Erlent Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan á næstunni. Hann var í Afganistan til þess að ræða við herforingja um stöðu baráttunnar þar í landi. Erlent 17.1.2007 12:00 Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Kirkuk Sjálfsmorðsárásarmaður ók vörubíl hlöðnum sprengiefni inn í lögreglustöð í borginni Kirkuk í Írak í morgun og segja sjónarvottar að töluvert mannfall hafi orðið. Erlent 17.1.2007 11:38 Aukinn viðbúnaður í Rússlandi Lögreglumönnum í stærstu borgum Rússlands var í dag fjölgað um rúmlega fimm þúsund til þess að bregðast við aukinni hryðjuverkaógn í landinu. Í gær sendu yfirvöld í Rússlandi frá sér yfirlýsingu um að hryðjuverkamenn gætu gert árásir á samgöngukerfi stærstu borga Rússlands. Erlent 17.1.2007 11:38 Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið.“ sagði Hill við fréttamenn í dag. Erlent 17.1.2007 11:01 Yfir 50 látnir í vetrarhörkum í Bandaríkjunum Ríflega 50 manns eru látnir og hundruð þúsunda eru án rafmagns í níu ríkjum Bandaríkjanna eftir miklar vetrarhörkur undanfarna daga. Flestir hafa látist í Oklahoma, eða 20, en níu í Missouri og átta í Iowa. Erlent 17.1.2007 10:47 Reyna að stöðva straum ófrískra Kínverja til Hong Kong Yfirvöld í Hong Kong hafa sett ný lög til þess að draga úr straumi ófrískra kvenna frá meginlandi Kína sem þangað koma til að fæða börn sín. Erlent 17.1.2007 10:09 Íranar skjóta niður njósnavél Bandaríkjanna Írönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu skotið niður njósnavél bandaríska hersins. Vélin var ómönnuð og var á könnunarflugi við landamæri Íraks og Íran. Talsmaður íranskra yfirvalda vildi ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á atvikinu né nokkur önnur atriði. Erlent 17.1.2007 08:45 ESB og Kína í viðræðum Evrópusambandið og Kína eru nú í viðræðum til þess að bæta samband sitt og hefur Evrópusambandið ákveðið að opna lagaskóla í Kína til þess að bæta samskipti aðilanna tveggja. Skólinn á að leggja áherslu á höfundarréttarlög og á að veita kínverskum forstjórum kennslu. Erlent 17.1.2007 08:15 Bandaríkin senda flugmóðurskip til Persaflóa Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskipið John C. Stennis, sem hefur 3.200 manna áhöfn, áleiðis til Persaflóa. Verður það búið alls 80 árásar- og sprengjuvélum. Verður þetta í fyrsta sinn síðan við upphaf innrásarinnar í Írak árið 2003 sem tvö flugmóðurskip verða í flóanum. Erlent 17.1.2007 08:00 Yfirmaður ísraelska hersins segir af sér Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon síðastliðið sumar. Yfirmaðurinn, David Halutz, sagði áður að ef rannsóknarnefndin teldi hann ábyrgan vegna mistaka í stríðinu í Líbanon, þá segði hann af sér. Erlent 17.1.2007 07:45 Konur án maka nú í meirihluta Meirihluti bandarískra kvenna býr nú án maka - líklega í fyrsta sinn í sögunni. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið New York Times. Árið 1950 bjuggu 35 prósent bandarískra kvenna án maka, árið 2000 var hlutfallið komið upp í 49 prósent og árið 2005 var það komið í 51 prósent. Erlent 17.1.2007 06:30 Með krókódíl í farangrinum Maður var handtekinn á Hong Kong-flugvelli nýlega fyrir tilraun til að smygla tösku með lifandi dýrum, þar á meðal krókódíl og 46 skjaldbökum. Hugðist maðurinn, sem kom frá Taílandi, selja dýrin á meginlandi Kína, þar sem þau eru eftirsótt í matseld og lækningar. Erlent 17.1.2007 05:00 Rússar afhenda Írönum vopn Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, staðfesti í gær að Rússar hefðu nú þegar afhent Írönum loftvarnaflaugar af gerðinni Tor-M1. Hann sagði ekki hve margar flaugarnar væru, en starfsmenn