Erlent Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. Erlent 2.2.2007 11:16 Sarkozy með nauma forystu í Frakklandi Spennan magnast fyrir forsetakosningar í Frakklandi en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna hefur nú afmáð forskot Segolene Royal sem er frambjóðandi sósíalista. Í byrjun árs leit allt út fyrir að Royal mundi leiða sósíalista til sigurs í kosningunum, henni skrikaði vart fótur í orðaskaki við sé reyndari pólitíkusa. Erlent 2.2.2007 10:59 Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. Erlent 2.2.2007 10:28 73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. Erlent 2.2.2007 09:53 Flóð í Jakarta Tveggja daga úrhelli veldur nú verstu flóðum í fimm ár í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þúsundir íbúa borgarinnar hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna flóðanna. Rafmagn og ferskvatn hefur þá kki borist á heimili sem skyldi. Subbulegt flóðvatnið hefur flætt inn í verslanir, spítala og vinnustaði og fólk hefur notað uppblásna fleka til að komast leiðar sinnar. Vatnið var um fjögurra metra djúpt þar sem það var dýpst í höfuðborginni, en í henni búa um 12 milljónir manna. Erlent 2.2.2007 09:46 Loftslagsskýrsla: Breytingar mönnum að kenna Alþjóðleg sérfræðinganefnd hefur nú skilað af sér skýrslu um loftslagsbreytingar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, eins og spáð hafði verið, að loftslagsbreytingar undanfarinna áratuga væru af manna völdum. Rajendra Pachauri forstöðumaður nefndarinnar segir skýrsluna þá ítarlegustu hingað til um loftlagsmál. Í skýrslunni er því meðal annars spáð að sjávarborð hækki um allt að 58 sentímetra á þessari öld. Erlent 2.2.2007 09:41 Blair hættir ekki strax Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar ekki að hætta sem forsætisráðherra fyrr en rannsókn lögreglu á fjármögnun stjórnmálaflokka er lokið. „Ég held ekki að það væri rétta leiðin og ég held að það væri sérstaklega slæmt að hætta áður en rannsóknin hefur farið sína leið og niðurstöður fengist", sagði Blair við BBC. Erlent 2.2.2007 08:40 Átök á milli Fatah og Hamas magnast Vígamenn Hamas-samtakanna sprengdu bækistöðvar Fatah-liða í loft upp á Gazaströndinni í morgun, tveir liðsmenn Fatah létust í árásinni. Átta hafa látist á tveimur dögum í átökum Fatah og Hamas og nær 70 síðan í byrjun desember. Fylkingarnar skiptust á flugskeytum í nótt og sjúkrabílar lentu í skothríðinni þegar sækja átti særða. Erlent 2.2.2007 08:31 Ekki brenna konur lifandi! Innflytjendum til smábæjar í Quebec í Kanada hefur verið sagt að ekki megi grýta konur til bana á almannafæri, brenna þær lifandi eða skvetta á þær sýru. Þessar óvenjulegu reglur eru birtar á vef bæjarins Herouxville og hafa aukið spennu varðandi umburðarlyndi íbúa gagnvart hefðum og siðum innflytjenda. Erlent 2.2.2007 08:14 Yfirborð sjávar hækki um allt að 59 sm Yfirborð sjávar hækkar um allt að 59 sentímetra fyrir næstu aldamót. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á loftslagsráðstefnunni í París. Þeir útiloka ekki að yfirborðið hækki jafnvel meira, fari jöklar á Grænlandi og Suðurskautslandinu að bráðna. Erlent 2.2.2007 08:01 22 létust í sprengingu Minnst 22 létust, þar af þriggja ára drengur og 10 að auki særðust þegar bensínbíll sprakk í loft upp á suðurhluta Flippseyja í morgun. Lögregla segir erfitt að bera kennsl á sum líkanna vegna þess hve illa brennd þau eru. Erlent 2.2.2007 07:45 Chavez segir Castro hraustan Hugo Chavez, forseti Venesúela hefur ekki áhyggjur af vini sínum Fidel Castro en hann tók sér tíma í það í gærkvöldi að lýsa því hvernig Castro hefur allur braggast. Chavez sagði kúbanska vin sinn vera farinn að ganga og lesa og eiga nóg inni. Erlent 2.2.2007 07:23 Auglýsingaskilti skelfa Bostonbúa Lögreglan í Boston handtók í gær tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina, en skiltin þóttu minna á sprengjur. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita, og truflanir urðu á umferð. Erlent 2.2.2007 07:17 Skýrsla um loftslagsbreytingar kynnt í dag Nær öruggt má telja að loftslagsbreytingar séu af manna völdum. