Erlent

Hljóp 365 maraþon á einu ári

Belgíski hlauparinn Stefaan Engels setti í gær nýtt heimsmet þegar hann kom í mark í 365. maraþonhlaupinu sínu á einu ári. Hinn 49 ára gamli Engels, sem oft er kallaður Maraþonmaðurinn, hóf þetta mikla verkefni í Belgíu fyrir einu ári og hefur hlaupið eitt maraþon á dag síðan þá. Alls hefur hann því hlaupið um 15.000 kílómetra í sjö löndum.

Erlent

Verði teknir af lífi

Þúsundir manna mótmæla enn á Frelsistorginu í Kairó í Egyptalandi og hafa margir hverjir tjaldað á torginu. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, þráast enn við að segja af sér en þúsundir manna halda enn áfram að krefjast afsagnar hans. Mótmælendur hafa komið sér haganlega fyrir á Frelsistorginu. Margir hafa tjaldað og fólk deilir með sér drykkjum og mat. Mubarak lét sjá sig á fundi með ráðherrum sínum í ríkissjónvarpinu í dag og lofaði að rannsókn yrði hafi á spillingu í stjórnkerfinu og á ásökunum um kosningasvindl.

Erlent

Sjálfstætt ríki Suður-Súdana verður stofnað

Tæplega 99% Suður-súdönsku þjóðarinnar kýs að aðskilja þjóðina frá Norður-Súdan. Lokatölur í í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fór fram síðustu vikuna í janúar voru birtar í dag. Fyrstu tölur bentu til þess að 99,57% hefðu greitt atkvæði með aðskilnaði.

Erlent

Bankar og pósthús opin í Kaíró

Bankar, pósthús og bensínstöðvar voru opin í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag annan daginn í röð. Þessar stofnanir hafa verið lokaðar meira og minna frá því mótmælin hófust fyrir fjórtán dögum. Mótmælendur halda enn fyrir á Frelsistorginu og hafa margir slegið upp tjöldum og heita því enn að yfirgefa ekki torgið fyrr en Hosni Mubarar forseti er farinn frá völdum. Yfirvöld hafa slakað á útgöngubanni, sem tekið hefur gildi klukkan þrjú á daginn að staðartíma en gildir nú frá klukkan fimm. Það hefur þó takmarkaða þýðingu vegna þess að mótmælendur hafa algerlega hundsað það. Daglegt líf er samt sem áður að verða meira og meira eins og íbúarnir eiga að venjast.

Erlent

Páfagaukar og eðlur frusu í hel í mexíkóskum dýragarði

Þrjátíu og fimm dýr í mexíkóskum dýragarði frusu í hel þegar kuldinn í norðurhluta Mexíkó varð sá mesti í 60 ár. Dýragarðurinn Serengeti Zoo er í Chihuahua-fylki þar sem frosthörkur hafa verið miklar undanfarna daga og varð kaldast þegar frostið náði þrettán gráðum.

Erlent

Hvar eru Alessia og Livia?

Mikil leit stendur nú yfir víða um heim að sex ára gömlum tvíburasystrum. Lögreglan í þremur ríkjum leitar nú að stúlkunum en faðir þeirra rændi þeim af heimili þeirra í Sviss á dögunum. Hann framdi síðan sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lest og enginn veit hvar stúlkurnar eru niðurkomnar. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir stúlkunum, sem heita Alessia og Livia, og þyrlur og leitarhundar hafa verið notaðar til að kemba svæðið í kringum Puglia á Ítalíu, en faðirinn lést þar.

Erlent

Innfæddir tóku yfir lúxushótel á Páskaeyju

Lögeglan á Páskaeyju, sem er undan ströndum Chile í Suður Ameríku, lét í nótt til skarar skríða gegn hópi innfæddra sem höfðu tekið sér bólfestu í lúxushóteli einu á eyjunni og haldið þar til frá því í ágúst á síðasta ári.

Erlent

Aguilera klúðraði þjóðsöngnum á Super Bowl

Söngkonan Christina Aguilera hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni á Super Bowl þar sem hún klúðraði bandaríska þjóðsöngnum. Super Bowl er sá íþróttaviðburður sem hvað flestir Bandaríkjamenn fylgjast með en söngur Christinu þótti tilgerðarlegur á köflum auk þess sem hún gleymdi textanum.

Erlent

Assange tekur til varna í London

Málflutningur hefst í dag í London í máli Julians Assange en sænska ríkið vill fá hann framseldan þangað vegna ásakana um kynferðisbrot. Lögmaður Assange segir að Svíar hafi ekki haft rétt til þess að gefa út handtökuskipun á hendur Assange á sínum tíma vegna þess að engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur honum. Lögmaðurinn mun einnig grípa til varna á grundvelli mannréttinda að því er fram kemur á BBC en Assange óttast að verða framseldur áfram til Bandaríkjanna verði hann á annað borð sendur til Svíþjóðar.

Erlent

Gary Moore er allur

Gítarleikarinn heimsfrægi Gary Moore er látinn, 58 ára að aldri. Moore hóf ferilinn með írsku rokksveitinni Thin Lizzy en öðlaðist síðan heimsfrægð með sólóplötunni Still got the blues árið 1990. Moore fannst látinn á hótelherbergi á Costa del Sol í gær en óljóst er um dánarorsök.

Erlent

Viðræður um umbætur

Kaíró, AP Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, fundaði í gær í fyrsta skipti með forystumönnum stjórnarandstöðunnar og mótmælahreyfingarinnar sem risið hefur upp í landinu.

Erlent

Misnotaði ungan dreng á Íslandi

Fjörutíu og sjö ára gamall Bandaríkjamaður var handtekinn á föstudaginn grunaður um að hafa misnotað fjóra unga drengi. Hluti af brotum mannsins munu hafa átt sér stað á íslandi.

Erlent

Hafa komist að samkomulagi

Stjórnvöld í Egyptalandi hafa náð samkomulagi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar um að koma á fót sérstakri umbótanefnd sem mun meðal annars hafa það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá landsins. Þá hafa stjórnvöld einnig fallist á að sleppa öllum mótmælendum úr fangelsi.

Erlent

Fjölmennasti Super Bowl frá upphafi

Nú styttist óðum í stærsta sjónvarpsviðburð Bandaríkjanna en klukkan hálf tólf í kvöld hefst hinn árlegi Super Bowl leikur. Í ár mætast Pittsburgh Steelers og Green Bay Packers í Cowboys höllinni í Dallas. En undirbúningurinn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Búist er við 110 þúsund manns á völlinn.

Erlent

Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið

Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið.

Erlent

Sprengjuhótun í Moskvu

Þrjár lestarstöðvar voru rýmdar í Moskvu í morgun eftir að lögreglunni barst sprengjuhótun í gegnum síma. Við inngang einnar lestarstöðvarinnar fannst grunsamleg taska en við nánari skoðun reyndist ekki vera sprengja í henni.

Erlent

Skógareldar í Ástralíu

Ein báran er aldeilis ekki stök hjá íbúum borgarinnar Perth í Ástralíu. Skógareldar geisa nú í borginni og fylgja í kjölfar fellibylsins Yasi sem valdið hefur usla síðan á fimmtudag.

Erlent

Mubarak búinn að segja af sér?

Enn hefur aukist á ringulreiðina í Egyptalandi. Egypska ríkissjónvarpið hefur greint frá því að Hosni Mubarak hafi sagt af sér sem leiðtogi Egypska lýðræðisflokksins.

Erlent