tekin upp á myndband af írösku stjórninni en þetta staðfesti fréttamaður CBS í dag en allt ferlið, frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar, verði fest á filmu. Aðalöryggisráðgjafi Íraka sagði að dagsetningin myndi ekki vera gerð opinber til þess að komast hjá óeirðum. Erlent 28.12.2006 19:30 Bush segir samráð ganga vel George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar. Erlent 28.12.2006 19:04 Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. Erlent 28.12.2006 18:45 Eþíópíumenn komnir inn í Mogadishu Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Erlent 28.12.2006 18:30 Sömu áramótaheit um allan heim Betra jafnvægi í leik og starfi, gera meiri líkamlegar æfingar og að forðast stórslysasambönd eru á meðan þeirra áramótaheita sem eru hvað vinsælust um allan heim þessi áramótin. Alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið ACNielsen tók fólk tali í 46 löndum og komst að því að allt frá Bandaríkjunum til Víetnam vildi fólk helst að vinna þess myndi verða í minna hlutverki á komandi ári. Erlent 28.12.2006 17:58 Bretar borga bandamönnum lánið Bretar skýrðu frá því í dag að næstkomandi föstudag myndu þeir klára að borga þau lán sem þeir hefðu tekið við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lánin fengu þeir frá Bandaríkjunum og Kanada á aðeins tvö prósent vöxtum en heildarupphæðin sem Bretar hafa borgað til baka nemur alls 9.5 milljörðum dollara, eða um 678 milljörðum íslenskra króna. Erlent 28.12.2006 17:46 Kjöt af einræktuðum dýrum hæft til manneldis Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það byggist við því að leyfa sölu og neyslu á kjöti úr einræktuðum dýrum. Dýrin sem um ræðir eru naut, svín og geitur en kjöt úr einræktuðu sauðfé er ekki enn talið hæft til manneldis. Erlent 28.12.2006 17:14 Forstjóri IKEA talar af sér Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA talaði af sér þegar hann hélt ræðu á jólahátíð verslanakeðjunnar, í síðustu viku. IKEA hefur það fyrir sið að segja ekki frá hagnaðinum en Kamprad upplýsti að á síðasta ári hefði hann verið um 250 milljarðar króna. Erlent 28.12.2006 16:38 Danski sjóliðinn jarðsettur Erlent 28.12.2006 16:22 Varað við hundaæði í New York Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa ráðlagt fólki að fara varlega í kringum flækingshunda og ketti, og einnig þvottabirni. Ástæðan er ótti við hundaæði. Á Staten eyju utan við Manhattan hafa í ár fundist þrjátíu og fimm dýr sem voru smituð af hundaæði. Það er á móti aðeins einu smituðu dýri á árinum 1997 til 2005. Erlent 28.12.2006 15:55 Liechtenstein stækkar Smáríkið Liechtenstein hefur stækkað um hálfan ferkílómetra, eftir nýjar mælingar á landamærum þess. Það þýðir að ríkið er 160 ferkílómetrar. Til samanburðar má geta þess að Ísland er rúmir 104 þúsund ferkílómetrar. Erlent 28.12.2006 15:41 Ísraelar útvega Palestínumönnum vopn Erlent 28.12.2006 15:19 Írakar flýja heimili sín Meira en 108 þúsund Írakar hafa yfirgefið heimili sín og látið skrá sig sem flóttamenn, á síðustu þrjátíu dögum, að sögn yfirvalda þar í landi. Hátt í hálf milljón manna hefur flúið að heiman síðan sprengjuárás var gerð á Samarra bænahúsið fyrir ári. Erlent 28.12.2006 14:40 Flytja gerendur í einelti milli skóla Skólayfirvöld í Svíþjóð ætla að breyta reglum þannig að hægt verði að flytja gerendur í einelti nauðungarflutningum í aðra skóla. Stefnt er að því að skólar geti gripið til þessa úrræðis strax á næsta ári. Erlent 28.12.2006 14:26 Fjöldamorðum stjórnað úr fangelsum Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið í árásum glæpagengja í Ríó de Janeiro, í Brasilíu, í morgun. Talið er að glæpamenn í Bangu fangelsinu hafi fyrirskipað árásirnar. Erlent 28.12.2006 13:45 Ungur viðskiptajöfur stöðvaður Erlent 28.12.2006 