Erlent Hugsanlegt líf undir yfirborði Mars Niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, gefa til að kynna að líf hafi líklega aldrei verið á yfirborði Mars. Aftur á móti eru talsverðar líkur á að líf hafi þrifist undir yfirborði plánetunnar. Erlent 4.11.2011 20:27 Kínverjar vara við aðgerðum gegn Íran Hong Lei, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir hugsanlegar árásir á Íran. Hann sagði einnig að Íran verði að virða áherslur og reglur Alþjóðakjarnorkumálastofnunnar. Erlent 4.11.2011 19:57 Tugir fastir í kolanámu í Kína Tugir kínverskra námamanna eru fastir í kolanámu í Henan héraði þegar námugöngin féllu saman. Fjórir létust hið minnsta en um fimmtíu er saknað. Slysið átti sér stað seint í gærkvöldi. Mörg hundruð námamenn látast á hverju ári í Kína og eru námastörft þar í landi talin ein hættulegasta atvinnugrein í heimi. Fyrr í vikunni létust 29 verkamenn í gas sprengingu. Erlent 4.11.2011 14:52 Tvö þúsund ferðalangar fastir við Everest Um tvö þúsund ferðalangar eru fastir við fjallsrætur Mount Everest vegna óveðurs sem hefur stöðvað flugsamgöngur við flugvöllinn í bænum Lukla í Nepal. Á meðal þeirra sem eru fastir eru ferðamenn og leiðsögumenn en þeir hafa verið veðurteptir á svæðinu í fimm daga. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins segir að matarbirgðir á hótelum á svæðinu séu að klárast og þá hafa sum hótelin þurft að grípa til þess að nota matsali sem svefnhótel. Samkvæmt veðurspám er ekki búist við því að óveðrið gangi niður á næstu dögum. Erlent 4.11.2011 14:07 Þjóðverjar loksins tilbúnir fyrir "nasistaþáttinn“ í Star Trek Star Trek þættirnir hafa notið mikilla vinsælda í Þýskalandi eins og víðast hvar annars staðar í heiminum í gegnum árin. Einn þáttur í upprunalegu seríunni var þó aldrei sýndur þar í landi en á því verður breyting í kvöld. Erlent 4.11.2011 13:06 Jarðskjálftar kosta flest mannslíf af náttúruhamförum Jarðskjálftar eru þær náttúruhamfarir sem kosta flest mannslíf. Þannig fórust um 780 þúsund manns í jarðskjálftum á síðustu tíu árum eða um 60% allra þeirra sem fórust í náttúruhamförum á þessum tímabili. Þetta kemur fram í nýrri úttekt í breska læknatímaritinu Lancet. Erlent 4.11.2011 07:47 Geimfarar sem líktu eftir ferð til Mars lausir eftir hálft annað ár Söguleg stund verður í Moskvu í dag þegar stálhylki með sex geimförum innanborðs verða opnuð einu og hálfu ári eftir að geimfararnir voru læstir inn í þeim. Erlent 4.11.2011 07:42 Óljóst hvort Papandreou standi af sér vantraust á gríska þinginu Sólarhringslöngum pólitískum hrossakaupum og uppákomum á gríska þinginu lauk í nótt með því að leiðtogi stjórnarandstöðunnar krafðist þess að George Papandreou forsætisráðherra landsins segði af sér. Erlent 4.11.2011 07:40 Finninn Kimmo Sasi næsti forseti Norðurlandaráðs Norðurlandaráð hefur kosið Finnann Kimmo Sasi forseta ráðsins 2012. Finnar munu fara með formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári. Hann tekur við stöðunni af Dananum Bertel Haarder. Erlent 4.11.2011 07:38 Hefur haft margvísleg áhrif „Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim,“ segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 4.11.2011 05:00 Styttist í dómsuppkvaðningu í máli Murrays Nú styttist í að réttarhöldunum yfir Conrad Murray ljúki. Murray var læknir poppstjörnunnar Michael Jackson og var viðstaddur þegar hann lést. Erlent 3.11.2011 23:45 Málin flækjast hjá meintri barnsmóður Biebers Yfirvöld í Los Angeles í Bandaríkjunum ætla hugsanlega að rannsaka meint ástarævintýri stórstjörnunnar Justin Bieber og Mariah Yeater, 19 ára stúlku frá San Diego. Erlent 3.11.2011 23:08 Kúbverjar fá loks að fjárfesta Þann 10. nóvember næstkomandi verður Kúbverjum loks leyft að standa í fasteignabraski. Bann hefur verið á öllum viðskiptum með