Erlent Hosni Mubarak situr áfram sem forseti Hosni Mubarak ætlar ekki að segja af sér sem forseti Egyptalands. Líkt og áður hefur komið fram hyggst hann ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum síðar á árinu. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Mubaraks á níunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma en búist var við að forsetinn myndi tilkynna um afsögn sína. Erlent 10.2.2011 20:52 NATO reisir glæsibyggingar í Brussel „Það var búið að ákveða þetta fyrir mörgum árum, löngu áður en kreppan skall á," sagði Oana Lungescu, talskona Atlantshafsbandalagsins, um nýju höfuðstöðvarnar sem reistar verða í Brussel. Erlent 10.2.2011 20:30 Súdan: Nýtt ríki verður stofnað í júlí Súdan verður formlega skipt í tvö ríki, Norður- og Suður-Súdan, 9. júlí næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Suður-Súdans, um 98,8 prósent, greiddi aðskilnaðinum atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Erlent 10.2.2011 20:00 Talið að Mubarak tilkynni um afsögn Búist er við að Hosni Mubarak tilkynni um afsögn sína sem forseti Egyptalands í sjónvarpsávarpi klukkan 20 að íslenskum tíma. Erlent 10.2.2011 19:08 Mubarak segir hugsanlega af sér í kvöld Erlendir fjölmiðlar segja mögulegt að Hosni Mubarak, forseti Egyptlands, muni segja af sér í dag. Þetta kom fram í máli Hossan Badrawi, framkvæmdastjóri NPD flokksins í ríkissjónvarpi Egyptalands. Erlent 10.2.2011 15:48 Sex fórust í flugslysi Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði nálægt Cork á Írlandi í dag. Vélin var að koma frá Belfast þegar hún lenti í mikilli þoku. Flugmaðurinn gerði tvær tilraunir til að koma inn til lendingar en hætti við sökum þokunnar. Erlent 10.2.2011 13:50 Segir ásakanir viðbjóðslegar „Þetta er skammarlegt og viðbjóðslegt,“ sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, um málatilbúnað saksóknara gegn sér. Erlent 10.2.2011 11:00 Sáust síðast á ferju til Korsíku Leitin að sex ára tvíburasystrum frá Sviss barst í gær til Korsíku og sunnanverðrar Ítalíu, eftir að staðfesting fékkst á því að þær hefðu verið um borð í ferju til Korsíku fjórum dögum áður en faðir þeirra svipti sig lífi á Ítalíu. Erlent 10.2.2011 10:00 Gabrielle Giffords farin að tala - bað um ristað brauð Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords, sem skotin var í gegnum höfuðið fyrir einum mánuði í Arizona, er byrjuð að tala á ný.Fjölskylda hennar segir að um daginn hafi hún beðið um ristað brauð. Giffords virðist því vera að ná ótrúlegum bata á skömmum tíma en hún var skotin af stuttu færi í árás þar sem sex létust og 13 slösuðust. Erlent 10.2.2011 10:00 Drengur í skólabúningi sprengdi sig í loft upp Tuttugu og sjö létust og margir slösuðuðust þegar ungur sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í Pakistan í morgun. Vitni segja að drengurinn hafi verið klæddur í skólabúning þegar hann gekk upp að herstöð í bænum Mardan og sprengdi sig. Erlent 10.2.2011 08:53 Kokkur Al Kaída að losna frá Guantanamo Bandaríski herinn hefur stytt fangelsisdóm yfir Súdananum Ibrahim al-Qosi um tvö ár, en hann hefur verið í haldi frá árinu 2001 lengst af í Guantanamo búðunum á Kúbu. Al-Qosi var á sínum tíma dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn en hann var kokkur í þjálfunarbúðum Al Kaída í Afganistan. Nú fær hann að snúa aftur til síns heima í Súdan og foreldrar hans segja að hann muni koma til með að taka við fjölskyldufyrirtækinu, sem er lítil matvörubúð. Erlent 10.2.2011 08:40 Mínus hjá þeim sem standa utan ESB Methalli var á viðskiptum Breta við helstu viðskiptalönd sín í desember og nam við áramót 9,25 milljörðum punda. Þetta er tæplega átta hundruð milljóna punda verri afkoma en í nóvember, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar sem birtar voru í gær. Erlent 10.2.2011 07:00 Kveiktu í trjám og lokuðu vegi Nærri tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælunum á Tahrir-torgi í Kaíró í gær, á sextánda degi mótmælanna gegn Hosni Mubarak forseta og stjórn hans, þrátt fyrir hótanir Ómars Suleimans varaforseta um að mótmælin verði ekki liðin miklu lengur. Erlent 10.2.2011 03:00 Óræðir karlar heilla frekar Konur laðast frekar að körlum sem ekki láta í ljós tilfinningar sínar til þeirra, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Psychological Science vísindaritinu. Erlent 9.2.2011 23:30 Íbúar í Köben fá glæsilega skíðabrekku Ef allt gengur að óskum ættu íbúar Kaupmannahafnar að geta rennt sér á skíðum í borginni árið 2016. Meðfylgjandi myndir sýna verðlaunatillögu frá BIG arkitektastofunni að nýrri sorpbrennslustöð á Amager. Erlent 9.2.2011 23:00 Flugvél hrapaði í íbúðarhverfi Ástralskt par slapp ómeitt ásamt hundinum sínum þegar flugvél þeirra hrapaði í miðri íbúabyggð í Sidney í dag. Vélin bilaði og reyndi flugmaðurinn að nauðlenda henni á götunni. Vélin rakst á rafmagnslínur þegar hún kom inn til lendingar og við það rifnuðu vængirnir af og vélin snérist á hvolf. Óhappið varð til þess að rafmagn fór af sjö þúsund heimilum, fyrirtækjum í nágreninu og af umferðarljósum á stóru svæði. Erlent 9.2.2011 22:30 David Beckham hjálpaði tveggja barna föður Tveggja barna föður brá heldur betur í brún þegar að maðurinn sem hjálpaði honum, eftir að bíllinn hans bilaði, var enginn annar en David Beckham. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir maðurinn. Erlent 9.2.2011 22:02 Kínverjar elska fílabein - stofninn í hættu Aukin velmegun Kínverja gæti verið að ógna framtíð fílsins hér á jörðu. Kínverjar eru margir hverjir sólgnir í fílabein og í nýrri heimildamynd Sky fréttastofunnar er hulunni svipt af því hvernig veiðiþjófar í Afríku hafa stóraukið fílaveiðar á síðustu árum. Erlent 9.2.2011 21:30 Heyrði í systrunum gráta í klefa um borð í ferju Tvíburasysturnar Alessia og Livia eru enn ófundnar en þeirra hefur verið leitað í Evrópu í ellefu daga án árangurs. Síðast sást til þeirra í ferju á leið til eyjarinnar Korsíku en þá voru þær með föður sínum í för. Erlent 9.2.2011 21:00 Elsti bjór heims bruggaður á ný Vísindamenn hafa fengið í hendurnar elsta bjórsýni sem fundist hefur. Til stendur að greina það, endurgera uppskriftina og brugga hann á ný. Erlent 9.2.2011 20:00 Fór í lýtaaðgerð á rassi og lést í kjölfarið Bresk kona lést í Bandaríkjunum á dögunum en þangað hafði hún farið til þess að gangast undir fegrunaraðgerð á rassi sínum. Skömmu eftir aðgerðina var hin tvítuga kona flutt á sjúkrahús með verk fyrir brjósti en einnig átti hún erfitt með andardrátt. Hún lést skömmu síðar. Erlent 9.2.2011 20:00 Fannst getnaðarlimurinn góður felustaður fyrir kókaínið Lögreglumenn fylltust grunsemdum þegar þeir fundu lítinn poka með kókaíni í teygju á boxer-nærbuxum karlmanns sem þeir stöðvuðu fyrir umferðarlagabrot. Antoine Banks var þó með meira af fíkniefnum á sér eins og lögreglumennirnir komust að þegar þeir gerðu líkamsleit á honum í framhaldinu. Þrátt fyrir að vera ýmsu vanir kom þeim það mjög á óvart þegar þeir fundu annan poka af kókaíni á heldur óvenjulegum stað - undir forhúð Antoine. Auk þess að vera ákærður fyrir vörslu fíkniefna má hann búast við ákæru fyrir sölu og smygl á eiturlyfjum. Erlent 9.2.2011 13:50 Rollingar rífast Svo virðist sem hin geðgóði og ódrepandi rokkhundur, Mick Jagger sé farinn í fýlu úti nánasta samstarfsmann sinn til nær fimmtíu ára, Keith Richards. Hefur þetta sett fyrirhugaða tónleikaferð hljómsveitarinnar Rolling Sones í uppnám. Erlent 9.2.2011 13:09 Fæddi barn ofan í klósett og skildi það eftir til að deyja Nýfæddur