13:15 Bíða í röðum eftir að fá að hengja Saddam Tölvupóstur dynur nú á ríkisstjórn Íraks, frá landflótta Írökum, sem bjóðast til að verða böðlar Saddams Hussein, þegar hann verður hengdur í næsta mánuði. Margir sjálfboðaliðanna misstu ættingja eða vini meðan Saddam stjórnaði landinu. Erlent 28.12.2006 13:00 Einn af forstjórum Yukos grunaður Rannsóknin á morðinu á fyrrverandi KGB-manninum Alexander Litvinenko hefur tekið óvænta stefnu eftir að rússneskir saksóknarar greindu frá því að Leonid Nevzlin, einn af forstjórum olíurisans Yukos, lægi undir grun. Erlent 28.12.2006 13:00 Heather Mills fær ekki eyri Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills mun ekki ríða feitum hesti frá skilnaðinum við Sir Paul McCartney, ef lögfræðingar hans fá einhverju um ráðið. Þeir hafa lagt fram rök fyrir því að Mills eigi ekki að fá eyri við skilnaðinn. Erlent 28.12.2006 12:59 Lík sex manna hafa fundist eftir þyrluslys Óttast er að sjö manns hafi farist í þyrluslysi við Morecambe-flóa í Lancashire-héraði á Englandi í gærkvöldi. Lík sex manna hafa fundist á svæðinu en leit stendur enn yfir af þeim sjöunda. Erlent 28.12.2006 12:45 Múslimar lagðir af stað í pílagrímsferð Áætlað er að þrjár milljónir múslima séu lagðir af stað frá borginni Mekka í Sádiarabíu í hina árlegu pílagrímsferð Hajj, sem er ein af fimm stoðum íslams. Miklar öryggisráðstafanir eru í kringum gönguna til að reyna að koma í veg fyrir troðning eins og þann sem varð 400 manns að bana í síðustu göngu í janúar. Erlent 28.12.2006 12:45 Upplausn í Mógadisjú Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma inn til borgarinnar. Erlent 28.12.2006 12:30 Dæmdur fyrir mörg þúsund nauðganir Norskur maður hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fósturdóttur sinni mörgþúsund sinnum. Árásirnar hófust þegar hún var tólf ára og stóðu þartil hún var tvítug. Maðurinn er 46 ára gamall. Erlent 28.12.2006 10:59 10 ára bann fyrir skáksvindl Indverskur skákmaður hefur verið dæmdur í tíu ára keppnisbann fyrir að svindla á stórmótum í heimalandi sínu. Hann var kominn alla leið á landsmótið í skák, þegar upp um hann komst. Erlent 28.12.2006 10:41 Mogadishu á valdi stjórnarinnar Stjórnarherinn í Sómalíu er búinn að ná höfuðborginni Mogadishu á sitt vald á ný. Uppreisnarsveitir Íslamska dómstólaráðsins hertóku borgina þann 5. júní en yfirgáfu borgina í nótt og í morgun eftir að stjórnarherinn náði bænum Jowhar, skammt norðan við höfuðborgina, á sitt vald í gær. Erlent 28.12.2006 10:34 Flugrán í Prag Farþegavél frá rússneska flugfélaginu Aeroflot nauðlenti í Prag rétt upp úr 10 í morgun þegar hún var á leið til Genfar, eftir að farþegi krafðist þess að flugvélin breytti af stefnu sinni. Maðurinn var yfirbugaður þar en ekki er víst að brotaviljinn hafi verið einbeittur til flugráns, þar sem fréttastofa BBC segir manninn hafa verið drukkinn. Erlent 28.12.2006 10:23 Forsetahöllin í Sómalíu á vald stjórnarinnar á ný Herflokkar hliðhollir stjórnvöldum hafa náð nokkrum lykilbyggingum í höfuðborginni Mogadishu á sitt vald, þeirra á meðal er forsetahöllin fyrrverandi, Villa Somalia. Uppreisnarsveitir Íslamska dómstólaráðsins yfirgáfu höfuðborgina í nótt. Íbúar í Mogadishu segja mikið um ofbeldi og þjófnaði á götum Mogadishu eftir brotthvarf uppreisnarmannanna. Erlent 28.12.2006 10:02 Fuglaflensa í þriðja héraðinu í Víetnam Fuglaflensa greindist í þriðja héraðinu í Víetnam í dag, degi eftir að landbúnaðarráðuneytið sagðist hafa náð tökum á útbreiðslu sjúkdómsins. H5N1 veiran greindist í 450 öndum í Hau Giang héraðinu sem liggur að héruðunum þar sem meira en 9.000 fuglum hefur verið slátrað síðan veiran greindist fyrst þar, þann 11. desember. Erlent 28.12.2006 09:35 « ‹ ›
Tvær milljónir í Mecca Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara. Erlent 28.12.2006 20:00