fasteignar í hálfa öld á Kúbu en með umbótunum verður eyjaskeggjum gert kleyft að selja fasteignir og ánafna þeim til ættingja. Einnig munu Kúbverjar ekki glata eignarhaldi á fasteignum sínum fari þeir úr landi. Erlent 3.11.2011 22:40 Dómari í Texas hýðir fatlaða dóttur Myndband sem sýnir dómara frá Texas hýða dóttur sína hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Dóttir mannsins kom myndbandsupptökuvél fyrir í herbergi sínu og setti myndbandið á vefsíðuna YouTube. Erlent 3.11.2011 22:07 Ísjaki á stærð við Berlín að myndast Risavaxinn ísjaki er nú að myndast á vesturhluta Suðurskautslandsins. Vísindamenn fylgjast grannt með en sérfræðingar á Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, telja að endanleg stærð ísjakans verði um 880 ferkílómetrar. Erlent 3.11.2011 21:00 Vísindamenn hægja á öldrun músa Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur tekist að hægja á öldrun músa. Með því að eyða óvirkum frumum gátu vísindamennirnir komið í veg fyrir hrukkumyndum, hrörnun vöðva og starblindu í músunum. Erlent 3.11.2011 20:04 Ný Bond mynd á næsta ári Leikarinn Daniel Craig tilkynnti í dag að 23. kvikmyndin um spjærann James Bond muni heita Skyfall. Tökur á myndinni hefjast í vikunni og verður hún frumsýnd þann 23. október á næsta ári. Erlent 3.11.2011 19:40 Táragasi beitt á bandaríska mótmælendur Lögregla í Bandaríkjunum beitti táragasi gagnvart mótmælendum í Oakland fyrr í dag. Mótmælendurnir kenna sig við Occupy Wall Street hreyfinguna. Eftir friðsamleg mótmæli gærdagsins bárust lögreglu upplýsingar um að mótmælendur hefðu brotist inn í byggingu og kveikt elda seint í gærkvöld. Þá höfðu einhverjir lamað starfsemi hafnarinnar í Oakland. Lögreglan mætti á staðinn til að reyna að dreifa mótmælendum. Að sögn yfirvalda tóku þá mótmælendur að kasta steinum og skjóta flugeldum að lögreglumönnum og þar með þvinga þá til að beita táragasi. Erlent 3.11.2011 14:45 Með andlit á eista Læknar sem meðhöndluðu mann sem fann fyrir verkjum í eista urðu furðu lostnir þegar þeir skoðuðu röntgenmyndir af eistanu. Við þeim blasti mynd af andliti. Röntgenmyndin birtist í grein í vísindaritinu Urology og barst þaðan til allra helstu dagblaða og vefrita í heimi, enda þykir myndin einstök. Erlent 3.11.2011 13:30 Umhverfishættur ógna lífskjaraþróun „Sjálfbærni er ekki eingöngu og ekki einu sinni aðallega umhverfismál,“ sagði Helen Clark, yfirmaður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, þegar hún kynnti nýjustu þróunarskýrslu stofnunarinnar í Kaupmannahöfn í gær. Erlent 3.11.2011 13:30 Telur aðild Palestínu að UNESCO ekki til góðs „Aðild Palestínu að stofnunum Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) er engum til góðs," sagði Ban Ki-moon, aðalritari SÞ, í viðtali í gær. Hann benti á að afleiðingar þess að fjármagn stofnananna minnki í kjölfar umsókna Palestínu muni bitna á milljónum manna. Sem kunnugt er fékk Palestína inngöngu í UNESCO fyrr í vikunni. Í kjölfarið hættu Bandaríkin og Kanada að styðja stofnunina. Þar með missti stofnunin um einn fjórða hluta fjármagns síns. Erlent 3.11.2011 13:04 Papandreou að segja af sér? Búist er við því að forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, segi af sér á næsta hálftímanum samkvæmt upplýsingum fréttamiðilsins BBC. Papandreou mun hitta gríska forsetann í dag strax eftir að neyðarfundi í ríkisstjórninni sem hann situr þessa stundina lýkur. Gera menn ráð fyrir því að þar muni hann bjóðast til að láta af völdum og leggja til að mynduð verði samsteypustjórn með Lucas Papademos, fyrrverandi varaforseta seðlabanka Evrópu, í forsvari. Erlent 3.11.2011 12:43 Málaferli vegna dauðrar rottu Þegar danska matvælaeftirlitið fékk tilkynningu frá fyrirtækinu Flex Pack, sem selur Nupo megrunarduftið, í apríl síðastliðnum um að fundist