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á alþjóðlegri Loftslagsráðstefnu sem haldin er í París. Lokaskýrsla ráðstefnunnar verður kynnt í dag. Það dimmdi yfir ljósaborginni í gærkvöldi þegar íbúar borgarinnar slökktu ljós í fimm mínútur til að sýna í verki áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum. Effelturninn sem vanalega er ljósum prýddur stóð almyrkur upp úr borginni. Skýrsla ráðstefnunnar verður ítarleg og þar verður spáð fyrir um hækkandi sjávarborð og meðalhlýnun jarðar næstu 100 árin. Búist er við harðorðri áeggjan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Erlent 2.2.2007 07:17 Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. Erlent 1.2.2007 22:56 Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. Erlent 1.2.2007 22:46 Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ Erlent 1.2.2007 22:17 45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. Erlent 1.2.2007 21:49 Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. Erlent 1.2.2007 21:00 Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. Erlent 1.2.2007 20:52 Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. Erlent 1.2.2007 20:35 Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. Erlent 1.2.2007 20:09 Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. Erlent 1.2.2007 19:45 Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. Erlent 1.2.2007 19:35 Kefluðu ungabörn Starfsfólk sjúkrahúss í Jekaterinburg í Rússlandi var staðið að því að kefla ungabörn á spítalanum til að koma í veg fyrir að grátur þeirra heyrðist. Erlent 1.2.2007 19:30 Hafnar misréttinu Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum. Erlent 1.2.2007 19:04 Hefur ekkert með morðið á Litvinenko að gera Valdimir Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að Rússar noti olíu- og gaslindir sínar til að kúga önnur ríki. Hann segir ennfremur af og frá að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Erlent 1.2.2007 18:58 35 létu lífið í átökum í Kongó Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins. Erlent 1.2.2007 18:58 Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. Erlent 1.2.2007 18:17 Kanar litlir og feitir Erlent 1.2.2007 16:34 « ‹ ›
Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. Erlent 2.2.2007 11:16
Sarkozy með nauma forystu í Frakklandi Spennan magnast fyrir forsetakosningar í Frakklandi en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna hefur nú afmáð forskot Segolene Royal sem er frambjóðandi sósíalista. Í byrjun árs leit allt út fyrir að Royal mundi leiða sósíalista til sigurs í kosningunum, henni skrikaði vart fótur í orðaskaki við sé reyndari pólitíkusa. Erlent 2.2.2007 10:59
Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. Erlent 2.2.2007 10:28
73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. Erlent 2.2.2007 09:53
Flóð í Jakarta Tveggja daga úrhelli veldur nú verstu flóðum í fimm ár í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þúsundir íbúa borgarinnar hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna flóðanna. Rafmagn og ferskvatn hefur þá kki borist á heimili sem skyldi. Subbulegt flóðvatnið hefur flætt inn í verslanir, spítala og vinnustaði og fólk hefur notað uppblásna fleka til að komast leiðar sinnar. Vatnið var um fjögurra metra djúpt þar sem það var dýpst í höfuðborginni, en í henni búa um 12 milljónir manna. Erlent 2.2.2007 09:46
Loftslagsskýrsla: Breytingar mönnum að kenna Alþjóðleg sérfræðinganefnd hefur nú skilað af sér skýrslu um loftslagsbreytingar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, eins og spáð hafði verið, að loftslagsbreytingar undanfarinna áratuga væru af manna völdum. Rajendra Pachauri forstöðumaður nefndarinnar segir skýrsluna þá ítarlegustu hingað til um loftlagsmál. Í skýrslunni er því meðal annars spáð að sjávarborð hækki um allt að 58 sentímetra á þessari öld. Erlent 2.2.2007 09:41
Blair hættir ekki strax Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar ekki að hætta sem forsætisráðherra fyrr en rannsókn lögreglu á fjármögnun stjórnmálaflokka er lokið. „Ég held ekki að það væri rétta leiðin og ég held að það væri sérstaklega slæmt að hætta áður en rannsóknin hefur farið sína leið og niðurstöður fengist", sagði Blair við BBC. Erlent 2.2.2007 08:40
