Erlent Fangar fá ljósabekki Fangar í rússneska fangelsinu Butyrskaya í Moskvu hafa löngum búið við heldur frumstæðar aðstæður. Nú verður þó bragarbót gerð þar á því fangarnir fá brátt að sóla sig í ljósabekkjum sem settir verða upp í fangelsinu. Erlent 18.1.2011 21:00 Varasamt að senda SMS - datt ofan í gosbrunn Það getur verið vandasamt að senda SMS og ganga í leiðinni. Sérstaklega ef að stærðarinnar gosbrunnur verður á vegi þínum. Meðfylgjandi myndskeið gengur nú eins og eldur í sinu um netheima en þar sést ung kona fljúga á hausinn ofan í gosbrunn í verslunarmiðstöð. Erlent 18.1.2011 21:00 Skaut á samnemendur sína Að minnsta kosti þrír eru særðir eftir að nemandi í skólanum Gardena High School í Los Angeles hóf skothríð í dag. Talsmaður lögreglunnar segir að einn maður sé í haldi grunaður um verknaðinn. Erlent 18.1.2011 20:48 Sjóræningjar tóku 53 skip Sjóræningjar tóku tæplega tólfhundruð sjómenn í gíslingu á síðasta ári, nær alla undan ströndum Sómalíu. Sjóránin eru farin að verða harðari og ofbeldisfyllri að sögn Alþjóðlegu siglingamálastofnunarinnar. Erlent 18.1.2011 15:56 Vilja jafnrétti fyrir breskar prinsessur Breskir þingmenn vilja breyta erfðalögum krúnunnar þannig að dætur sem Vilhjálmur erfðaprins og Kate Middleton hugsanlega eignast njóti jafnréttis á við hugsanlega syni. Erlent 18.1.2011 13:56 Ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri Alþjóðleg rannsóknarnefnd hefur gefið út ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons árið 2005. Honum var grandað með bílsprengju. Erlent 18.1.2011 11:15 Segir Júgóslava hafa myrt Olof Palme Fyrrverandi júgóslavneskur njósari heldur því fram að leyniþjónusta Júgóslavíu hafi fyrirskipað morðið Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir 25 árum. Erlent 18.1.2011 09:49 Húgó litli gerir allt vitlaust í Venezúela Yfirvöld í Venezúela hafa hvatt einkarekna sjónvarpsstöð til að hætta að sýna vinsæla sápuóperu frá nágrannaríkinu Kólombíu. Ástæðan er einföld, ein persónan í þættinum heitir Venesúlea og hún á hund sem heitir Húgó litli. Erlent 18.1.2011 08:41 Stálu forsetahjónin gullforðanum? Franska blaðið Le Monde fullyrðir að forsetahjónin í Túnis, sem flúið hafa land, hafi tekið með sér stóran hluta af gullforða landsins. Erlent 18.1.2011 08:32 Ekkert lát á skálmöldinni í Mexíkó Sex létust í skotbardaga í mexíkósku borginni Monterrey í nótt. Tvö glæpagengi tókust á í bardaganum en að sögn lögreglu létust tveir vegfarendur einnig en bardaginn var háður á götu í miðbænum. Erlent 18.1.2011 08:25 Berlusconi sakaður um að hafa sofið hjá fleiri unglingsstúlkum Enn syrtir í álinn hjá Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu en saksóknarar þar í landi hafa sakað hann um að hafa sofið hjá vændiskonu sem var undir lögaldri. Nú segja saksóknararnir að ekki sé aðeins um eina unglingsstúlku að ræða, heldur margar. Erlent 18.1.2011 08:09 Enn flæðir í Ástralíu Rigningarnar sem ollu hamförunum í Queensland ríki í Ástralíu á dögunum hafa nú færst sunnar og nú rignir eins og hellt sé úr fötu í Victoria ríki. Átta ára dreng er saknað frá því í gær þegar hann hreyfst með straumvatni og nokkrir bæir í ríkinu eru umluktir vatni. Um 3500 manns hafa yfirgefið heimili sín og rafmagnslaust er víða. Erlent 18.1.2011 08:07 Forseti Kína heimsækir Obama Forseti Kína Hu Jintao hefur í dag fjögurra daga opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Hann mun meðal annars sitja formlegt kvöldverðarboð í Hvíta húsinu en þrettán ár eru frá því kínverskur leiðtogi fékk síðast slíkt boð. Erlent 18.1.2011 08:07 Stofnar nýjan þingflokk Ehud Barak, innanríkisráðherra Ísraels, hefur sagt