Erlent

Geldof fær gítar að gjöf

Tónlistarmaðurinn heimsþekkti Bob Geldof fékk heldur sérstakan gítar að gjöf í Kólumbíu í fyrradag. Hann er smíðaður úr riffli sem skæruliðar afhentu yfirvöldum. Það var þekktur kólumbískur götulistamaður, Cesar Lopez, sem smíðaði gítarinn og afhenti síðan Geldof hljóðfærið.

Erlent

Áfram barist á Gaza

Blóðug átök stríðandi fylkinga Palestínumanna héldu áfram á Gaza-svæðinu í nótt og í morgun. Tuttugu og fimm hafa týnt lífi og sjötíu og sex særst frá því bardagar hófust seint á fimmtudagskvöld. Tólf ára drengur féll þegar til skotbardaga kom milli liðsmanna Hamas og Fatah á norður hluta Gaza-svæðisins í gærkvöldi.

Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu í Bandaríkjunum

Tugir þúsunda Bandaríkjamanna mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Í Washington tóku nokkrir þingmenn þátt í mótmælunum og við hlið þeirra þekktir leikarar á borð við Tim Robbins og Sean Penn auk Jane Fonda. Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram.

Erlent

Verkfalli í Gíneu lokið

Stéttarfélög í Gíneu enduðu í nótt verkfall sem lamaði þjóðina síðustu 19 daga. Stéttarfélögin kröfðust lægra verðs á bensíni og hrísgrjónum og að skipaður yrði nýr forsætisráðherra. Forseti landsins, Lasana Conte, hefur nú sæst á þær kröfur stéttarfélaganna. 59 manns létu lífið í átökum lögreglu og mótmælenda á meðan verkfallinu stóð.

Erlent

Correa vill skipa konu sem varnarmálaráðherra

Rafael Correa, forseti Ekvador, ætlar sér að skipa aðra konu í embætti varnarmálaráðherra landsins. Konan sem hann skipaði í embætti í byrjun janúar, Guadalupe Larriva, lést í voveiflegu þyrluslysi rúmri viku eftir að hún tók við embætti.

Erlent

Trúboðar myrtir í Kenía

Bílræningjar vopnaðir AK-47 árásarrifflum skutu tvær konur til bana í Næróbí, höfuðborg Kenía, í morgun. Þær voru í bíl sem var eign bandaríska sendiráðsins. Lögregla skaut tvo af ræningjunum til bana eftir skotbardaga milli lögreglu og ræningjanna. Tveir lögreglumenn særðust í bardaganum.

Erlent

Fleiri vilja Hillary

Fleiri demókratar í Bandaríkjunum vilja fá öldungardeildarþingmanninn Hillary Clinton í forsetaframboð fyrir flokkinn á næsta ári en Barack Obama, helsta andstæðing hennar. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem bandaríska tímaritið Time lét gera.

Erlent

Beckham leikur prinsinn

Knattspyrnugoðið David Beckham hefur lagt fótboltaskó sína til hliðar um stund og tekið upp sverðið. Með því bjargar hann Þyrnirós líkt og í ævintýrinu forðum.

Erlent

Hætti að reykja eftir heilablóðfall

Svo virðist sem vægar heilaskemmdir geti drepið löngun í sígarettur. Um er að ræða svæði í heilanum á stærð við tíukrónupening. Læknar í Bandaríkjunum þróa nú lyf sem getur haft áhrif á þennan hluta mannsheilans.

Erlent

Blóðug átök á heimastjórnarsvæðunum

Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað.

Erlent

Eþíópíumenn hefja brotthvarf frá Sómalíu

Forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, sagði í dag að þriðjungur hersveita Eþíópíu yrði farinn frá Sómalíu á morgun. „Við erum að fækka í herliðinu í Sómalíu um þriðjung... því ferli ætti að vera lokið í dag eða á morgun.“

Erlent

YouTube að deila auglýsingatekjum með notendum

Chad Hurkley, annars stofnenda YouTube, skýrði frá því í dag að þeir ætli að gefa notendum sem setja sínar eigin bíómyndir á vefinn hluta af auglýsingatekjum sínum. Framtakið á að ýta undir sköpunargleði notenda og stendur til boða þeim notendum sem eiga höfundarréttin á því sem þeir setja á vefinn.

Erlent

15 látnir og 55 slasaðir

Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og 55 slösuðust í tveimur sjálfsmorðsárásum í austurhluta Bagdad í Írak í morgun. Árásin átti sér stað í hverfi sjía múslima og eins og undanfarnar sprengjur, nálægt markaði.

Erlent

Blair vill fleiri lönd í öryggisráðið

Breski forsætisráðherran Tony Blair sagði í dag að það ætti að hleypa Þýskalandi, Japan, Brasilíu og Indlandi inn í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði einnig að það ætti að opna ráðið fyrir afrískum og múslimskum löndum til þess að auka lögmæti þess og virkni.

Erlent

Ban Ki-moon í Kongó

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í sinni fyrstu heimsókn til Afríku og hóf hann ferð sína í Kongó. Ban talaði við nýkjörið þing landsins og sagði þar að Kongó gæti treyst á stuðning Sameinuðu þjóðanna við uppbyggingu landsins.

