Erlent Microsoft tapaði fyrir Evrópudómstólnum Evrópudómstóllinn staðfesti í dag ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn bandaríska tölvurisanum Microsoft. Ákvörðun dómsins getur haft verulega áhrif á Microsoft og Windows hugbúnaðinn. Erlent 17.9.2007 12:44 Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. Erlent 17.9.2007 12:43 Íranar öskuillir út í Frakka Utanríkisráðherra Frakka varaði umheiminn í gær við kjarnorkuáætlun Írana og sagði ráðlegast að undirbúa stríð á hendur þeim vegna hennar. Viðvörunin hefur vakið afar hörð viðbrögð í írönskum fjölmiðlum sem segja Frakka apa eftir Bandaríkjamönnum og að Nicolas Sarkozy forseti sé undir miklum bandarískum áhrifum. Erlent 17.9.2007 12:22 Dani fékk hryðjuverkaþjálfun í Pakistan Einn af múslimunum ungu sem voru handteknir í Danmörku á dögunum fyrir að undirbúa hryðjuverk hafði verið í þjálfunarbúðum í Pakistan. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í bandarísku leyniþjónustunni. Það voru Bandaríkjamenn sem létu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar vita af mönnunum átta. Erlent 17.9.2007 10:46 McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um Erlent 17.9.2007 10:11 Flotaskvísur fá brjóstastækkanir Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé. Erlent 17.9.2007 09:27 Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna. Erlent 17.9.2007 09:23 Sopranos-fjölskyldan kveður með Emmy Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna endaði lokatímabil sitt með því að vinna Emmy-verðlaunin í nótt fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. Tvö önnur Emmy-verðlaun féllu í skaut þáttarins. James Gandolfini þurfti hinsvegar að sjá af Emmy fyrir bestan leik í aðalhlutverki en þann heiður hreppti James Spader fyrir leik sinn í Boston Legal. Erlent 17.9.2007 07:50 Gullhornunum stolið af sýningu Einni af mestu þjóðargersemum Dana, Gullhornunum, var stolið af sýningu í nótt. Gullhornin eru venjulega undir lás og slá á Þjóðminjasafni Dana en höfðu verið lánuð á sýninguna Kongernes Jelling í bænum Jelling skammt frá Velje á Suður-Jótlandi. Erlent 17.9.2007 07:20 Fengu reykháf í hausinn Það fór heldur illa þegar fella átti þrjá stóra reykháfa í bænum Berlín í New Hampshire í Bandaríkjunum í gær. Þúsundir manna höfðu safnast saman til þess að horfa á þessi hæstu mannvirki bæjarins falla til jarðar. Erlent 16.9.2007 21:48 Reinfeldt gagnrýnir hótanir vegna Múhameðsmynda Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýndi í dag líflátshótanir al-Qaida á hendur sænska teiknaranum Lars Vilks. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá sagði Reinfeldt að taka yrði hótanirnar alvarlega. Erlent 16.9.2007 20:37 Frakkar verði reiðubúnir í stríð við Írana Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag að Frakkar yrðu að vera reiðubúnir að fara í stríð við Írana vegna kjarnorkuáætlana landsins. Hann taldi þó ekki að stríð væri yfirvofandi. Erlent 16.9.2007 20:00 Skora á ríki að ráða kennara og lækna í þróunarlöndunum Bresku hjálparsamtökin Oxfam skoruðu fyrir helgi á ríki heims að ráða sex milljón kennara og lækna í þróunarlöndum og tryggja þannig öllum jarðarbúum menntun og heilbrigðisþjónustu. Erlent 16.9.2007 19:00 Danskir bílstjórar fjarlægja númeraplötur til að losna við stöðumælasektir Óprúttnir ökumenn í Kaupmannahöfn hafa fundið upp nýja leið til að sleppa við stöðumælasektir. Með því að fjarlægja númeraplötur af bílum sínum gera þeir stöðumælavörðum ókleift að gefa út sektir. Erlent 16.9.2007 19:00 Simpson handtekinn vegna ráns Lögreglan í Las Vegas handtók í dag fyrrverandi ruðningshetjuna O.J. Simpson vegna meintrar aðildar hans að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg. Erlent 16.9.2007 18:53 Olía en ekki almannahagur Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Erlent 16.9.2007 18:45 Gates hafnar því að Íraksstríðið snúist um olíu Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði í dag á bug þeim fullyrðingum