Erlent

Býður talibönum til friðarviðræðna

Forseti Afganistans, Hamid Karzai, bauð uppreisnarmönnum til friðarviðræðna í morgun. Síðasta ár var það blóðugasta í landinu eftir að talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. Karzai nefndi uppreisnarsveitir talibana ekki sérstaklega en bauð óvinum friðarviðræður á trúarsamkomu í Kabúl á einum helgasta degi sjíamúslima.

Erlent

Þriðjungur Eþíópíumanna á förum

Þriðjungur eþíópískra hermanna sem komu til hjálpar stjórnarher Sómalíu verður sendur heim í dag eða á næstu dögum. Þetta setur aukinn þrýsting á Afríkusambandið að senda friðargæsluliða til að tryggja stöðugleikann í Sómalíu. Fundur Afríkusambandsins hófst í dag en málefni Darfur-héraðs í Súdan verða þar efst á baugi.

Erlent

Mirren og Whitaker unnu í flokki aðalhlutverka

Helen Mirren og Forest Whitaker hlutu í gær verðlaun leikarafélagsins Screen Actors Guild í Los Angeles. Fáir telja nú að Óskarsverðlaunaafhendingin komi mikið á óvart í flokkum aðalhlutverka, þar sem Mirren og Whitaker hlutu einnig gullhnetti fyrir hlutverkin sem þjóðhöfðingjarnir Elísabet Bretadrottning og Idi Amin, einræðisherra Úganda.

Erlent

Íbúðabyggð drepur hafnarstarfsemi

Danskir sérfræðingar í byggðaþróun telja að allt of langt hafi verið gengið í því að teygja íbúðabyggð alveg niður á hafnarbakkana og hrekja í leiðinni alla hefðbundna starfssemi þaðan. Sérstaklega er bent á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn sem slæmt dæmi, segir í Jótlandspóstinum.

Erlent

Mannræningjar slepptu leiðtoga öryggissveita Hamas

Mannræningjar tengdir Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, slepptu í gær leiðtoga öryggissveita Hamas sem þeir rændu fyrr í gærdag. Borgarstjórinn í Nablus hafði milligöngu um lausn mannsins en ekki hefur enn frést af örlögum tíu til fimmtán manna sem sömu mannræningjar rændu í Nablus í gær.

Erlent

Harðir bardagar í Írak - 250 í valnum

Bandarískir og íraskir hermenn háðu harða bardaga í allan gærdag við áður óþekkt skæruliðasamtök í írösku borginni Najaf. Að kvöldi lágu 250 skæruliðar í valnum, að sögn lögreglu á staðnum. Einnig létust þrír íraskir hermenn og tveir bandarískir.

Erlent

Anders Fogh stefnt fyrir að hafa sent danska hermenn til Íraks

Forsætisráðherra Dana, Anders Fogh Rasmussen, er stefnt fyrir rétt í dómsmáli sem hefst í dag í eystri landsrétti í Danmörku. Honum er gefið að sök að hafa brotið stjórnarskrána þegar hann sendi danska hermenn til að taka þátt í Íraksstríðinu árið 2003.

Erlent

Bóluefni gegn fuglaflensu virkar í 70% tilfella

Taívanskir vísindamenn segjast hafa fundið bóluefni við fuglaflensu sem verji fólk gegn sjúkdómnum í 70% tilfella. Vísindamennirnir hafa unnið að rannsóknum á veirustofninum H5N1 í 13 mánuði og prófað margar útgáfur af bóluefninu en engin hafi virkað jafn vel og þessi.

Erlent

Sumarbústaður stórskemmdur eftir bruna

Sumarbústaður í landi Höskuldsstaða í Eyjafirði stórskemmdist í bruna í nótt. Þegar eldsins varð vart, var slökkvilið frá Akureyri sent á vettvang, en þegar það kom logaði mikill eldur í bústaðnum. Slökkvistarf gekk vel og stendur bústaðurinn enn uppi, en er stórskemmdur ef ekki ónýtur. Eldsupptök eru ókunn, en fólk var í bústaðnum í gærdag.