drengur á líf sitt að þakka snörpum handtökum ræstitækna á íþróttaleikvangi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Móðir drengsins fæddi hann á salerni íþróttaleikvangsins og skild hann eftir í klósettskálinni þar sem hann var við það að drukkna þegar ræstitæknana bar að. Erlent 9.2.2011 12:15 Bandaríkjamenn þrýsta á Egypta um að aflétta neyðarlögum Bandaríkjamenn krefjast þess að Egyptar aflétti þegar í stað neyðarlögum sem sett voru í landinu fyrir þremur áratugum síðan. Joe Biden varaforseti ræddi í gær við kollega sinn Omar Suleiman og tilkynnti honum þetta. Biden hvatti einnig til þess að lögreglan hætti þegar í stað að berja á mótmælendum og blaðamönnum í landinu. Erlent 9.2.2011 11:45 Segist bera ábyrgð á árás Doku Umarov, einn téténsku stríðsherranna sem enn berjast fyrir aðskilnaði Téténíu frá Rússlandi, segist bera ábyrgð á sprengjuárásinni á Domodedovo-flugvelli nálægt Moskvu í síðasta mánuði. Erlent 9.2.2011 11:00 Taylor ekki við lokasprettinn Réttarhöldunum yfir Charles Taylor, fyrrverandi einræðisherra Líberíu, ætlar að ljúka með sama hætti og þau hófust, nefnilega með því að sakborningurinn mætir ekki í réttarsalinn og segir réttarhöldin ósanngjörn og runnin undan pólitískum hvötum. Erlent 9.2.2011 11:00 Króatar fá aðildardagsetningu í apríl Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segir að í apríl fái Króatar væntanlega að vita hvenær þeir geta gengið í Evrópusambandið. Erlent 9.2.2011 11:00 Ástkona Picassos milljarða virði Verk eftir spænska stórmálarann Pablo Picasso seldist á uppboði hjá Sothebys í London í gær á 25 milljónir punda, eða rúma 4,5 milljarða íslenskra króna. Erlent 9.2.2011 09:00 Óttast að Alessia og Livia séu látnar Fjölskylda systrana tveggja frá Sviss sem saknað hefur verið frá því faðir þeirra nam þær á brott á dögunum óttast hið versta í málinu. Erlent 9.2.2011 08:58 « ‹ ›
Hosni Mubarak situr áfram sem forseti Hosni Mubarak ætlar ekki að segja af sér sem forseti Egyptalands. Líkt og áður hefur komið fram hyggst hann ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum síðar á árinu. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Mubaraks á níunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma en búist var við að forsetinn myndi tilkynna um afsögn sína. Erlent 10.2.2011 20:52
NATO reisir glæsibyggingar í Brussel „Það var búið að ákveða þetta fyrir mörgum árum, löngu áður en kreppan skall á," sagði Oana Lungescu, talskona Atlantshafsbandalagsins, um nýju höfuðstöðvarnar sem reistar verða í Brussel. Erlent 10.2.2011 20:30
Súdan: Nýtt ríki verður stofnað í júlí Súdan verður formlega skipt í tvö ríki, Norður- og Suður-Súdan, 9. júlí næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Suður-Súdans, um 98,8 prósent, greiddi aðskilnaðinum atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Erlent 10.2.2011 20:00
Talið að Mubarak tilkynni um afsögn Búist er við að Hosni Mubarak tilkynni um afsögn sína sem forseti Egyptalands í sjónvarpsávarpi klukkan 20 að íslenskum tíma. Erlent 10.2.2011 19:08
Mubarak segir hugsanlega af sér í kvöld Erlendir fjölmiðlar segja mögulegt að Hosni Mubarak, forseti Egyptlands, muni segja af sér í dag. Þetta kom fram í máli Hossan Badrawi, framkvæmdastjóri NPD flokksins í ríkissjónvarpi Egyptalands. Erlent 10.2.2011 15:48
Sex fórust í flugslysi Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði nálægt Cork á Írlandi í dag. Vélin var að koma frá Belfast þegar hún lenti í mikilli þoku. Flugmaðurinn gerði tvær tilraunir til að koma inn til lendingar en hætti við sökum þokunnar. Erlent 10.2.2011 13:50
Segir ásakanir viðbjóðslegar „Þetta er skammarlegt og viðbjóðslegt,“ sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, um málatilbúnað saksóknara gegn sér. Erlent 10.2.2011 11:00