Alans Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra landsins, að ráðist hefði verið inn í Írak vegna olíuhagsmuna Vesturveldanna en ekki til þess að frelsa Íraka undan oki Saddams Husseins. Erlent 16.9.2007 18:11 Skógareldar í fjallahéruðum Kaliforíu Yfir fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda sem geisa í San Bernardino skóginum í Kaliforníu. Eldsins varð vart á föstudag og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að ná tökum á honum, en hann geisar á 18.000 ekra svæði. Erlent 16.9.2007 17:17 Útgönguspár benda til sigurs Karamalis Útgönguspár eftir þingkosningar í Grikklandi benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, íhaldsflokkur forsætisráðherrans Costas Karamanlis, hafi tryggt sér nógu mörg þingsæti til þess að halda áfram völdum. Erlent 16.9.2007 16:55 Fjölþjóðlegur hópur um borð í vélinni Í það minnsta 87 manns hafa fundist látnir eftir að farþegaflugvél frá taílenska lággjaldaflugfélaginu One-Two-Go brotlenti á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands fyrr í dag. Farþegar frá 13 löndum lifðu slysið af. Erlent 16.9.2007 16:36 Branson styður við vörn McCann-hjónanna Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag. Erlent 16.9.2007 16:10 Sex látnir eftir að fellibylur gekk yfir hluta Suður-Kóreu Sex eru látnir og fjögurra er saknað eftir að fellibylurinn Nari gekk yfir suðurströnd Suður-Kóreu í dag. Fimm hinna látnu og þeir sem saknað er voru á eyjunni Cheju, sem er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir meginlandinu, þegar bylurinn gekk yfir. Erlent 16.9.2007 15:21 Krefjast aðgerða í Súdan Efnt verður til mótmæla í um 30 löndum í dag til þess að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í Darfur-héraði. Þar hafa um 200 þúsund manns látist á síðustu fjórum árum í átökum uppreisnarmanna og arabískra vígasveita sem sagðar eru njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar. Erlent 16.9.2007 14:43 Þriðjungur komst lífs af úr flugslysi Fjörutíu og þrír eru nú sagðir hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél frá taílenska flugfélaginu One-Two-Go hrapaði á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands í morgun. Ríkisstjóri Phuket-eyju segir að um helmingur farþeganna hafi verið útlendingar og hafa yfirvöld staðfest að átta Bretar, tveir Ástralar og sjö Taílendingar hafi verið í hópi þeirra sem komust lífs af. Erlent 16.9.2007 13:50 Talið að skógareldar felli grísku ríkisstjórnina Grikkir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing - hálfu ári fyrr en áætlað var. Talið er að skógareldarnir í síðasta mánuði komi í veg fyrir að ríkisstjórn landsins haldi velli. Erlent 16.9.2007 13:30 McRae meðal þeirra sem létust í þyrluslysi Lögregla í Skotlandi hefur staðfest að Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, og sonur hans hafi verið meðal þeirra fjögurra sem létust í þyrluslysi í gær. Erlent 16.9.2007 12:13 61 látinn og 40 saknað eftir flugslys Ríkisstjóri Phuket-eyju segir 61 látinn og 40 saknað eftir að flugvél á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go brotlenti við flugvöllinn á eyjunni. Erlent 16.9.2007 11:52 Freyðandi sjór við Jótland? Fjöldi Dana á Norðausturhluta Jótlands þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af hárþvotti á næstunni ef marka má fréttir héraðsblaðsins Nordjyske Stiftstidende. Erlent 16.9.2007 11:30 Flugvél brotnaði í tvennt í lendingu í Taílandi Farþegaflugvél hrapaði til jarðar á flugvelli við Phuket-strönd í Taílandi í morgun og er óttast að fjöldi fólks hafi látist. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC voru 123 farþegar í flugvélinni og skall hún harkalega til jarðar þegar flugmenn hugðust lenda henni í vondu veðri. Hún brotnaði í tvennt. Erlent 16.9.2007 11:12 Lögregla verndar Vilks þegar hann snýr aftur heim Sænski listamaðurinn Lars Vilks, sem hótað hefur verið lífláti vegna teikninga af Múhameð spámanni, snýr aftur til Svíþjóðar í dag eftir að hafa dvalið að undanförnu í Þýskalandi. Erlent 16.9.2007 10:46 « ‹ ›