Edwards ætlar í forsetaframboð John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008. Erlent 28.12.2006 19:45
Aftaka Saddams verður tekin upp Síðustu andartök í lífi Saddams Hússeins verða tekin upp á myndband af írösku stjórninni en þetta staðfesti fréttamaður CBS í dag en allt ferlið, frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar, verði fest á filmu. Aðalöryggisráðgjafi Íraka sagði að dagsetningin myndi ekki vera gerð opinber til þess að komast hjá óeirðum. Erlent 28.12.2006 19:30
Bush segir samráð ganga vel George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar. Erlent 28.12.2006 19:04
Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. Erlent 28.12.2006 18:45
Eþíópíumenn komnir inn í Mogadishu Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Erlent 28.12.2006 18:30
Sömu áramótaheit um allan heim Betra jafnvægi í leik og starfi, gera meiri líkamlegar æfingar og að forðast stórslysasambönd eru á meðan þeirra áramótaheita sem eru hvað vinsælust um allan heim þessi áramótin. Alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið ACNielsen tók fólk tali í 46 löndum og komst að því að allt frá Bandaríkjunum til Víetnam vildi fólk helst að vinna þess myndi verða í minna hlutverki á komandi ári. Erlent 28.12.2006 17:58
Bretar borga bandamönnum lánið Bretar skýrðu frá því í dag að næstkomandi föstudag myndu þeir klára að borga þau lán sem þeir hefðu tekið við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lánin fengu þeir frá Bandaríkjunum og Kanada á aðeins tvö prósent vöxtum en heildarupphæðin sem Bretar hafa borgað til baka nemur alls 9.5 milljörðum dollara, eða um 678 milljörðum íslenskra króna. Erlent 28.12.2006 17:46
Kjöt af einræktuðum dýrum hæft til manneldis Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það byggist við því að leyfa sölu og neyslu á kjöti úr einræktuðum dýrum. Dýrin sem um ræðir eru naut, svín og geitur en kjöt úr einræktuðu sauðfé er ekki enn talið hæft til manneldis. Erlent 28.12.2006 17:14
Forstjóri IKEA talar af sér Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA talaði af sér þegar hann hélt ræðu á jólahátíð verslanakeðjunnar, í síðustu viku. IKEA hefur það fyrir sið að segja ekki frá hagnaðinum en Kamprad upplýsti að á síðasta ári hefði hann verið um 250 milljarðar króna. Erlent 28.12.2006 16:38
Varað við hundaæði í New York Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa ráðlagt fólki að fara varlega í kringum flækingshunda og ketti, og einnig þvottabirni. Ástæðan er ótti við hundaæði. Á Staten eyju utan við Manhattan hafa í ár fundist þrjátíu og fimm dýr sem voru smituð af hundaæði. Það er á móti aðeins einu smituðu dýri á árinum 1997 til 2005. Erlent 28.12.2006 15:55
Liechtenstein stækkar Smáríkið Liechtenstein hefur stækkað um hálfan ferkílómetra, eftir nýjar mælingar á landamærum þess. Það þýðir að ríkið er 160 ferkílómetrar. Til samanburðar má geta þess að Ísland er rúmir 104 þúsund ferkílómetrar. Erlent 28.12.2006 15:41
Írakar flýja heimili sín Meira en 108 þúsund Írakar hafa yfirgefið heimili sín og látið skrá sig sem flóttamenn, á síðustu þrjátíu dögum, að sögn yfirvalda þar í landi. Hátt í hálf milljón manna hefur flúið að heiman síðan sprengjuárás var gerð á Samarra bænahúsið fyrir ári. Erlent 28.12.2006 14:40
Flytja gerendur í einelti milli skóla Skólayfirvöld í Svíþjóð ætla að breyta reglum þannig að hægt verði að flytja gerendur í einelti nauðungarflutningum í aðra skóla. Stefnt er að því að skólar geti gripið til þessa úrræðis strax á næsta ári. Erlent 28.12.2006 14:26
Fjöldamorðum stjórnað úr fangelsum Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið í árásum glæpagengja í Ríó de Janeiro, í Brasilíu, í morgun. Talið er að glæpamenn í Bangu fangelsinu hafi fyrirskipað árásirnar. Erlent 28.12.2006 13:45