ráðuneytisins höfðu áður upplýst að Rússar hefðu samið við Írana um sölu á 29 loftvarnavopnum og mundu Íranar greiða fyrir 700 milljónir dala. Erlent 17.1.2007 04:45 Aðgerðir til að reisa við stofn Tuttugu og fjórar þjóðir sem stunda fiskveiðar í Miðjarðarhafinu hafa heitið því að taka höndum saman við aðgerðir gegn rýrnun á fiskstofni samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Erlent 17.1.2007 04:30 Pöttering tekur við af Borrell Hans-Gert Pöttering, kristilegur demókrati frá Þýskalandi, var í gær kjörinn eftirmaður spænska sósíalistans Joseps Borrell á forsetastól Evrópuþingsins. Erlent 17.1.2007 04:15 Skellir sér í forsetaslaginn Barack Obama sagðist í gær formlega hafa tekið fyrsta skrefið í áttina að forsetaframboði fyrir Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum með því að sækja um að stofnuð yrði svonefnd könnunarnefnd, sem hefði það hlutverk að ganga úr skugga um hvort hann ætti erindi í forsetaframboð. Erlent 17.1.2007 03:30 35.000 borgarar féllu í Írak 2006 Hátt í 35.000 borgarar féllu í Írak árið 2006 samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna sem Gianni Magazzeni, mannréttindafulltrúi SÞ í Írak, kynnti í gær. Er þetta næstum þrisvar sinnum hærra hlutfall en írösk stjórnvöld lýstu yfir nýlega. Tæplega 36.700 borgarar særðust á sama tímabili. Erlent 17.1.2007 03:00 Óveðri spáð í Danmörku Danska veðurstofan sagði í gær hættu á óveðri í suðurhluta Danmerkur í kjölfar lægðar á fimmtudag að því er kom fram á vef Politiken. „Ef lægðin færir sig suður fyrir Danmörku sleppum við, en færir hún sig inn yfir landið mun óveður geisa á öllum suðurhluta Danmerkur,“ sagði Mogens Bendsen, vaktstjóri á veðurstofunni. Erlent 17.1.2007 02:45 Færeyjar verði eitt byggðarlag Ráðamenn í Færeyjum leggja nú til að Færeyjar verði sameinaðar í eitt byggðarlag, einkum til þess að auðvelda samgöngur milli svæða. Frá þessu er skýrt í færeyska dagblaðinu Dimmalætting. Erlent 17.1.2007 02:30 Sagður vera við dauðans dyr Fídel Castro Kúbuleiðtogi er við dauðans dyr eftir þrjár skurðaðgerðir og alvarlega iðrasýkingu. Þetta hafði fréttavefur spænska dagblaðsins El País í gær eftir ónafngreindum samstarfsmönnum spænsks skurðlæknis sem fór til Kúbu í desember til að hlynna að hinum áttræða Castro. Erlent 17.1.2007 02:30 Sýrlendingar og Ísraelar voru nærri samkomulagi Ísraelskt dagblað heldur því fram að Sýrlendingar og Ísraelar hafi nánast verið tilbúnir með drög að friðarsamkomulagi. Bandaríkjamenn reyna enn að afla stuðnings meðal arabaríkja við nýja Íraksstefnu sína. Erlent 17.1.2007 02:15 Fjórðungur dó úr vosbúð Fjórðungur rússneskra stríðsfanga sem lentu í finnskum fangabúðum dó, meirihlutinn úr hungri, kulda og sjúkdómum. Aðstæður í fangabúðum voru lélegri en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á fréttavef finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Erlent 17.1.2007 01:45 Pandan orðin of feit fyrir kynlíf Pandabjörninn Chuang Chuang er orðinn það feitur að pandabirnan Lin Hui vill ekki lengur stunda kynlíf með honum, að sögn talsmanna Chiang Mai dýragarðsins í Taílandi. Erlent 17.1.2007 01:30 Situr nú í ísraelsku fangelsi Fawaz Mohammed Damra, fyrrverandi bænaformaður í Ohio í Bandaríkjunum, hefur verið hnepptur í fangelsi í Ísrael. Hann hafði leitað hælis í 72 löndum en alls staðar verið hafnað og neyddist því til að halda til fæðingarlands síns, Palestínu, eftir að hafa verið sviptur ríkisborgararétti í Bandaríkjunum. Erlent 17.1.2007 01:15 Börðust með fánastöngum Slagsmál brutust út á tennismóti í Ástralíu á milli króatískra og serbneskra stuðningsmanna nýlega. Stuðningsmennirnir