sig úr Verkamannaflokknum og stofnað nýjan þingflokk. Barak verður áfram ráðherra, en búast má við því að Verkamannaflokkurinn segi sig úr stjórnarsamstarfi með Benjamin Netanjahú forsætisráðherra. Erlent 18.1.2011 03:30 Stjórnarandstaðan fær að vera með Mohammed Ghannouchi verður forsætisráðherra áfram í nýrri þjóðstjórn í Túnis, sem tók við völdum í gær, aðeins fáeinum dögum eftir að Zine al-Abidine Ben Ali forseta var steypt af stóli. Erlent 18.1.2011 03:15 Fleiri finnast látnir í Brasilíu Á sjöunda hundrað eru látnir eftir flóðin skammt frá Rio de Janiero í Brasilíu í síðustu viku. Yfirvöld segja að minnsta kosti 655 látna og að búist sé við að sú tala eigi eftir að hækka ennfrekar. Erlent 17.1.2011 22:36 Staðgöngumóðir eignast barn fyrir Nicole Kidman Leikkonan Nicole Kidman og eiginmaður hennar, Keith Urban, eignuðust dóttir milli jóla og nýárs með hjálp staðgöngumóður. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hjónin sendu frá sér fyrr í kvöld. Erlent 17.1.2011 21:48 Barak stofnar nýjan flokk Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur látið af embætti formanns Verkamannaflokksins. Hann hyggst stofna nýjan flokk, miðjuflokk, ásamt fjórum öðrum þingmönnum flokksins. Erlent 17.1.2011 17:59 Byssumaðurinn frá Arizona sýnir enga iðrun Byssumaðurinn Jared Loughner, sem skaut bandarísku þingkonuna Gabrielle Giffords í höfuðið á dögunum, er miskunnarlaus morðingi. Þetta segja fangaverðir sem hafa umsjón með Jared þar sem honum er haldið föngnum í Arizona. Erlent 17.1.2011 14:37 Giffords á batavegi Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona á dögunum er á batavegi að sögn lækna. Læknar segja meta ástand hennar nú alvarlegt, en segja hana ekki í lífshættu. Erlent 17.1.2011 11:10 Túnis: Þjóðstjórn sennilega mynduð í dag Mikil spenna er enn í Túnis þar sem landsmenn bíða eftir því að tilkynnt verði um nýja þjóðstjórn. Stríðsástand hefur verið í landinu allt frá því að forsetinn Ben Ali flúði land fyrir helgi. Stuðningsmenn forsetans hafa barist á götum úti við lögreglu og hermenn en forsætisráðherra landsins segir að eftir samningaviðræður um helgina hafi tekist samkomulag um þjóðstjórn allra flokka. Búist er við því að nýja stjórnin verði kynnt formlega í dag. Erlent 17.1.2011 11:04 Berlusconi á föstu og því óhugsandi að hann hafi keypt vændi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segist hafa verið í föstu sambandi allar götur frá því hann skildi við síðustu eiginkonuna og því séu ásakanir um að hann hafi keypt þjónustu vændiskonu fráleitar. Hann er nú til rannsóknar hjá ítölskum saksóknurum fyrir að hafa keypt þjónustu vændiskonu sem að auki var undir lögaldri. Berslusconi hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ásakanirnar bull. hann hafi raunar aldrei borgað fyrir kynlífsþjónustu, enda væri slíkt niðurlægjandi að hans mati. Erlent 17.1.2011 10:49 Glee og Social Network sigruðu á Golden Globe - Gervais fór á kostum Golden Globe hátíðin fór fram í Hollywood í nótt. Á Golden Globe eru bestu kvikmyndir og sjónvarpsþættir ársins verðlaunaðir og eru úrslitin þar oft talin sterk vísbending um hvað koma skal þegar Óskarsverðlaunin verða afhent. Helstu sigurvegarar í þetta skiptið var kvikmyndin The Social Network, sem segir söguna af því þegar samskiptasíðan Facebook varð til, og sjónvarpsþátturinn Glee, sem segir frá söngelskum krökkum í amerískum menntaskóla. Erlent 17.1.2011 08:18 Baby Doc snýr aftur Fyrrverandi einræðisherra Haítí, "Baby Doc" Duvalier, hefur snúið aftur til heimalands síns eftir 25 ár í útlegð. Fréttavefur BBC segir ástæðu heimkomunna ólósa en Jean Claude Duvalier, eða Baby