Sáust síðast á ferju til Korsíku Leitin að sex ára tvíburasystrum frá Sviss barst í gær til Korsíku og sunnanverðrar Ítalíu, eftir að staðfesting fékkst á því að þær hefðu verið um borð í ferju til Korsíku fjórum dögum áður en faðir þeirra svipti sig lífi á Ítalíu. Erlent 10.2.2011 10:00
Gabrielle Giffords farin að tala - bað um ristað brauð Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords, sem skotin var í gegnum höfuðið fyrir einum mánuði í Arizona, er byrjuð að tala á ný.Fjölskylda hennar segir að um daginn hafi hún beðið um ristað brauð. Giffords virðist því vera að ná ótrúlegum bata á skömmum tíma en hún var skotin af stuttu færi í árás þar sem sex létust og 13 slösuðust. Erlent 10.2.2011 10:00
Drengur í skólabúningi sprengdi sig í loft upp Tuttugu og sjö létust og margir slösuðuðust þegar ungur sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í Pakistan í morgun. Vitni segja að drengurinn hafi verið klæddur í skólabúning þegar hann gekk upp að herstöð í bænum Mardan og sprengdi sig. Erlent 10.2.2011 08:53
Kokkur Al Kaída að losna frá Guantanamo Bandaríski herinn hefur stytt fangelsisdóm yfir Súdananum Ibrahim al-Qosi um tvö ár, en hann hefur verið í haldi frá árinu 2001 lengst af í Guantanamo búðunum á Kúbu. Al-Qosi var á sínum tíma dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn en hann var kokkur í þjálfunarbúðum Al Kaída í Afganistan. Nú fær hann að snúa aftur til síns heima í Súdan og foreldrar hans segja að hann muni koma til með að taka við fjölskyldufyrirtækinu, sem er lítil matvörubúð. Erlent 10.2.2011 08:40
Mínus hjá þeim sem standa utan ESB Methalli var á viðskiptum Breta við helstu viðskiptalönd sín í desember og nam við áramót 9,25 milljörðum punda. Þetta er tæplega átta hundruð milljóna punda verri afkoma en í nóvember, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar sem birtar voru í gær. Erlent 10.2.2011 07:00
Kveiktu í trjám og lokuðu vegi Nærri tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælunum á Tahrir-torgi í Kaíró í gær, á sextánda degi mótmælanna gegn Hosni Mubarak forseta og stjórn hans, þrátt fyrir hótanir Ómars Suleimans varaforseta um að mótmælin verði ekki liðin miklu lengur. Erlent 10.2.2011 03:00
Óræðir karlar heilla frekar Konur laðast frekar að körlum sem ekki láta í ljós tilfinningar sínar til þeirra, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Psychological Science vísindaritinu. Erlent 9.2.2011 23:30
Íbúar í Köben fá glæsilega skíðabrekku Ef allt gengur að óskum ættu íbúar Kaupmannahafnar að geta rennt sér á skíðum í borginni árið 2016. Meðfylgjandi myndir sýna verðlaunatillögu frá BIG arkitektastofunni að nýrri sorpbrennslustöð á Amager. Erlent 9.2.2011 23:00
Flugvél hrapaði í íbúðarhverfi Ástralskt par slapp ómeitt ásamt hundinum sínum þegar flugvél þeirra hrapaði í miðri íbúabyggð í Sidney í dag. Vélin bilaði og reyndi flugmaðurinn að nauðlenda henni á götunni. Vélin rakst á rafmagnslínur þegar hún kom inn til lendingar og við það rifnuðu vængirnir af og vélin snérist á hvolf. Óhappið varð til þess að rafmagn fór af sjö þúsund heimilum, fyrirtækjum í nágreninu og af umferðarljósum á stóru svæði. Erlent 9.2.2011 22:30
David Beckham hjálpaði tveggja barna föður Tveggja barna föður brá heldur betur í brún þegar að maðurinn sem hjálpaði honum, eftir að bíllinn hans bilaði, var enginn annar en David Beckham. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir maðurinn. Erlent 9.2.2011 22:02
Kínverjar elska fílabein - stofninn í hættu Aukin velmegun Kínverja gæti verið að ógna framtíð fílsins hér á jörðu. Kínverjar eru margir hverjir sólgnir í fílabein og í nýrri heimildamynd Sky fréttastofunnar er hulunni svipt af því hvernig veiðiþjófar í Afríku hafa stóraukið fílaveiðar á síðustu árum. Erlent 9.2.2011 21:30
