Erlent

70 látnir og 90 slasaðir í tveimur sprengjum í Bagdad

Fleiri en 70 manns eru taldir af eftir tvær öflugar sprengjur í Bagdad. 90 til viðbótar eru særðir eftir sprengjurnar, sem sprungu samtímis í hverfi sem er aðallega byggt sjíamúslimum. Önnur sprengjan var í bíl en hin var skilin eftir í poka á milli markaðsbása sem selja DVD-diska og notuð föt, svo fátt eitt sé nefnt.

Erlent

Einn af leiðtogum íslamista gaf sig fram

Einn af leiðtogum andspyrnuhreyfingarinnar Íslamska dómstólaráðsins, Sharif Sheik Ahmed, sem réði lögum og lofum í stórum hluta Sómalíu í hálft ár, hefur gefið sig fram við kenísk stjórnvöld í Naírobí. Hann segist hafa verið hræddur um líf sitt á flótta undan eþíópískum hermönnum og hafi því gefið sig fram.

Erlent

Afturhvarf til kalda stríðsins?

Rússneskur hershöfðingi sagði í dag að ákvörðun Bandaríkjamanna að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi gæti verið túlkuð sem hótun við yfirvöld í Moskvu. Hann sagðist efast um að kerfið væri til að verja Vesturveldin gegn árásum frá Íran.

Erlent

Bjarga túnfiskinum

Alheimsráðstefna til bjargar túnfiski er að hefjast í Kobe í Japan. Fimm svæðisbundin hafrannsóknarráð sem stjórna veiðum á túnfiski hvert á sínu svæði eru mætt til ráðstefnunnar, einnig atkvæðamiklar túnfiskveiðiþjóðir og náttúruverndarsamtök. Túnfiskur er einn verðmætasti fiskur í heimi en í mikilli útrýmingarhættu.

Erlent

Ræða framtíð raunveruleikaþáttarins

Stjórn bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 hittist í dag til þess að ræða hvort stjörnuútgáfa raunveruleikaþáttarins Big Brother verður tekin af dagskrá. Þessi þáttaröð hlaut mikla athygli og gagnrýni fyrir meint kynþáttahatur og einelti sem beindist gegn indverskri leikkonu.

Erlent

Mótmælendur skotnir til bana í Mogadishu

Í það minnsta þrír létust í morgun þegar lögregla og eþíópískir hermenn skutu á mótmælendur í Mogadishu í Sómalíu. Íslamistar sem héldu borginni í hálft ár eiga enn marga stuðningsmenn í borginni sem hafa mótmælt veru eþíópískra hermanna í landinu.

Erlent

Nýr yfirmaður Ísraelshers

Þrautreyndur hershöfðingi var kallaður af eftirlaunum til að taka við yfirstjórn Ísraelshers, að því er ísraelskir fjölmiðlar greindu frá í morgun. Yfirhershöfðingi Ísraelshers sagði af sér í síðustu viku vegna mistaka í stríðinu í Líbanon í sumar.

Erlent

Fátækrapresturinn Abbé Pierre látinn

Franski presturinn Abbé Pierre, sem er mjög þekktur í Frakklandi og víðar fyrir vinnu sína í þágu fátækra og heimilislausra, er látinn, 94ra ára að aldri. Abbé Pierre stofnaði fyrsta Emmaus gistiheimilið fyrir heimilislausa rétt eftir seinna stríð en nú eru slík heimili víða í Frakklandi og í ellefu löndum til viðbótar.

Erlent

Óttast umhverfisslys í Devon

Björgunarfólk í Devon í Englandi hefur unnið að því alla nóttina að hreinsa upp varning og brak frá flutningaskipinu Napolí sem var siglt upp í fjöru í gær eftir að hafa laskast alvarlega í óveðri í síðustu viku. Breska strandgæslan sagði í gær að 200 gámar hefðu losnað af skipinu og í þeim væru meðal annars rafgeymasýra og ilmvötn.