Microsoft tapaði fyrir Evrópudómstólnum Evrópudómstóllinn staðfesti í dag ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn bandaríska tölvurisanum Microsoft. Ákvörðun dómsins getur haft verulega áhrif á Microsoft og Windows hugbúnaðinn. Erlent 17.9.2007 12:44
Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. Erlent 17.9.2007 12:43
Íranar öskuillir út í Frakka Utanríkisráðherra Frakka varaði umheiminn í gær við kjarnorkuáætlun Írana og sagði ráðlegast að undirbúa stríð á hendur þeim vegna hennar. Viðvörunin hefur vakið afar hörð viðbrögð í írönskum fjölmiðlum sem segja Frakka apa eftir Bandaríkjamönnum og að Nicolas Sarkozy forseti sé undir miklum bandarískum áhrifum. Erlent 17.9.2007 12:22
Dani fékk hryðjuverkaþjálfun í Pakistan Einn af múslimunum ungu sem voru handteknir í Danmörku á dögunum fyrir að undirbúa hryðjuverk hafði verið í þjálfunarbúðum í Pakistan. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í bandarísku leyniþjónustunni. Það voru Bandaríkjamenn sem létu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar vita af mönnunum átta. Erlent 17.9.2007 10:46
McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um Erlent 17.9.2007 10:11
Flotaskvísur fá brjóstastækkanir Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé. Erlent 17.9.2007 09:27
Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna. Erlent 17.9.2007 09:23
Sopranos-fjölskyldan kveður með Emmy Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna endaði lokatímabil sitt með því að vinna Emmy-verðlaunin í nótt fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. Tvö önnur Emmy-verðlaun féllu í skaut þáttarins. James Gandolfini þurfti hinsvegar að sjá af Emmy fyrir bestan leik í aðalhlutverki en þann heiður hreppti James Spader fyrir leik sinn í Boston Legal. Erlent 17.9.2007 07:50
Gullhornunum stolið af sýningu Einni af mestu þjóðargersemum Dana, Gullhornunum, var stolið af sýningu í nótt. Gullhornin eru venjulega undir lás og slá á Þjóðminjasafni Dana en höfðu verið lánuð á sýninguna Kongernes Jelling í bænum Jelling skammt frá Velje á Suður-Jótlandi. Erlent 17.9.2007 07:20
Fengu reykháf í hausinn Það fór heldur illa þegar fella átti þrjá stóra reykháfa í bænum Berlín í New Hampshire í Bandaríkjunum í gær. Þúsundir manna höfðu safnast saman til þess að horfa á þessi hæstu mannvirki bæjarins falla til jarðar. Erlent 16.9.2007 21:48
Reinfeldt gagnrýnir hótanir vegna Múhameðsmynda Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýndi í dag líflátshótanir al-Qaida á hendur sænska teiknaranum Lars Vilks. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá sagði Reinfeldt að taka yrði hótanirnar alvarlega. Erlent 16.9.2007 20:37
Frakkar verði reiðubúnir í stríð við Írana Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag að Frakkar yrðu að vera reiðubúnir að fara í stríð við Írana vegna kjarnorkuáætlana landsins. Hann taldi þó ekki að stríð væri yfirvofandi. Erlent 16.9.2007 20:00
Skora á ríki að ráða kennara og lækna í þróunarlöndunum Bresku hjálparsamtökin Oxfam skoruðu fyrir helgi á ríki heims að ráða sex milljón kennara og lækna í þróunarlöndum og tryggja þannig öllum jarðarbúum menntun og heilbrigðisþjónustu. Erlent 16.9.2007 19:00
Danskir bílstjórar fjarlægja númeraplötur til að losna við stöðumælasektir Óprúttnir ökumenn í Kaupmannahöfn hafa fundið upp nýja leið til að sleppa við stöðumælasektir. Með því að fjarlægja númeraplötur af bílum sínum gera þeir stöðumælavörðum ókleift að gefa út sektir. Erlent 16.9.2007 19:00
Simpson handtekinn vegna ráns Lögreglan í Las Vegas handtók í dag fyrrverandi ruðningshetjuna O.J. Simpson vegna meintrar aðildar hans að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg. Erlent 16.9.2007 18:53
Olía en ekki almannahagur Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Erlent 16.9.2007 18:45