voru í tveimur hópum og hrópuðu þeir vígorð og móðganir til andstæðinganna á meðan á leikum stóð. Erlent 17.1.2007 01:00 Tígrarnir með pyntingaklefa Pyntingaklefar hafa fundist í búðum tamílatígra á Srí Lanka sem talið er að hafi verið notaðir til að refsa liðhlaupum og uppljóstrurum, þar á meðal konum, að sögn varnarmálaráðuneytis landsins. Erlent 17.1.2007 00:45 Auglýsendum heitið áhrifum? Forsvarsmenn nýju dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eru í vanda staddir vegna gruns um að þeir hafi lofað auglýsendum að þeir gætu haft áhrif á fréttaflutning stöðvarinnar. Fyrir utan að loforðið stríði gegn dönskum lögum um sjónvarps- og útvarpsrekstur er talið að það dragi úr trausti áhorfenda á fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar. Erlent 17.1.2007 00:15 Hert lög um innflytjendur taka gildi Hert lög um innflytjendur hafa nú tekið gildi í Rússlandi en talið er að á milli tíu og tólf milljónir ólöglegra innflytjenda séu í landinu. Margir hafa lýst áhyggjum yfir að þetta geti leitt til alvarlegs skorts á láglaunastarfsfólki. Erlent 17.1.2007 00:00 12 metrar horfnir af fjörunni Eyrarsund ýfðist svo mikið upp í óveðrinu sem gekk yfir Svíþjóð og Danmörku um helgina að öldurnar brutu marga metra af strandlengju Skáns í Suður-Svíþjóð. Við Ysted í Suður-Svíþjóð eru að meðaltali níu metrar horfnir af fjörunni. Einn sumarbústaður er nú þremur metrum frá öldunum en stóð áður 15 metrum frá sjónum. Erlent 16.1.2007 22:58 Yfirmaður Ísraelshers segir af sér Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna herrannsóknar á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon síðastliðið sumar. Dan Halutz greindi forsætisráðherranum Ehud Olmert og varnarmálaráðherranum Amir Peretz frá ákvörðun sinni fyrr í kvöld. Erlent 16.1.2007 22:27 « ‹ ›
Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan á næstunni. Hann var í Afganistan til þess að ræða við herforingja um stöðu baráttunnar þar í landi. Erlent 17.1.2007 12:00
Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Kirkuk Sjálfsmorðsárásarmaður ók vörubíl hlöðnum sprengiefni inn í lögreglustöð í borginni Kirkuk í Írak í morgun og segja sjónarvottar að töluvert mannfall hafi orðið. Erlent 17.1.2007 11:38
Aukinn viðbúnaður í Rússlandi Lögreglumönnum í stærstu borgum Rússlands var í dag fjölgað um rúmlega fimm þúsund til þess að bregðast við aukinni hryðjuverkaógn í landinu. Í gær sendu yfirvöld í Rússlandi frá sér yfirlýsingu um að hryðjuverkamenn gætu gert árásir á samgöngukerfi stærstu borga Rússlands. Erlent 17.1.2007 11:38
Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið.“ sagði Hill við fréttamenn í dag. Erlent 17.1.2007 11:01
Yfir 50 látnir í vetrarhörkum í Bandaríkjunum Ríflega 50 manns eru látnir og hundruð þúsunda eru án rafmagns í níu ríkjum Bandaríkjanna eftir miklar vetrarhörkur undanfarna daga. Flestir hafa látist í Oklahoma, eða 20, en níu í Missouri og átta í Iowa. Erlent 17.1.2007 10:47
Reyna að stöðva straum ófrískra Kínverja til Hong Kong Yfirvöld í Hong Kong hafa sett ný lög til þess að draga úr straumi ófrískra kvenna frá meginlandi Kína sem þangað koma til að fæða börn sín. Erlent 17.1.2007 10:09
Íranar skjóta niður njósnavél Bandaríkjanna Írönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu skotið niður njósnavél bandaríska hersins. Vélin var ómönnuð og var á könnunarflugi við landamæri Íraks og Íran. Talsmaður íranskra yfirvalda vildi ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á atvikinu né nokkur önnur atriði. Erlent 17.1.2007 08:45