Erlent

Beckham til bjargar

Beyonce, Scarlett Johansson og David Beckham eru ný andlit Disney fyrirtækisins í herferð þess „Ár hinna milljón drauma.“ Stjörnurnar tóku að sér hlutverk frægra sögupersóna úr Disney sögum og ljósmyndarinn heimsfrægi, Anne Leibovitz, tók myndirnar.

Erlent

Settu hvolpinn inn í ofn

Tveir bræður frá Atlanta í Bandaríkjunum sem voru sakaðir um að setja málningarlímband á lappir og trýni þriggja mánaða gamals hvolps og ofnbaka hann síðan lifandi játuðu sekt sína í gær.

Erlent

Eitrað te dró Litvinenko til dauða

Breskir embættismenn hafa skýrt frá því að það hafi verið eitrað te sem hafi banað Alexander Litvinenko. Þetta kom í ljós þegar tekanna sem hafði verið í herbergi Litvinenkos var rannsökuð.

Erlent

Ford: Versta afkoma í 103 ár

Bandaríski bílarisinn Ford tapaði tæpum 890 milljörðum króna í fyrra. Afkoma síðasta árs er sú versta í 103 ára sögu fyrirtækisins. Minnkandi spurn eftir jeppum og öðrum eldsneytisfrekum ökutækjum er ein aðalástæða tapsins, svo og harðnandi samkeppni við aðra bílaframleiðendur. Búist er við áframhaldandi taprekstri næstu 2 árin.

Erlent

Ályktað gegn efasemdarmönnum

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þess efnis að þeir sem afneiti Helför gyðinga verði fordæmdir. Bandaríkjamenn lögðu fram drög að ályktuninni. Hún er sögð svar við ráðstefnu í Íran fyrir áramót þar sem dregið var í efa að Helförin hefði átt sér stað. Það voru rúmlega hundrað þjóðir sem studdu ályktunina.

Erlent

Taka harðar á Írönum

George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður. Íranskir flugumenn eru grunaðir um að þjálfa herflokka sjía sem berjast gegn hernámsliðinu en fram til þessa hefur þeim yfirleitt verið sleppt eftir nokkurra daga varðhald.

Erlent

16 fallið á Gaza

Að minnsta kosti 16 hafa týnt lífi og fjölmargir særst í átökum milli Hamas og Fatah-liða á Gaza-svæðinu síðasta sólahring. Meðal látinna er tveggja ára drengur. Þetta eru einhver verstu átök sem blossað hafa upp milli fylkinganna í marga mánuði.

Erlent

Google viðurkennir mistök

Stofnendur Google viðurkenndu í gær að ákvörðun þeirra um að verða við beiðni kínverskra stjórnvalda að efnisstýra leitarvél sinni í Kína hefði verið röng. Sögðu þeir það vera þar sem ákvörðunin hefði skaða orðspor fyrirtækisins í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Erlent

Breska lögreglan vill fá Lúgóvoj

Líklegt er talið að breska lögreglan krefjist þess að Rússar framselji Andrei Lúgóvoj, fyrrverandi njósnara KGB, vegna morðsins á starfsbróður sínum, Alexander Litvinenko. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Breska dagblaðið Guardian fullyrti þetta í gær.

Erlent

Fordæma þá sem afneita Helförinni

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þess efnis að þeir sem afneiti Helför gyðinga verði fordæmdir. Bandaríkjamenn lögðu fram drög að ályktuninni og er hún sögð svar við ráðstefnu í Íran fyrir áramót þar sem dregið var í efa að Helförin hefði átt sér stað.

Erlent

Kleinuhringur með koffíni

Vísindamanni í Bandaríkjunum hefur tekist að koma koffíni í kleinuhring. Ætla að margir kjósi slíka kræsingum á morgnana í náinni framtíð. Það var veirusérfræðinginum Robert Bohannon sem tókst þetta, en hann lét ekki þar við sitja og kom koffíni líka í kökukrem og annað góðmeti.

Erlent

Mannskæð átök á Gaza

Að minnsta kosti þrettán týndu lífi og fjölmargir særðust í átökum milli Hamas og Fatah-liða á Gaza-svæðinu síðasta sólahring. Átökin eru þau verstu milli þessara hópa í marga mánuði. Meðal látinna var tveggja ára drengur.

Erlent

Friðargæsluliðar í átökum á Haiti

Í það minnsta fimm létu lífið og sex særðust þegar friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna réðust inn í róstusamt fátækrahverfi á Haiti. Friðargæsluliðar reyna nú að hreinsa burt glæpagengi úr höfuðborginni Port-au-Prince til þess að fólk geti sinnt daglegum störfum óáreitt, að sögn yfirmanns friðargæslunnar.

Erlent

Hungursneyð yfirvofandi í Simbabve

Hungursneyð vofir yfir Simbabve þar sem 850 þúsund tonn af maís vantar upp á að náist að næra þjóðina. Í desember var maísuppskeran aðeins 152.600 tonn, þannig að mikið vantar upp á. Ekki hjálpar til að gjaldeyrir er af skornum skammti í landinu sem er eitt fátækasta land heims.

Erlent

Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann

Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti.

Erlent