Bíða í röðum eftir að fá að hengja Saddam Tölvupóstur dynur nú á ríkisstjórn Íraks, frá landflótta Írökum, sem bjóðast til að verða böðlar Saddams Hussein, þegar hann verður hengdur í næsta mánuði. Margir sjálfboðaliðanna misstu ættingja eða vini meðan Saddam stjórnaði landinu. Erlent 28.12.2006 13:00
Einn af forstjórum Yukos grunaður Rannsóknin á morðinu á fyrrverandi KGB-manninum Alexander Litvinenko hefur tekið óvænta stefnu eftir að rússneskir saksóknarar greindu frá því að Leonid Nevzlin, einn af forstjórum olíurisans Yukos, lægi undir grun. Erlent 28.12.2006 13:00
Heather Mills fær ekki eyri Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills mun ekki ríða feitum hesti frá skilnaðinum við Sir Paul McCartney, ef lögfræðingar hans fá einhverju um ráðið. Þeir hafa lagt fram rök fyrir því að Mills eigi ekki að fá eyri við skilnaðinn. Erlent 28.12.2006 12:59
Lík sex manna hafa fundist eftir þyrluslys Óttast er að sjö manns hafi farist í þyrluslysi við Morecambe-flóa í Lancashire-héraði á Englandi í gærkvöldi. Lík sex manna hafa fundist á svæðinu en leit stendur enn yfir af þeim sjöunda. Erlent 28.12.2006 12:45
Múslimar lagðir af stað í pílagrímsferð Áætlað er að þrjár milljónir múslima séu lagðir af stað frá borginni Mekka í Sádiarabíu í hina árlegu pílagrímsferð Hajj, sem er ein af fimm stoðum íslams. Miklar öryggisráðstafanir eru í kringum gönguna til að reyna að koma í veg fyrir troðning eins og þann sem varð 400 manns að bana í síðustu göngu í janúar. Erlent 28.12.2006 12:45
Upplausn í Mógadisjú Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma inn til borgarinnar. Erlent 28.12.2006 12:30
Dæmdur fyrir mörg þúsund nauðganir Norskur maður hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fósturdóttur sinni mörgþúsund sinnum. Árásirnar hófust þegar hún var tólf ára og stóðu þartil hún var tvítug. Maðurinn er 46 ára gamall. Erlent 28.12.2006 10:59
10 ára bann fyrir skáksvindl Indverskur skákmaður hefur verið dæmdur í tíu ára keppnisbann fyrir að svindla á stórmótum í heimalandi sínu. Hann var kominn alla leið á landsmótið í skák, þegar upp um hann komst. Erlent 28.12.2006 10:41
Mogadishu á valdi stjórnarinnar Stjórnarherinn í Sómalíu er búinn að ná höfuðborginni Mogadishu á sitt vald á ný. Uppreisnarsveitir Íslamska dómstólaráðsins hertóku borgina þann 5. júní en yfirgáfu borgina í nótt og í morgun eftir að stjórnarherinn náði bænum Jowhar, skammt norðan við höfuðborgina, á sitt vald í gær. Erlent 28.12.2006 10:34
Flugrán í Prag Farþegavél frá rússneska flugfélaginu Aeroflot nauðlenti í Prag rétt upp úr 10 í morgun þegar hún var á leið til Genfar, eftir að farþegi krafðist þess að flugvélin breytti af stefnu sinni. Maðurinn var yfirbugaður þar en ekki er víst að brotaviljinn hafi verið einbeittur til flugráns, þar sem fréttastofa BBC segir manninn hafa verið drukkinn. Erlent 28.12.2006 10:23
Forsetahöllin í Sómalíu á vald stjórnarinnar á ný Herflokkar hliðhollir stjórnvöldum hafa náð nokkrum lykilbyggingum í höfuðborginni Mogadishu á sitt vald, þeirra á meðal er forsetahöllin fyrrverandi, Villa Somalia. Uppreisnarsveitir Íslamska dómstólaráðsins yfirgáfu höfuðborgina í nótt. Íbúar í Mogadishu segja mikið um ofbeldi og þjófnaði á götum Mogadishu eftir brotthvarf uppreisnarmannanna. Erlent 28.12.2006 10:02
Fuglaflensa í þriðja héraðinu í Víetnam Fuglaflensa greindist í þriðja héraðinu í Víetnam í dag, degi eftir að landbúnaðarráðuneytið sagðist hafa náð tökum á útbreiðslu sjúkdómsins. H5N1 veiran greindist í 450 öndum í Hau Giang héraðinu sem liggur að héruðunum þar sem meira en 9.000 fuglum hefur verið slátrað síðan veiran greindist fyrst þar, þann 11. desember. Erlent 28.12.2006 09:35