ESB og Kína í viðræðum Evrópusambandið og Kína eru nú í viðræðum til þess að bæta samband sitt og hefur Evrópusambandið ákveðið að opna lagaskóla í Kína til þess að bæta samskipti aðilanna tveggja. Skólinn á að leggja áherslu á höfundarréttarlög og á að veita kínverskum forstjórum kennslu. Erlent 17.1.2007 08:15
Bandaríkin senda flugmóðurskip til Persaflóa Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskipið John C. Stennis, sem hefur 3.200 manna áhöfn, áleiðis til Persaflóa. Verður það búið alls 80 árásar- og sprengjuvélum. Verður þetta í fyrsta sinn síðan við upphaf innrásarinnar í Írak árið 2003 sem tvö flugmóðurskip verða í flóanum. Erlent 17.1.2007 08:00
Yfirmaður ísraelska hersins segir af sér Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon síðastliðið sumar. Yfirmaðurinn, David Halutz, sagði áður að ef rannsóknarnefndin teldi hann ábyrgan vegna mistaka í stríðinu í Líbanon, þá segði hann af sér. Erlent 17.1.2007 07:45
Konur án maka nú í meirihluta Meirihluti bandarískra kvenna býr nú án maka - líklega í fyrsta sinn í sögunni. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið New York Times. Árið 1950 bjuggu 35 prósent bandarískra kvenna án maka, árið 2000 var hlutfallið komið upp í 49 prósent og árið 2005 var það komið í 51 prósent. Erlent 17.1.2007 06:30
Með krókódíl í farangrinum Maður var handtekinn á Hong Kong-flugvelli nýlega fyrir tilraun til að smygla tösku með lifandi dýrum, þar á meðal krókódíl og 46 skjaldbökum. Hugðist maðurinn, sem kom frá Taílandi, selja dýrin á meginlandi Kína, þar sem þau eru eftirsótt í matseld og lækningar. Erlent 17.1.2007 05:00
Rússar afhenda Írönum vopn Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, staðfesti í gær að Rússar hefðu nú þegar afhent Írönum loftvarnaflaugar af gerðinni Tor-M1. Hann sagði ekki hve margar flaugarnar væru, en starfsmenn ráðuneytisins höfðu áður upplýst að Rússar hefðu samið við Írana um sölu á 29 loftvarnavopnum og mundu Íranar greiða fyrir 700 milljónir dala. Erlent 17.1.2007 04:45
Aðgerðir til að reisa við stofn Tuttugu og fjórar þjóðir sem stunda fiskveiðar í Miðjarðarhafinu hafa heitið því að taka höndum saman við aðgerðir gegn rýrnun á fiskstofni samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Erlent 17.1.2007 04:30
Pöttering tekur við af Borrell Hans-Gert Pöttering, kristilegur demókrati frá Þýskalandi, var í gær kjörinn eftirmaður spænska sósíalistans Joseps Borrell á forsetastól Evrópuþingsins. Erlent 17.1.2007 04:15
Skellir sér í forsetaslaginn Barack Obama sagðist í gær formlega hafa tekið fyrsta skrefið í áttina að forsetaframboði fyrir Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum með því að sækja um að stofnuð yrði svonefnd könnunarnefnd, sem hefði það hlutverk að ganga úr skugga um hvort hann ætti erindi í forsetaframboð. Erlent 17.1.2007 03:30
35.000 borgarar féllu í Írak 2006 Hátt í 35.000 borgarar féllu í Írak árið 2006 samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna sem Gianni Magazzeni, mannréttindafulltrúi SÞ í Írak, kynnti í gær. Er þetta næstum þrisvar sinnum hærra hlutfall en írösk stjórnvöld lýstu yfir nýlega. Tæplega 36.700 borgarar særðust á sama tímabili. Erlent 17.1.2007 03:00
Óveðri spáð í Danmörku Danska veðurstofan sagði í gær hættu á óveðri í suðurhluta Danmerkur í kjölfar lægðar á fimmtudag að því er kom fram á vef Politiken. „Ef lægðin færir sig suður fyrir Danmörku sleppum við, en færir hún sig inn yfir landið mun óveður geisa á öllum suðurhluta Danmerkur,“ sagði Mogens Bendsen, vaktstjóri á veðurstofunni. Erlent 17.1.2007 02:45