hefði dauð rotta í gámi með heslihnetum frá Tyrklandi ákvað eftirlitið að farminum, 24 tonnum, yrði eytt. Litið var svo á að hneturnar væru mengaðar af úrgangi frá rottum og þess vegna gætu þær verið heilsuspillandi. Þær væru ekki hæfar til neyslu. Erlent 3.11.2011 11:00 Ferja með 1.200 manns í ljósum logum á Rauða hafinu Ferja með yfir 1.200 manns innanborðs stendur nú í ljósum logum á Rauða hafinu. Ferjan var að sigla með egypska farandverkamenn frá höfninni í Aqaba í Jórdanínu og yfir til Egyptalands. Erlent 3.11.2011 10:11 Múhameðsgrín vekur viðbrögð Tveimur eldsprengjum var varpað inn á skrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í fyrrinótt. Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, fordæmdi árásina. Erlent 3.11.2011 09:00 Sölumaður dauðans á leið í lífstíðarfangelsi Bandarískur dómstóll hefur fundið fyrrum rússneska liðsforingjann Viktor Bout sekann um að hafa ætlað að selja Farc skæruliðunum í Kólombíu þungavopn. Erlent 3.11.2011 08:00 Afbrigðilegt veðurfar hrjáir jarðarbúa næstu árin Í nýrri skýrslu frá IPCC loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna mun afbrigðilegt veðurfar halda áfram að hrjá jarðarbúa næstu árin. Erlent 3.11.2011 07:58 Lindsay Lohan aftur á leið í fangelsi Leikkonan Lindsay Lohan er aftur á leið í fangelsi og þarf að afplána 30 daga vegna brota á skilorði frá fyrri dómi. Henni er gert að mæta í afplánunina fyrir 9. nóvember næst komandi. Erlent 3.11.2011 07:54 Nær 15% Bandaríkjamanna þurfa á matarmiðum að halda Nær 15% Bandaríkjamanna reiða sig nú á matarmiða frá hinum opinbera til að eiga til hnífs og skeiðar. Erlent 3.11.2011 07:42 G-20 fundurinn hefst í dag í skugga Grikklands Fundur leiðtoga G-20 ríkjanna hefst í Cannes í Frakklandi í dag. Eins og á neyðarfundi leiðtoga Evrópusambandsins í sömu borg í gærdag verður Grikkland í brennidepli á G-20 fundinum. Erlent 3.11.2011 07:37 « ‹ ›
Hugsanlegt líf undir yfirborði Mars Niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, gefa til að kynna að líf hafi líklega aldrei verið á yfirborði Mars. Aftur á móti eru talsverðar líkur á að líf hafi þrifist undir yfirborði plánetunnar. Erlent 4.11.2011 20:27
Kínverjar vara við aðgerðum gegn Íran Hong Lei, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir hugsanlegar árásir á Íran. Hann sagði einnig að Íran verði að virða áherslur og reglur Alþjóðakjarnorkumálastofnunnar. Erlent 4.11.2011 19:57
Tugir fastir í kolanámu í Kína Tugir kínverskra námamanna eru fastir í kolanámu í Henan héraði þegar námugöngin féllu saman. Fjórir létust hið minnsta en um fimmtíu er saknað. Slysið átti sér stað seint í gærkvöldi. Mörg hundruð námamenn látast á hverju ári í Kína og eru námastörft þar í landi talin ein hættulegasta atvinnugrein í heimi. Fyrr í vikunni létust 29 verkamenn í gas sprengingu. Erlent 4.11.2011 14:52
Tvö þúsund ferðalangar fastir við Everest Um tvö þúsund ferðalangar eru fastir við fjallsrætur Mount Everest vegna óveðurs sem hefur stöðvað flugsamgöngur við flugvöllinn í bænum Lukla í Nepal. Á meðal þeirra sem eru fastir eru ferðamenn og leiðsögumenn en þeir hafa verið veðurteptir á svæðinu í fimm daga. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins segir að matarbirgðir á hótelum á svæðinu séu að klárast og þá hafa sum hótelin þurft að grípa til þess að nota matsali sem svefnhótel. Samkvæmt veðurspám er ekki búist við því að óveðrið gangi niður á næstu dögum. Erlent 4.11.2011 14:07
Þjóðverjar loksins tilbúnir fyrir "nasistaþáttinn“ í Star Trek Star Trek þættirnir hafa notið mikilla vinsælda í Þýskalandi eins og víðast hvar annars staðar í heiminum í gegnum árin. Einn þáttur í upprunalegu seríunni var þó aldrei sýndur þar í landi en á því verður breyting í kvöld. Erlent 4.11.2011 13:06