Doc, hann kom frá Frakklandi þar sem hann hefur búið frá því honum var steypt af stóli í byltingu árið 1986. Erlent 17.1.2011 08:14 Vill bæta ímynd flokksins Marine Le Pen var í gær kjörin leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri flokksins. Hún tekur við af föður sínum, Jean-Marie Le Pen sem stofnaði flokkinn árið 1972. Erlent 17.1.2011 04:45 Skref á leiðinni í dýrlingatölu Benedikt páfi XVI. hefur formlega staðfest að forveri hans á páfastóli hafi gert kraftaverk. Staðfestingin er fyrsta skrefið í að koma Jóhannesi Páli páfa II. í dýrlingatölu, að því er BBC segir frá. Erlent 17.1.2011 02:30 Allir taki þátt í uppbyggingu Viðræður um myndun þjóðstjórnar hófust í gærmorgun milli forystumanna helstu stjórnmálaflokka í Túnis. Erlent 17.1.2011 01:00 Reykingar skaða á 30 mínútum Það tekur ekki 30 ár fyrir reykingar að skaða heilsuna, heldur aðeins 30 mínútur. Þetta kemur fram í rannsókn sem háskólinn í Minnesota birti nýverið. Rannsóknin tók til 12 sjúklinga og beindist að því hversu hratt ákveðin krabbameinsvaldandi kolefnissameindir í sígarettum hafa áhrif á líkamann. Erlent 16.1.2011 10:30 Nýr forseti tekinn við í Túnis Nýr forseti sór embættiseið í Túnis í gær eftir að forsetinn Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir og mótmæli í landinu fyrir helgi. Nýi forsetinn, Fúed Mebaza að nafni, var áður forseti þingsins, en hann hefur beðið forsætisráðherra landsins að mynda þjóðstjórn. Erlent 16.1.2011 09:56 Segir föður sinn hafa haft Alzheimer þegar hann var forseti Sonur Ronalds Reagans, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Ron Reagan, gefur í skyn í nýrri bók sem hann er að gefa út, að faðir hans hefði verið kominn með einkenni Alzheimers þegar hann var enn forseti Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2011 06:00 « ‹ ›
Fangar fá ljósabekki Fangar í rússneska fangelsinu Butyrskaya í Moskvu hafa löngum búið við heldur frumstæðar aðstæður. Nú verður þó bragarbót gerð þar á því fangarnir fá brátt að sóla sig í ljósabekkjum sem settir verða upp í fangelsinu. Erlent 18.1.2011 21:00
Varasamt að senda SMS - datt ofan í gosbrunn Það getur verið vandasamt að senda SMS og ganga í leiðinni. Sérstaklega ef að stærðarinnar gosbrunnur verður á vegi þínum. Meðfylgjandi myndskeið gengur nú eins og eldur í sinu um netheima en þar sést ung kona fljúga á hausinn ofan í gosbrunn í verslunarmiðstöð. Erlent 18.1.2011 21:00
Skaut á samnemendur sína Að minnsta kosti þrír eru særðir eftir að nemandi í skólanum Gardena High School í Los Angeles hóf skothríð í dag. Talsmaður lögreglunnar segir að einn maður sé í haldi grunaður um verknaðinn. Erlent 18.1.2011 20:48
Sjóræningjar tóku 53 skip Sjóræningjar tóku tæplega tólfhundruð sjómenn í gíslingu á síðasta ári, nær alla undan ströndum Sómalíu. Sjóránin eru farin að verða harðari og ofbeldisfyllri að sögn Alþjóðlegu siglingamálastofnunarinnar. Erlent 18.1.2011 15:56
Vilja jafnrétti fyrir breskar prinsessur Breskir þingmenn vilja breyta erfðalögum krúnunnar þannig að dætur sem Vilhjálmur erfðaprins og Kate Middleton hugsanlega eignast njóti jafnréttis á við hugsanlega syni. Erlent 18.1.2011 13:56
Ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri Alþjóðleg rannsóknarnefnd hefur gefið út ákærur vegna morðsins á Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons árið 2005. Honum var grandað með bílsprengju. Erlent 18.1.2011 11:15
Segir Júgóslava hafa myrt Olof Palme Fyrrverandi júgóslavneskur njósari heldur því fram að leyniþjónusta Júgóslavíu hafi fyrirskipað morðið Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir 25 árum. Erlent 18.1.2011 09:49
