Erlent

Microsoft tapaði fyrir Evrópudómstólnum

Evrópudómstóllinn staðfesti í dag ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn bandaríska tölvurisanum Microsoft. Ákvörðun dómsins getur haft verulega áhrif á Microsoft og Windows hugbúnaðinn.

Erlent

Simpson í járnum

OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti.

Erlent

Íranar öskuillir út í Frakka

Utanríkisráðherra Frakka varaði umheiminn í gær við kjarnorkuáætlun Írana og sagði ráðlegast að undirbúa stríð á hendur þeim vegna hennar. Viðvörunin hefur vakið afar hörð viðbrögð í írönskum fjölmiðlum sem segja Frakka apa eftir Bandaríkjamönnum og að Nicolas Sarkozy forseti sé undir miklum bandarískum áhrifum.

Erlent

Dani fékk hryðjuverkaþjálfun í Pakistan

Einn af múslimunum ungu sem voru handteknir í Danmörku á dögunum fyrir að undirbúa hryðjuverk hafði verið í þjálfunarbúðum í Pakistan. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í bandarísku leyniþjónustunni. Það voru Bandaríkjamenn sem létu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar vita af mönnunum átta.

Erlent

McCann hjónin halda tvíburunum

Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um

Erlent

Flotaskvísur fá brjóstastækkanir

Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé.

Erlent

Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir

Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna.

Erlent

Sopranos-fjölskyldan kveður með Emmy

Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna endaði lokatímabil sitt með því að vinna Emmy-verðlaunin í nótt fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. Tvö önnur Emmy-verðlaun féllu í skaut þáttarins. James Gandolfini þurfti hinsvegar að sjá af Emmy fyrir bestan leik í aðalhlutverki en þann heiður hreppti James Spader fyrir leik sinn í Boston Legal.

Erlent

Gullhornunum stolið af sýningu

Einni af mestu þjóðargersemum Dana, Gullhornunum, var stolið af sýningu í nótt. Gullhornin eru venjulega undir lás og slá á Þjóðminjasafni Dana en höfðu verið lánuð á sýninguna Kongernes Jelling í bænum Jelling skammt frá Velje á Suður-Jótlandi.

Erlent

Fengu reykháf í hausinn

Það fór heldur illa þegar fella átti þrjá stóra reykháfa í bænum Berlín í New Hampshire í Bandaríkjunum í gær. Þúsundir manna höfðu safnast saman til þess að horfa á þessi hæstu mannvirki bæjarins falla til jarðar.

Erlent

Reinfeldt gagnrýnir hótanir vegna Múhameðsmynda

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýndi í dag líflátshótanir al-Qaida á hendur sænska teiknaranum Lars Vilks. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá sagði Reinfeldt að taka yrði hótanirnar alvarlega.

Erlent

Frakkar verði reiðubúnir í stríð við Írana

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag að Frakkar yrðu að vera reiðubúnir að fara í stríð við Írana vegna kjarnorkuáætlana landsins. Hann taldi þó ekki að stríð væri yfirvofandi.

Erlent

Simpson handtekinn vegna ráns

Lögreglan í Las Vegas handtók í dag fyrrverandi ruðningshetjuna O.J. Simpson vegna meintrar aðildar hans að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg.

Erlent

Olía en ekki almannahagur

Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur.

Erlent

Gates hafnar því að Íraksstríðið snúist um olíu

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði í dag á bug þeim fullyrðingum Alans Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra landsins, að ráðist hefði verið inn í Írak vegna olíuhagsmuna Vesturveldanna en ekki til þess að frelsa Íraka undan oki Saddams Husseins.

Erlent

Skógareldar í fjallahéruðum Kaliforíu

Yfir fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda sem geisa í San Bernardino skóginum í Kaliforníu. Eldsins varð vart á föstudag og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að ná tökum á honum, en hann geisar á 18.000 ekra svæði.

Erlent

Útgönguspár benda til sigurs Karamalis

Útgönguspár eftir þingkosningar í Grikklandi benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, íhaldsflokkur forsætisráðherrans Costas Karamanlis, hafi tryggt sér nógu mörg þingsæti til þess að halda áfram völdum.

Erlent

Fjölþjóðlegur hópur um borð í vélinni

Í það minnsta 87 manns hafa fundist látnir eftir að farþegaflugvél frá taílenska lággjaldaflugfélaginu One-Two-Go brotlenti á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands fyrr í dag. Farþegar frá 13 löndum lifðu slysið af.

Erlent

Branson styður við vörn McCann-hjónanna

Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag.

Erlent

Krefjast aðgerða í Súdan

Efnt verður til mótmæla í um 30 löndum í dag til þess að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í Darfur-héraði. Þar hafa um 200 þúsund manns látist á síðustu fjórum árum í átökum uppreisnarmanna og arabískra vígasveita sem sagðar eru njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar.

Erlent

Þriðjungur komst lífs af úr flugslysi

Fjörutíu og þrír eru nú sagðir hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél frá taílenska flugfélaginu One-Two-Go hrapaði á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands í morgun. Ríkisstjóri Phuket-eyju segir að um helmingur farþeganna hafi verið útlendingar og hafa yfirvöld staðfest að átta Bretar, tveir Ástralar og sjö Taílendingar hafi verið í hópi þeirra sem komust lífs af.

Erlent

Freyðandi sjór við Jótland?

Fjöldi Dana á Norðausturhluta Jótlands þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af hárþvotti á næstunni ef marka má fréttir héraðsblaðsins Nordjyske Stiftstidende.

Erlent

Flugvél brotnaði í tvennt í lendingu í Taílandi

Farþegaflugvél hrapaði til jarðar á flugvelli við Phuket-strönd í Taílandi í morgun og er óttast að fjöldi fólks hafi látist. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC voru 123 farþegar í flugvélinni og skall hún harkalega til jarðar þegar flugmenn hugðust lenda henni í vondu veðri. Hún brotnaði í tvennt.

Erlent