Erlent

Þjóðernissinnar með flest atkvæði í Serbíu

Flokkur þjóðernissinnaðra Serba er sigurvegari þingkosninga í landinu með 29% atkvæða. 62% af 6,6 milljón kjósendum skiluðu inn atkvæði, enda var mikill áhugi fyrir kosningunum. Eins og spáð var hlaut enginn einn flokkur eða kosningabandalag hreinan meirihluta, því verður að mynda samsteypustjórn í landinu.

Erlent

Lifði af tveggja daga ísskápsvist

Bandarískum hjónum brá heldur betur í brún þegar þau opnuðu ísskáp sinn í gær og sunnudagssteikin kom fljúgandi á móti þeim. Þar var á ferðinni önd sem húsbóndinn hafði skotið tveimur dögum áður.

Erlent

Ótti um mengunarslys í Devon

Bresk yfirvöld óttast mengunarslys við suðvesturströnd Englands eftir að flutningaskipið Napoli strandaði þar. Skipið skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu fyrir helgi og því var ákveðið að sigla því í strand.

Erlent

Abbas og Mashaal hittast í dag

Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas-samtakanna ætla að hittast í Damaskus í Sýrlandi í dag. Þetta fullyrðir Saeb Erekat, náinn ráðgjafi Abbasar.

Erlent

Samsteypustjórn líklegust

Þingkosningar fara fram í Serbíu í dag, þær fyrstu frá því að leiðir skildu með Serbum og Svartfellingum á síðasta ári. Sex og hálf milljón manna er á kjörskrá og stendur slagurinn á milli flokka sem aðhyllast nánari samband við nágrannalöndin í Evrópu og flokka þjóðernissinna.

Erlent

Viðurkenndi morðið á Dink

Sautján ára atvinnulaus piltur frá borginni Trabzon hefur viðurkennt að hafa skotið tyrkneska blaðamanninn Hrant Dink til bana í Istanbul í fyrradag.

Erlent

Hillary Clinton vinsælust frambjóðenda

Hillary Clinton, fyrrum forsetafrú, er með umtalsvert forskot á keppinauta sína í keppninni um útnefningu frambjóðanda demókrataflokksins til forsetakosninganna 2008. Hillary tilkynnti formlega um framboð sitt í dag. Í könnun Washington Post og ABC News, sem birt var í dag er Hillary með 41% fylgi, Barack Obama með 17% og John Edwards með 11%.

Erlent

Lögreglan í Bretlandi ber kennsl á grunaðan morðingja Litvinenkos

Lögreglan í Bretlandi hefur borið kennsl á manninn sem þeir telja að hafi byrlað Alexander Litvinenko eitur, að sögn The Times. Mynd náðist af grunuðum morðingja á eftirlitsmyndavélar á Heathrow flugvelli þegar hann kom til landsins frá Hamborg 1. nóvember til að framkvæma morðið. Vinir njósnarans fyrrverandi segja að hér hafi verið á ferð leigmorðingi: Hann hafi verið ráðinn til verksins af ráðamönnum í Kreml, og svo horfið jafnskjótt og hann hafði byrlað Litvinenko banvænan skammt af polonium-210, geislavirku efni, á í tebolla á hótelherbergi í London.

Erlent

Hlakkar til að mæta Attenborough

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er óhræddur við herferð breskra stjórnvalda gegn hvalveiðum Íslendinga, en verndarar hennar eru Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough. Hann óttast aftur á móti að aðgerðir Bretanna muni ganga af Alþjóðahvalveiðiráðinu dauðu.

Erlent

Hillary Clinton tilkynnir framboð sitt til forseta

Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetafrú hefur tilkynnt framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Hún tók fyrr í dag fyrsta skrefið í áttina að framboði í forsetakosningunum 2008 þegar hún tilkynnti á vefsíðu sinni að hún hefði sett á fót nefnd sem heimilar henni að safna fé til framboðsins. Í yfirlýsingunni segist Clinton ætla að spila til sigurs því kominn sé tími til að binda enda á valdatíð Bush-stjórnarinnar. Clinton er sögð eiga allgóða möguleika á að ná kjöri og ef sú verður raunin yrði hún fyrst kvenna til að gegna þessu valdamesta embætti heims.