Erlent

Padre Nuestro valin besta kvikmynd á Sundance

Sundance kvikmyndahátíðinni lauk í gær í Utah í Bandaríkjunum en hátíðin er ein fremsta hátíð óháðra kvikmyndagerðarmanna í heiminum. Skipuleggjendur hátíðarinnar sögðu síðasta ár hafa verið einstakt fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð og það endurspeglaðist í kvikmyndum hátíðinnar sem fjölluðu um alþjóðastjórnmál, stríð og fjölskyldulíf.

Erlent

Vígamenn Hamas ræna yfirmanni öryggissveita Fatah

Vígamenn hliðhollir Hamas samtökunum rændu í kvöld yfirmanni öryggissveita Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Talsmaður palestínskra öryggissveita skýrði frá þessu í kvöld. Maðurinn sem var rænt heitir Sayyed Shabban og var yfir öryggissveitum á Gaza.

Erlent

Kabila treystir stöðu sína

Stuðningsmenn Joseph Kabila, forseta Kongó, unnu auðveldan sigur í fylkisstjórakosningum í Kongó en úrslit voru birt í dag. Stjórnarandstaðan, undir forystu Jean-Pierre Bemba, mótmælti niðurstöðununum samstundis og sagði brögð í tafli. Kosningabandalag Kabila vann sex af níu fylkisstjórakosningum og sjálfstæðir frambjóðendur unnu tvær.

Erlent

Fimm hermenn felldir í Najaf

Tveir bandarískir hermenn létu lífið þegar þyrla hrapaði í bardaganum í Najaf í dag. Þetta sagði fulltrúi bandaríska hersins í kvöld. Fréttamaður Reuters fréttaveitunnar sá þyrluna hrapa eftir að hafa lent í skothríð. Reykur liðaðist frá þyrlunni þegar hún hrapaði.

Erlent

250 uppreisnarmenn felldir í Írak

Bandarískar og íraskar hersveitir hafa barist í allan dag við uppreisnarmenn úr röðum súnnía og sjía múslima í borginni Najaf. Bandaríski herinn hefur hingað til ekki viljað segja neitt um bardagann þar sem hann er enn í gangi en írösk yfirvöld sögðu rétt í þessu að fleiri en 250 uppreisnarmenn hefðu látið lífið.

Erlent

Leyniviðaukar ræddir á Alþingi

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku.

Erlent

10 til 15 manns rænt í Nablus

Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag.

Erlent

Leiðtogar Fatah þekkjast boð Abdullah

Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna hafa þekkst boð Abdullah, konungs Sádi Arabíu, um að hittast í Mekka og reyna að leysa ágreiningsmál sín. Adbullah kom með tilboðið í dag en hann sagði nauðsynlegt að palestínumenn sameinuðust um að komast undan hæl Ísraelsmanna.

Erlent

Sinn Fein samþykkir lögmæti lögreglunnar

Sinn Fein, stjórnmálaflokkur írska lýðveldishersins, batt í dag enda á áratugalanga mótstöðu við lögreglu Norður Írlands. Félagafundur flokksins samþykkti lögmæti lögreglunnar en forystumenn Sinn Fein höfðu hvatt til þess á fundinum.

Erlent

Rússar og Indverjar halda sameiginlega heræfingu

Rússar og Indverjar ætla sér að vera með sameiginlega heræfingu í september. Talsmaður rússneska hersins skýrði frá þessu í dag. Náin samskipi hafa átt sér stað á milli rússneska og indverska hersins og eru þau hluti af nýjum samskiptareglum þeirra en löndin voru bandamenn í kalda stríðinu.