Húgó litli gerir allt vitlaust í Venezúela Yfirvöld í Venezúela hafa hvatt einkarekna sjónvarpsstöð til að hætta að sýna vinsæla sápuóperu frá nágrannaríkinu Kólombíu. Ástæðan er einföld, ein persónan í þættinum heitir Venesúlea og hún á hund sem heitir Húgó litli. Erlent 18.1.2011 08:41
Stálu forsetahjónin gullforðanum? Franska blaðið Le Monde fullyrðir að forsetahjónin í Túnis, sem flúið hafa land, hafi tekið með sér stóran hluta af gullforða landsins. Erlent 18.1.2011 08:32
Ekkert lát á skálmöldinni í Mexíkó Sex létust í skotbardaga í mexíkósku borginni Monterrey í nótt. Tvö glæpagengi tókust á í bardaganum en að sögn lögreglu létust tveir vegfarendur einnig en bardaginn var háður á götu í miðbænum. Erlent 18.1.2011 08:25
Berlusconi sakaður um að hafa sofið hjá fleiri unglingsstúlkum Enn syrtir í álinn hjá Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu en saksóknarar þar í landi hafa sakað hann um að hafa sofið hjá vændiskonu sem var undir lögaldri. Nú segja saksóknararnir að ekki sé aðeins um eina unglingsstúlku að ræða, heldur margar. Erlent 18.1.2011 08:09
Enn flæðir í Ástralíu Rigningarnar sem ollu hamförunum í Queensland ríki í Ástralíu á dögunum hafa nú færst sunnar og nú rignir eins og hellt sé úr fötu í Victoria ríki. Átta ára dreng er saknað frá því í gær þegar hann hreyfst með straumvatni og nokkrir bæir í ríkinu eru umluktir vatni. Um 3500 manns hafa yfirgefið heimili sín og rafmagnslaust er víða. Erlent 18.1.2011 08:07
Forseti Kína heimsækir Obama Forseti Kína Hu Jintao hefur í dag fjögurra daga opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Hann mun meðal annars sitja formlegt kvöldverðarboð í Hvíta húsinu en þrettán ár eru frá því kínverskur leiðtogi fékk síðast slíkt boð. Erlent 18.1.2011 08:07
Stofnar nýjan þingflokk Ehud Barak, innanríkisráðherra Ísraels, hefur sagt sig úr Verkamannaflokknum og stofnað nýjan þingflokk. Barak verður áfram ráðherra, en búast má við því að Verkamannaflokkurinn segi sig úr stjórnarsamstarfi með Benjamin Netanjahú forsætisráðherra. Erlent 18.1.2011 03:30
Stjórnarandstaðan fær að vera með Mohammed Ghannouchi verður forsætisráðherra áfram í nýrri þjóðstjórn í Túnis, sem tók við völdum í gær, aðeins fáeinum dögum eftir að Zine al-Abidine Ben Ali forseta var steypt af stóli. Erlent 18.1.2011 03:15
Fleiri finnast látnir í Brasilíu Á sjöunda hundrað eru látnir eftir flóðin skammt frá Rio de Janiero í Brasilíu í síðustu viku. Yfirvöld segja að minnsta kosti 655 látna og að búist sé við að sú tala eigi eftir að hækka ennfrekar. Erlent 17.1.2011 22:36
Staðgöngumóðir eignast barn fyrir Nicole Kidman Leikkonan Nicole Kidman og eiginmaður hennar, Keith Urban, eignuðust dóttir milli jóla og nýárs með hjálp staðgöngumóður. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hjónin sendu frá sér fyrr í kvöld. Erlent 17.1.2011 21:48
Barak stofnar nýjan flokk Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur látið af embætti formanns Verkamannaflokksins. Hann hyggst stofna nýjan flokk, miðjuflokk, ásamt fjórum öðrum þingmönnum flokksins. Erlent 17.1.2011 17:59
Byssumaðurinn frá Arizona sýnir enga iðrun Byssumaðurinn Jared Loughner, sem skaut bandarísku þingkonuna Gabrielle Giffords í höfuðið á dögunum, er miskunnarlaus morðingi. Þetta segja fangaverðir sem hafa umsjón með Jared þar sem honum er haldið föngnum í Arizona. Erlent 17.1.2011 14:37
Giffords á batavegi Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona á dögunum er á batavegi að sögn lækna. Læknar segja meta ástand hennar nú alvarlegt, en segja hana ekki í lífshættu. Erlent 17.1.2011 11:10