Gates hafnar því að Íraksstríðið snúist um olíu Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði í dag á bug þeim fullyrðingum Alans Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra landsins, að ráðist hefði verið inn í Írak vegna olíuhagsmuna Vesturveldanna en ekki til þess að frelsa Íraka undan oki Saddams Husseins. Erlent 16.9.2007 18:11
Skógareldar í fjallahéruðum Kaliforíu Yfir fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda sem geisa í San Bernardino skóginum í Kaliforníu. Eldsins varð vart á föstudag og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að ná tökum á honum, en hann geisar á 18.000 ekra svæði. Erlent 16.9.2007 17:17
Útgönguspár benda til sigurs Karamalis Útgönguspár eftir þingkosningar í Grikklandi benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, íhaldsflokkur forsætisráðherrans Costas Karamanlis, hafi tryggt sér nógu mörg þingsæti til þess að halda áfram völdum. Erlent 16.9.2007 16:55
Fjölþjóðlegur hópur um borð í vélinni Í það minnsta 87 manns hafa fundist látnir eftir að farþegaflugvél frá taílenska lággjaldaflugfélaginu One-Two-Go brotlenti á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands fyrr í dag. Farþegar frá 13 löndum lifðu slysið af. Erlent 16.9.2007 16:36
Branson styður við vörn McCann-hjónanna Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag. Erlent 16.9.2007 16:10
Sex látnir eftir að fellibylur gekk yfir hluta Suður-Kóreu Sex eru látnir og fjögurra er saknað eftir að fellibylurinn Nari gekk yfir suðurströnd Suður-Kóreu í dag. Fimm hinna látnu og þeir sem saknað er voru á eyjunni Cheju, sem er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir meginlandinu, þegar bylurinn gekk yfir. Erlent 16.9.2007 15:21
Krefjast aðgerða í Súdan Efnt verður til mótmæla í um 30 löndum í dag til þess að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í Darfur-héraði. Þar hafa um 200 þúsund manns látist á síðustu fjórum árum í átökum uppreisnarmanna og arabískra vígasveita sem sagðar eru njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar. Erlent 16.9.2007 14:43
Þriðjungur komst lífs af úr flugslysi Fjörutíu og þrír eru nú sagðir hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél frá taílenska flugfélaginu One-Two-Go hrapaði á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands í morgun. Ríkisstjóri Phuket-eyju segir að um helmingur farþeganna hafi verið útlendingar og hafa yfirvöld staðfest að átta Bretar, tveir Ástralar og sjö Taílendingar hafi verið í hópi þeirra sem komust lífs af. Erlent 16.9.2007 13:50
Talið að skógareldar felli grísku ríkisstjórnina Grikkir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing - hálfu ári fyrr en áætlað var. Talið er að skógareldarnir í síðasta mánuði komi í veg fyrir að ríkisstjórn landsins haldi velli. Erlent 16.9.2007 13:30
McRae meðal þeirra sem létust í þyrluslysi Lögregla í Skotlandi hefur staðfest að Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, og sonur hans hafi verið meðal þeirra fjögurra sem létust í þyrluslysi í gær. Erlent 16.9.2007 12:13
61 látinn og 40 saknað eftir flugslys Ríkisstjóri Phuket-eyju segir 61 látinn og 40 saknað eftir að flugvél á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go brotlenti við flugvöllinn á eyjunni. Erlent 16.9.2007 11:52
Freyðandi sjór við Jótland? Fjöldi Dana á Norðausturhluta Jótlands þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af hárþvotti á næstunni ef marka má fréttir héraðsblaðsins Nordjyske Stiftstidende. Erlent 16.9.2007 11:30
Flugvél brotnaði í tvennt í lendingu í Taílandi Farþegaflugvél hrapaði til jarðar á flugvelli við Phuket-strönd í Taílandi í morgun og er óttast að fjöldi fólks hafi látist. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC voru 123 farþegar í flugvélinni og skall hún harkalega til jarðar þegar flugmenn hugðust lenda henni í vondu veðri. Hún brotnaði í tvennt. Erlent 16.9.2007 11:12
Lögregla verndar Vilks þegar hann snýr aftur heim Sænski listamaðurinn Lars Vilks, sem hótað hefur verið lífláti vegna teikninga af Múhameð spámanni, snýr aftur til Svíþjóðar í dag eftir að hafa dvalið að undanförnu í Þýskalandi. Erlent 16.9.2007 10:46