Átök á milli Fatah og Hamas magnast Vígamenn Hamas-samtakanna sprengdu bækistöðvar Fatah-liða í loft upp á Gazaströndinni í morgun, tveir liðsmenn Fatah létust í árásinni. Átta hafa látist á tveimur dögum í átökum Fatah og Hamas og nær 70 síðan í byrjun desember. Fylkingarnar skiptust á flugskeytum í nótt og sjúkrabílar lentu í skothríðinni þegar sækja átti særða. Erlent 2.2.2007 08:31
Ekki brenna konur lifandi! Innflytjendum til smábæjar í Quebec í Kanada hefur verið sagt að ekki megi grýta konur til bana á almannafæri, brenna þær lifandi eða skvetta á þær sýru. Þessar óvenjulegu reglur eru birtar á vef bæjarins Herouxville og hafa aukið spennu varðandi umburðarlyndi íbúa gagnvart hefðum og siðum innflytjenda. Erlent 2.2.2007 08:14
Yfirborð sjávar hækki um allt að 59 sm Yfirborð sjávar hækkar um allt að 59 sentímetra fyrir næstu aldamót. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á loftslagsráðstefnunni í París. Þeir útiloka ekki að yfirborðið hækki jafnvel meira, fari jöklar á Grænlandi og Suðurskautslandinu að bráðna. Erlent 2.2.2007 08:01
22 létust í sprengingu Minnst 22 létust, þar af þriggja ára drengur og 10 að auki særðust þegar bensínbíll sprakk í loft upp á suðurhluta Flippseyja í morgun. Lögregla segir erfitt að bera kennsl á sum líkanna vegna þess hve illa brennd þau eru. Erlent 2.2.2007 07:45
Chavez segir Castro hraustan Hugo Chavez, forseti Venesúela hefur ekki áhyggjur af vini sínum Fidel Castro en hann tók sér tíma í það í gærkvöldi að lýsa því hvernig Castro hefur allur braggast. Chavez sagði kúbanska vin sinn vera farinn að ganga og lesa og eiga nóg inni. Erlent 2.2.2007 07:23
Auglýsingaskilti skelfa Bostonbúa Lögreglan í Boston handtók í gær tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina, en skiltin þóttu minna á sprengjur. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita, og truflanir urðu á umferð. Erlent 2.2.2007 07:17
Skýrsla um loftslagsbreytingar kynnt í dag Nær öruggt má telja að loftslagsbreytingar séu af manna völdum. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á alþjóðlegri Loftslagsráðstefnu sem haldin er í París. Lokaskýrsla ráðstefnunnar verður kynnt í dag. Það dimmdi yfir ljósaborginni í gærkvöldi þegar íbúar borgarinnar slökktu ljós í fimm mínútur til að sýna í verki áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum. Effelturninn sem vanalega er ljósum prýddur stóð almyrkur upp úr borginni. Skýrsla ráðstefnunnar verður ítarleg og þar verður spáð fyrir um hækkandi sjávarborð og meðalhlýnun jarðar næstu 100 árin. Búist er við harðorðri áeggjan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Erlent 2.2.2007 07:17
Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. Erlent 1.2.2007 22:56
Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. Erlent 1.2.2007 22:46
Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ Erlent 1.2.2007 22:17
45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. Erlent 1.2.2007 21:49
Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. Erlent 1.2.2007 21:00
Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. Erlent 1.2.2007 20:52
Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. Erlent 1.2.2007 20:35
Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. Erlent 1.2.2007 20:09
Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. Erlent 1.2.2007 19:45
Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. Erlent 1.2.2007 19:35
Kefluðu ungabörn Starfsfólk sjúkrahúss í Jekaterinburg í Rússlandi var staðið að því að kefla ungabörn á spítalanum til að koma í veg fyrir að grátur þeirra heyrðist. Erlent 1.2.2007 19:30
Hafnar misréttinu Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum. Erlent 1.2.2007 19:04
Hefur ekkert með morðið á Litvinenko að gera Valdimir Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að Rússar noti olíu- og gaslindir sínar til að kúga önnur ríki. Hann segir ennfremur af og frá að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Erlent 1.2.2007 18:58
35 létu lífið í átökum í Kongó Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins. Erlent 1.2.2007 18:58
Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. Erlent 1.2.2007 18:17