Erlent

Bandarískur táningur gengur berserksgang

Sextán ára bandarískur drengur, vopnaður miðaldasverði, myrti móður sína og særði systur sína og vin hennar. Atvikið átti sér stað á heimili drengsins. Þegar lögreglu bar að garði réðist hann að einum lögregluþjóninum með sverðið á lofti og tókst að særa hann.

Erlent

Konungur Sádi Arabíu býður til viðræðna

Konungur Sádi Arabíu, Abdullah, bauð í dag leiðtogum Hamas og Fatah til Mekku, einnar heilögustu borgar múslima, til þess að ræða ágreiningsmál sín. „Ég býð þeim öllum... á mikilvægan fund í heilögu húsi guðs til þess að ræða vandamál sín í hinni vinalegu Sádi Arabíu án þess að nokkur sé að skipta sér af.“ sagði Abdullah konungur í opnu bréfi. Hamas hefur þegar þekkst boðið.

Erlent

Ríkisstjórn Sri Lanka nær meirihluta

Ríkisstjórnin í Sri Lanka náði að tryggja sér meirihluta í fyrsta sinn eftir að 25 stjórnarandstöðuþingmenn gengu til liðs við hana. Við þessi vistaskipti fengu sumir liðhlaupanna ráðuneyti að launum. Ríkisstjórnin hefur nú 113 sæti af 225 sem mun hjálpa henni að koma lögum í gegnum þingið.

Erlent

Grunaður hryðjuverkamaður framseldur til Bandaríkjanna

Íraskur Hollendingur var í gær framseldur til Bandaríkjanna fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárásir á bandaríska þegna í Írak. Lögfræðingar mannsins, Wesam al Delaema, sögðu að þeir óttuðust að hann yrði pyntaður í Bandaríkjunum og að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld.

Erlent

Ísraelar skipa múslima í ríkisstjórn

Ísraelar skipuðu í dag fyrsta múslimann í ríkisstjórn sína. Galeb Magadla sagði við Útvarpsstöð ísraelska hersins að „nú hefur fyrsta skrefið verið tekið og það hefur gefið ísraelskum aröbum þá tilfinningu að þetta sé líka ríkisstjórn þeirra.“

Erlent

Sögulegar kosningar Sinn Fein í dag

Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, hvatti í dag meðlimi sína til þess að samþykkja lögmæti lögreglunnar á Norður-Írlandi. Flokksmenn Sinn Fein greiða atkvæði síðar í dag um hvort þeir styðji lögregluna en meirihluti hennar eru mótmælendatrúar.

Erlent

Svört skýrsla um kínversk umhverfismál

Kínverjum hefur ekki tekist að bæta frammistöðu sína í loftslagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu sem kínversk yfirvöld gáfu út í gær. Staða Kínverja hefur ekki breyst síðan árið 2004.

Erlent

Íraksstríði mótmælt í Bandaríkjunum

Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið.

Erlent

Sagðir hafa notað klasasprengjur þvert á samninga

Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga.

Erlent

Viðræður halda áfram

British Airways hélt viðræðum við stærsta stéttarfélag starfsmanna áfram í dag til þess að reyna að koma í veg fyrir að meðlimir þess fari í tveggja sólarhringa verkfall. Verkfallið, ef af verður, hefst á þriðjudag. Hvorugur aðili vildi þó segja hvernig viðræður gengju. British Airways hefur þegar aflýst rúmlega 1.300 flugferðum í vikunni vegna verkfallsins.

Erlent

Lögregla leggur teygjubyssunum

Lögregla í borginni Tijuana í Mexíkó hefur undanfarnar tvær vikur þurft að hafast við án skotvopna. Herinn hefur verið við löggæslu í borginni og ákváðu yfirvöld þá að athuga hvort skotvopn einhverra lögreglumanna hefðu verið notuð í glæpum. Sumir lögreglumenn neituðu að fara út á götur án skotvopna en aðrir söfnuðu sér steinum og keyptu sér teygjubyssur.

Erlent