Færeyjar verði eitt byggðarlag Ráðamenn í Færeyjum leggja nú til að Færeyjar verði sameinaðar í eitt byggðarlag, einkum til þess að auðvelda samgöngur milli svæða. Frá þessu er skýrt í færeyska dagblaðinu Dimmalætting. Erlent 17.1.2007 02:30
Sagður vera við dauðans dyr Fídel Castro Kúbuleiðtogi er við dauðans dyr eftir þrjár skurðaðgerðir og alvarlega iðrasýkingu. Þetta hafði fréttavefur spænska dagblaðsins El País í gær eftir ónafngreindum samstarfsmönnum spænsks skurðlæknis sem fór til Kúbu í desember til að hlynna að hinum áttræða Castro. Erlent 17.1.2007 02:30
Sýrlendingar og Ísraelar voru nærri samkomulagi Ísraelskt dagblað heldur því fram að Sýrlendingar og Ísraelar hafi nánast verið tilbúnir með drög að friðarsamkomulagi. Bandaríkjamenn reyna enn að afla stuðnings meðal arabaríkja við nýja Íraksstefnu sína. Erlent 17.1.2007 02:15
Fjórðungur dó úr vosbúð Fjórðungur rússneskra stríðsfanga sem lentu í finnskum fangabúðum dó, meirihlutinn úr hungri, kulda og sjúkdómum. Aðstæður í fangabúðum voru lélegri en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á fréttavef finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Erlent 17.1.2007 01:45
Pandan orðin of feit fyrir kynlíf Pandabjörninn Chuang Chuang er orðinn það feitur að pandabirnan Lin Hui vill ekki lengur stunda kynlíf með honum, að sögn talsmanna Chiang Mai dýragarðsins í Taílandi. Erlent 17.1.2007 01:30
Situr nú í ísraelsku fangelsi Fawaz Mohammed Damra, fyrrverandi bænaformaður í Ohio í Bandaríkjunum, hefur verið hnepptur í fangelsi í Ísrael. Hann hafði leitað hælis í 72 löndum en alls staðar verið hafnað og neyddist því til að halda til fæðingarlands síns, Palestínu, eftir að hafa verið sviptur ríkisborgararétti í Bandaríkjunum. Erlent 17.1.2007 01:15
Börðust með fánastöngum Slagsmál brutust út á tennismóti í Ástralíu á milli króatískra og serbneskra stuðningsmanna nýlega. Stuðningsmennirnir voru í tveimur hópum og hrópuðu þeir vígorð og móðganir til andstæðinganna á meðan á leikum stóð. Erlent 17.1.2007 01:00
Tígrarnir með pyntingaklefa Pyntingaklefar hafa fundist í búðum tamílatígra á Srí Lanka sem talið er að hafi verið notaðir til að refsa liðhlaupum og uppljóstrurum, þar á meðal konum, að sögn varnarmálaráðuneytis landsins. Erlent 17.1.2007 00:45
Auglýsendum heitið áhrifum? Forsvarsmenn nýju dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eru í vanda staddir vegna gruns um að þeir hafi lofað auglýsendum að þeir gætu haft áhrif á fréttaflutning stöðvarinnar. Fyrir utan að loforðið stríði gegn dönskum lögum um sjónvarps- og útvarpsrekstur er talið að það dragi úr trausti áhorfenda á fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar. Erlent 17.1.2007 00:15
Hert lög um innflytjendur taka gildi Hert lög um innflytjendur hafa nú tekið gildi í Rússlandi en talið er að á milli tíu og tólf milljónir ólöglegra innflytjenda séu í landinu. Margir hafa lýst áhyggjum yfir að þetta geti leitt til alvarlegs skorts á láglaunastarfsfólki. Erlent 17.1.2007 00:00
12 metrar horfnir af fjörunni Eyrarsund ýfðist svo mikið upp í óveðrinu sem gekk yfir Svíþjóð og Danmörku um helgina að öldurnar brutu marga metra af strandlengju Skáns í Suður-Svíþjóð. Við Ysted í Suður-Svíþjóð eru að meðaltali níu metrar horfnir af fjörunni. Einn sumarbústaður er nú þremur metrum frá öldunum en stóð áður 15 metrum frá sjónum. Erlent 16.1.2007 22:58
Yfirmaður Ísraelshers segir af sér Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna herrannsóknar á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon síðastliðið sumar. Dan Halutz greindi forsætisráðherranum Ehud Olmert og varnarmálaráðherranum Amir Peretz frá ákvörðun sinni fyrr í kvöld. Erlent 16.1.2007 22:27