Jarðskjálftar kosta flest mannslíf af náttúruhamförum Jarðskjálftar eru þær náttúruhamfarir sem kosta flest mannslíf. Þannig fórust um 780 þúsund manns í jarðskjálftum á síðustu tíu árum eða um 60% allra þeirra sem fórust í náttúruhamförum á þessum tímabili. Þetta kemur fram í nýrri úttekt í breska læknatímaritinu Lancet. Erlent 4.11.2011 07:47
Geimfarar sem líktu eftir ferð til Mars lausir eftir hálft annað ár Söguleg stund verður í Moskvu í dag þegar stálhylki með sex geimförum innanborðs verða opnuð einu og hálfu ári eftir að geimfararnir voru læstir inn í þeim. Erlent 4.11.2011 07:42
Óljóst hvort Papandreou standi af sér vantraust á gríska þinginu Sólarhringslöngum pólitískum hrossakaupum og uppákomum á gríska þinginu lauk í nótt með því að leiðtogi stjórnarandstöðunnar krafðist þess að George Papandreou forsætisráðherra landsins segði af sér. Erlent 4.11.2011 07:40
Finninn Kimmo Sasi næsti forseti Norðurlandaráðs Norðurlandaráð hefur kosið Finnann Kimmo Sasi forseta ráðsins 2012. Finnar munu fara með formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári. Hann tekur við stöðunni af Dananum Bertel Haarder. Erlent 4.11.2011 07:38
Hefur haft margvísleg áhrif „Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim,“ segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 4.11.2011 05:00
Styttist í dómsuppkvaðningu í máli Murrays Nú styttist í að réttarhöldunum yfir Conrad Murray ljúki. Murray var læknir poppstjörnunnar Michael Jackson og var viðstaddur þegar hann lést. Erlent 3.11.2011 23:45
Málin flækjast hjá meintri barnsmóður Biebers Yfirvöld í Los Angeles í Bandaríkjunum ætla hugsanlega að rannsaka meint ástarævintýri stórstjörnunnar Justin Bieber og Mariah Yeater, 19 ára stúlku frá San Diego. Erlent 3.11.2011 23:08
Kúbverjar fá loks að fjárfesta Þann 10. nóvember næstkomandi verður Kúbverjum loks leyft að standa í fasteignabraski. Bann hefur verið á öllum viðskiptum með fasteignar í hálfa öld á Kúbu en með umbótunum verður eyjaskeggjum gert kleyft að selja fasteignir og ánafna þeim til ættingja. Einnig munu Kúbverjar ekki glata eignarhaldi á fasteignum sínum fari þeir úr landi. Erlent 3.11.2011 22:40
Dómari í Texas hýðir fatlaða dóttur Myndband sem sýnir dómara frá Texas hýða dóttur sína hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Dóttir mannsins kom myndbandsupptökuvél fyrir í herbergi sínu og setti myndbandið á vefsíðuna YouTube. Erlent 3.11.2011 22:07
Ísjaki á stærð við Berlín að myndast Risavaxinn ísjaki er nú að myndast á vesturhluta Suðurskautslandsins. Vísindamenn fylgjast grannt með en sérfræðingar á Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, telja að endanleg stærð ísjakans verði um 880 ferkílómetrar. Erlent 3.11.2011 21:00
Vísindamenn hægja á öldrun músa Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur tekist að hægja á öldrun músa. Með því að eyða óvirkum frumum gátu vísindamennirnir komið í veg fyrir hrukkumyndum, hrörnun vöðva og starblindu í músunum. Erlent 3.11.2011 20:04
Ný Bond mynd á næsta ári Leikarinn Daniel Craig tilkynnti í dag að 23. kvikmyndin um spjærann James Bond muni heita Skyfall. Tökur á myndinni hefjast í vikunni og verður hún frumsýnd þann 23. október á næsta ári. Erlent 3.11.2011 19:40
Táragasi beitt á bandaríska mótmælendur Lögregla í Bandaríkjunum beitti táragasi gagnvart mótmælendum í Oakland fyrr í dag. Mótmælendurnir kenna sig við Occupy Wall Street hreyfinguna. Eftir friðsamleg mótmæli gærdagsins bárust lögreglu upplýsingar um að mótmælendur hefðu brotist inn í byggingu og kveikt elda seint í gærkvöld. Þá höfðu einhverjir lamað starfsemi hafnarinnar í Oakland. Lögreglan mætti á staðinn til að reyna að dreifa mótmælendum. Að sögn yfirvalda tóku þá mótmælendur að kasta steinum og skjóta flugeldum að lögreglumönnum og þar með þvinga þá til að beita táragasi. Erlent 3.11.2011 14:45