Erlent

Elsta kona heims látin

Elsta kona í heimi, Julie Winnefred Bertrand, andaðist í gær á elliheimili í Montreal í Kanada 115 ára að aldri. Hún fæddist 16. september 1891.

Erlent

Tilraunirnar vekja ugg

Tilraunir Kínverja til að skjóta niður gervihnött með stýriflaug hefur litla ánægju vakið á Vesturlöndum. Gervihnötturinn sem var grandað var gamall veðurathugnarhnöttur en hann var í svipaðri hæð og bandarískir njósnahnettir og því virðist tilrauninni beint gegn þeim.

Erlent

Stjórn olíunnar í Bagdad

Lagafrumvarp sem veitir ríkisstjórninni í Bagdad yfirráð yfir olíulindum Íraks er nánast tilbúið og bíður einungis samþykkis ríkisstjórnar og þings. Þetta er fullyrt í stórblaðinu New York Times í dag.

Erlent

Leiðtogi Abu Sayyaf fallinn

DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að Khaddafy Janjalani, leiðtogi filippeysku skæruliðasamtakanna Abu Sayyaf, er látinn. Lík hans fannst á Jolo-eyju á dögunum og er talið að hann hafi fallið í skotbardaga einhvern tímann í fyrrahaust.

Erlent

Blæjustúlkur á forsíðu

Múslimastúlkur í Bandaríkjunum hafa nú fengið glanstímarit þar sem blæjuburður er skilyrði fyrir því að komast á forsíðuna. Muslim Girl Magazine miðar, eins og nafnið gefur til kynna, á múslimskar táningsstúlkur sem markhóp. Reynslusögurnar í tímaritinu lúta flestar að því hvernig er að vera múslimi í Bandaríkjunum í dag.

Erlent

Egypsk kona látin úr fuglaflensu

Egypsk kona lést í dag úr fuglaflensu eftir sex daga sjúkrahúsvist. Warda Eid Ahmed var 27 ára en hún var talin vera með lungnabólgu þegar hún var flutt á landssjúkrahúsið í Kaíró. Warda er ellefti Egyptinn sem deyr úr fuglaflensu. 19 hafa veikst af sjúkdómnum síðan í febrúar á síðasta ári en 8 hafa náð sér aftur.

Erlent

Mega bera kross um hálsinn

Starfsmönnum British Airways er nú aftur heimilt að bera kross eða önnur trúartákn í keðju um hálsinn utan klæða. Áður máttu krossar ekki sjást, jafnvel þó að höfuðblæjur múslimakvenna og túrbanar hafi verið leyfilegir.

Erlent

Rekin úr Big brother vegna rasisma

Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody, sem sökuð hefur verið um kynþáttahatur og einelti, var send heim úr breska raunveruleikasjónvarpsþættinum Big brother í kvöld. Legið hefur við milliríkjadeilum vegna áreitni hennar og rifrilda við indverska kvikmyndaleikkonu í þættinum.

Erlent

Minnismerkið um óþekktu vændiskonuna

Rauðljósahverfið í Amsterdam mun bæta fjöður í hatt sinn á næstunni: til stendur að reisa þar styttu til heiðurs vændiskonum um víða veröld. Styttan verður líkast til afhjúpuð í lok mars.

Erlent

66 manns saknað eftir ferjuslys á Indlandi

Óttast er um 66 manns á Suður-Indlandi eftir að ferja sökk á leið sinni yfir stórfljót. Fólkið var flest á leið heim frá fjölmennri pílagrímshátíð við ána Ganges. Kafarar og þyrlur hafa hjálpað til við leitina í dag en leit hefur verið frestað vegna myrkurs. Áfram verður leitað á morgun.

Erlent

Sjálfhjálparhvötin sterkust

Engin hvöt er sterkari í dýrum jarðarinnar en að reyna að halda sér á lífi hvað sem það kostar. Þrjú nýleg dæmi af jafnmörgum ferfætlingum sýna okkur það.

Erlent