Túnis: Þjóðstjórn sennilega mynduð í dag Mikil spenna er enn í Túnis þar sem landsmenn bíða eftir því að tilkynnt verði um nýja þjóðstjórn. Stríðsástand hefur verið í landinu allt frá því að forsetinn Ben Ali flúði land fyrir helgi. Stuðningsmenn forsetans hafa barist á götum úti við lögreglu og hermenn en forsætisráðherra landsins segir að eftir samningaviðræður um helgina hafi tekist samkomulag um þjóðstjórn allra flokka. Búist er við því að nýja stjórnin verði kynnt formlega í dag. Erlent 17.1.2011 11:04
Berlusconi á föstu og því óhugsandi að hann hafi keypt vændi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segist hafa verið í föstu sambandi allar götur frá því hann skildi við síðustu eiginkonuna og því séu ásakanir um að hann hafi keypt þjónustu vændiskonu fráleitar. Hann er nú til rannsóknar hjá ítölskum saksóknurum fyrir að hafa keypt þjónustu vændiskonu sem að auki var undir lögaldri. Berslusconi hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ásakanirnar bull. hann hafi raunar aldrei borgað fyrir kynlífsþjónustu, enda væri slíkt niðurlægjandi að hans mati. Erlent 17.1.2011 10:49
Glee og Social Network sigruðu á Golden Globe - Gervais fór á kostum Golden Globe hátíðin fór fram í Hollywood í nótt. Á Golden Globe eru bestu kvikmyndir og sjónvarpsþættir ársins verðlaunaðir og eru úrslitin þar oft talin sterk vísbending um hvað koma skal þegar Óskarsverðlaunin verða afhent. Helstu sigurvegarar í þetta skiptið var kvikmyndin The Social Network, sem segir söguna af því þegar samskiptasíðan Facebook varð til, og sjónvarpsþátturinn Glee, sem segir frá söngelskum krökkum í amerískum menntaskóla. Erlent 17.1.2011 08:18
Baby Doc snýr aftur Fyrrverandi einræðisherra Haítí, "Baby Doc" Duvalier, hefur snúið aftur til heimalands síns eftir 25 ár í útlegð. Fréttavefur BBC segir ástæðu heimkomunna ólósa en Jean Claude Duvalier, eða Baby Doc, hann kom frá Frakklandi þar sem hann hefur búið frá því honum var steypt af stóli í byltingu árið 1986. Erlent 17.1.2011 08:14
Vill bæta ímynd flokksins Marine Le Pen var í gær kjörin leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri flokksins. Hún tekur við af föður sínum, Jean-Marie Le Pen sem stofnaði flokkinn árið 1972. Erlent 17.1.2011 04:45
Skref á leiðinni í dýrlingatölu Benedikt páfi XVI. hefur formlega staðfest að forveri hans á páfastóli hafi gert kraftaverk. Staðfestingin er fyrsta skrefið í að koma Jóhannesi Páli páfa II. í dýrlingatölu, að því er BBC segir frá. Erlent 17.1.2011 02:30
Allir taki þátt í uppbyggingu Viðræður um myndun þjóðstjórnar hófust í gærmorgun milli forystumanna helstu stjórnmálaflokka í Túnis. Erlent 17.1.2011 01:00
Reykingar skaða á 30 mínútum Það tekur ekki 30 ár fyrir reykingar að skaða heilsuna, heldur aðeins 30 mínútur. Þetta kemur fram í rannsókn sem háskólinn í Minnesota birti nýverið. Rannsóknin tók til 12 sjúklinga og beindist að því hversu hratt ákveðin krabbameinsvaldandi kolefnissameindir í sígarettum hafa áhrif á líkamann. Erlent 16.1.2011 10:30
Nýr forseti tekinn við í Túnis Nýr forseti sór embættiseið í Túnis í gær eftir að forsetinn Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir og mótmæli í landinu fyrir helgi. Nýi forsetinn, Fúed Mebaza að nafni, var áður forseti þingsins, en hann hefur beðið forsætisráðherra landsins að mynda þjóðstjórn. Erlent 16.1.2011 09:56
Segir föður sinn hafa haft Alzheimer þegar hann var forseti Sonur Ronalds Reagans, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Ron Reagan, gefur í skyn í nýrri bók sem hann er að gefa út, að faðir hans hefði verið kominn með einkenni Alzheimers þegar hann var enn forseti Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2011 06:00