Með andlit á eista Læknar sem meðhöndluðu mann sem fann fyrir verkjum í eista urðu furðu lostnir þegar þeir skoðuðu röntgenmyndir af eistanu. Við þeim blasti mynd af andliti. Röntgenmyndin birtist í grein í vísindaritinu Urology og barst þaðan til allra helstu dagblaða og vefrita í heimi, enda þykir myndin einstök. Erlent 3.11.2011 13:30
Umhverfishættur ógna lífskjaraþróun „Sjálfbærni er ekki eingöngu og ekki einu sinni aðallega umhverfismál,“ sagði Helen Clark, yfirmaður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, þegar hún kynnti nýjustu þróunarskýrslu stofnunarinnar í Kaupmannahöfn í gær. Erlent 3.11.2011 13:30
Telur aðild Palestínu að UNESCO ekki til góðs „Aðild Palestínu að stofnunum Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) er engum til góðs," sagði Ban Ki-moon, aðalritari SÞ, í viðtali í gær. Hann benti á að afleiðingar þess að fjármagn stofnananna minnki í kjölfar umsókna Palestínu muni bitna á milljónum manna. Sem kunnugt er fékk Palestína inngöngu í UNESCO fyrr í vikunni. Í kjölfarið hættu Bandaríkin og Kanada að styðja stofnunina. Þar með missti stofnunin um einn fjórða hluta fjármagns síns. Erlent 3.11.2011 13:04
Papandreou að segja af sér? Búist er við því að forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, segi af sér á næsta hálftímanum samkvæmt upplýsingum fréttamiðilsins BBC. Papandreou mun hitta gríska forsetann í dag strax eftir að neyðarfundi í ríkisstjórninni sem hann situr þessa stundina lýkur. Gera menn ráð fyrir því að þar muni hann bjóðast til að láta af völdum og leggja til að mynduð verði samsteypustjórn með Lucas Papademos, fyrrverandi varaforseta seðlabanka Evrópu, í forsvari. Erlent 3.11.2011 12:43
Málaferli vegna dauðrar rottu Þegar danska matvælaeftirlitið fékk tilkynningu frá fyrirtækinu Flex Pack, sem selur Nupo megrunarduftið, í apríl síðastliðnum um að fundist hefði dauð rotta í gámi með heslihnetum frá Tyrklandi ákvað eftirlitið að farminum, 24 tonnum, yrði eytt. Litið var svo á að hneturnar væru mengaðar af úrgangi frá rottum og þess vegna gætu þær verið heilsuspillandi. Þær væru ekki hæfar til neyslu. Erlent 3.11.2011 11:00
Ferja með 1.200 manns í ljósum logum á Rauða hafinu Ferja með yfir 1.200 manns innanborðs stendur nú í ljósum logum á Rauða hafinu. Ferjan var að sigla með egypska farandverkamenn frá höfninni í Aqaba í Jórdanínu og yfir til Egyptalands. Erlent 3.11.2011 10:11
Múhameðsgrín vekur viðbrögð Tveimur eldsprengjum var varpað inn á skrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í fyrrinótt. Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, fordæmdi árásina. Erlent 3.11.2011 09:00
Sölumaður dauðans á leið í lífstíðarfangelsi Bandarískur dómstóll hefur fundið fyrrum rússneska liðsforingjann Viktor Bout sekann um að hafa ætlað að selja Farc skæruliðunum í Kólombíu þungavopn. Erlent 3.11.2011 08:00
Afbrigðilegt veðurfar hrjáir jarðarbúa næstu árin Í nýrri skýrslu frá IPCC loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna mun afbrigðilegt veðurfar halda áfram að hrjá jarðarbúa næstu árin. Erlent 3.11.2011 07:58
Lindsay Lohan aftur á leið í fangelsi Leikkonan Lindsay Lohan er aftur á leið í fangelsi og þarf að afplána 30 daga vegna brota á skilorði frá fyrri dómi. Henni er gert að mæta í afplánunina fyrir 9. nóvember næst komandi. Erlent 3.11.2011 07:54
Nær 15% Bandaríkjamanna þurfa á matarmiðum að halda Nær 15% Bandaríkjamanna reiða sig nú á matarmiða frá hinum opinbera til að eiga til hnífs og skeiðar. Erlent 3.11.2011 07:42
G-20 fundurinn hefst í dag í skugga Grikklands Fundur leiðtoga G-20 ríkjanna hefst í Cannes í Frakklandi í dag. Eins og á neyðarfundi leiðtoga Evrópusambandsins í sömu borg í gærdag verður Grikkland í brennidepli á G-20 fundinum. Erlent 3.11.2011 07:37