Heyrði í systrunum gráta í klefa um borð í ferju Tvíburasysturnar Alessia og Livia eru enn ófundnar en þeirra hefur verið leitað í Evrópu í ellefu daga án árangurs. Síðast sást til þeirra í ferju á leið til eyjarinnar Korsíku en þá voru þær með föður sínum í för. Erlent 9.2.2011 21:00
Elsti bjór heims bruggaður á ný Vísindamenn hafa fengið í hendurnar elsta bjórsýni sem fundist hefur. Til stendur að greina það, endurgera uppskriftina og brugga hann á ný. Erlent 9.2.2011 20:00
Fór í lýtaaðgerð á rassi og lést í kjölfarið Bresk kona lést í Bandaríkjunum á dögunum en þangað hafði hún farið til þess að gangast undir fegrunaraðgerð á rassi sínum. Skömmu eftir aðgerðina var hin tvítuga kona flutt á sjúkrahús með verk fyrir brjósti en einnig átti hún erfitt með andardrátt. Hún lést skömmu síðar. Erlent 9.2.2011 20:00
Fannst getnaðarlimurinn góður felustaður fyrir kókaínið Lögreglumenn fylltust grunsemdum þegar þeir fundu lítinn poka með kókaíni í teygju á boxer-nærbuxum karlmanns sem þeir stöðvuðu fyrir umferðarlagabrot. Antoine Banks var þó með meira af fíkniefnum á sér eins og lögreglumennirnir komust að þegar þeir gerðu líkamsleit á honum í framhaldinu. Þrátt fyrir að vera ýmsu vanir kom þeim það mjög á óvart þegar þeir fundu annan poka af kókaíni á heldur óvenjulegum stað - undir forhúð Antoine. Auk þess að vera ákærður fyrir vörslu fíkniefna má hann búast við ákæru fyrir sölu og smygl á eiturlyfjum. Erlent 9.2.2011 13:50
Rollingar rífast Svo virðist sem hin geðgóði og ódrepandi rokkhundur, Mick Jagger sé farinn í fýlu úti nánasta samstarfsmann sinn til nær fimmtíu ára, Keith Richards. Hefur þetta sett fyrirhugaða tónleikaferð hljómsveitarinnar Rolling Sones í uppnám. Erlent 9.2.2011 13:09
Fæddi barn ofan í klósett og skildi það eftir til að deyja Nýfæddur drengur á líf sitt að þakka snörpum handtökum ræstitækna á íþróttaleikvangi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Móðir drengsins fæddi hann á salerni íþróttaleikvangsins og skild hann eftir í klósettskálinni þar sem hann var við það að drukkna þegar ræstitæknana bar að. Erlent 9.2.2011 12:15
Bandaríkjamenn þrýsta á Egypta um að aflétta neyðarlögum Bandaríkjamenn krefjast þess að Egyptar aflétti þegar í stað neyðarlögum sem sett voru í landinu fyrir þremur áratugum síðan. Joe Biden varaforseti ræddi í gær við kollega sinn Omar Suleiman og tilkynnti honum þetta. Biden hvatti einnig til þess að lögreglan hætti þegar í stað að berja á mótmælendum og blaðamönnum í landinu. Erlent 9.2.2011 11:45
Segist bera ábyrgð á árás Doku Umarov, einn téténsku stríðsherranna sem enn berjast fyrir aðskilnaði Téténíu frá Rússlandi, segist bera ábyrgð á sprengjuárásinni á Domodedovo-flugvelli nálægt Moskvu í síðasta mánuði. Erlent 9.2.2011 11:00
Taylor ekki við lokasprettinn Réttarhöldunum yfir Charles Taylor, fyrrverandi einræðisherra Líberíu, ætlar að ljúka með sama hætti og þau hófust, nefnilega með því að sakborningurinn mætir ekki í réttarsalinn og segir réttarhöldin ósanngjörn og runnin undan pólitískum hvötum. Erlent 9.2.2011 11:00
Króatar fá aðildardagsetningu í apríl Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segir að í apríl fái Króatar væntanlega að vita hvenær þeir geta gengið í Evrópusambandið. Erlent 9.2.2011 11:00
Ástkona Picassos milljarða virði Verk eftir spænska stórmálarann Pablo Picasso seldist á uppboði hjá Sothebys í London í gær á 25 milljónir punda, eða rúma 4,5 milljarða íslenskra króna. Erlent 9.2.2011 09:00
Óttast að Alessia og Livia séu látnar Fjölskylda systrana tveggja frá Sviss sem saknað hefur verið frá því faðir þeirra nam þær á brott á dögunum óttast hið versta í málinu. Erlent 9.2.2011 08:58