Erlent Konur mega loks afgreiða nærföt í verslunum í Saudi Arabíu Konungur Saudi Arabíu hefur loksins samþykkt reglugerð sem leyfir konum að starfa sem afgreiðslukonur í kvennnærfataverslunum landsins. Erlent 5.1.2012 07:28 Blóðug átök kostuðu 31 fanga lífið í Mexíkó Blóðug átök tveggja glæpagengja í fangelsi í norðurhluta Mexíkó kostuðu 31 fanga lífið og að minnsta kosti 13 liggja særðir á eftir. Erlent 5.1.2012 07:26 John McCain styður Mitt Romney John McCain fyrrum forsetaefni Repúblikanaflokksins styður Mitt Romney í baráttu hans við að ná útnefningu flokksins fyrir komandi forsetakosningar í landinu. Gaf McCain yfirlýsingu um það í gærkvöldi. Erlent 5.1.2012 07:25 Ferðamaður og tveggja ára dóttir hans myrt í Róm Ránstilraun endaði á hrottalegan hátt þegar kínverskur ferðamaður og tveggja ára dóttir hans voru skotin til bana á götu úti í Róm síðdegis í gær. Erlent 5.1.2012 07:22 ESB bannar innflutning á olíu frá Íran Evrópusambandið hefur ákveðið að banna innflutning á hráolíu frá Íran til aðildarlanda sinna. Erlent 5.1.2012 07:19 Skráarskipti nú löggild trú í Svíþjóð Yfirvöld í Svíþjóð hafa loks skráð trúarkerfið Kópíisma sem raunverulegt trúarfélag. Það er stór hópur internetnotenda sem stendur að baki trúarfélaginu en þau tilbiðja skráarskipti milli einstaklinga. Barátta hópsins fyrir viðurkenningu sænska ríkisins hefur staðið yfir í tvö ár. Erlent 4.1.2012 23:53 Áfengisþyrstur hvolpur tekinn af eiganda sínum Breskur dómstóll hefur úrskurðað að karlmaður þar í landi má ekki eiga hund í þrjú ár eftir að Labradorhvolpur í hans eigu fannst drukkinn. Maðurinn, sem heitir Matthew Cox, hafði verið að drekka vodka og coke með sambýlingi sínum þann 22. ágúst síðastliðinn þegar hann skildi við glasið sitt og fór út að reykja. Erlent 4.1.2012 23:35 Hugmyndaríkir Finnar rugla áhorfendur í ríminu Myndband sem tekið var undir ísilögðu stöðuvatni í Finnlandi hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Kafararnir virðast dorga og ganga neðansjávar en þegar tekið er eftir stefnu loftbólanna tekur málið að skýrast. Erlent 4.1.2012 23:24 Svartborgari í tilefni af endurútgáfu Stjörnustríðsmyndanna Nýjasti hamborgarinn á matseðli franska skyndibitastaðarins Quick er svartur. Er þetta gert í tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar Stjörnustríð: Skuggaógnin en hún verður nú sýnd í þrívídd. Erlent 4.1.2012 22:47 Flugmaður sá hákarl í 7.000 feta hæð Flugmaður í Nýja-Sjálandi kom auga á fljúgandi hákarl stuttu áður en hann átti að lenda flugvélinni í Christchurch. Hákarlinn reyndist vera uppblásanlegt leikfang. Erlent 4.1.2012 22:13 Tvíburar fæddust með fimm ára millibili Breski pilturinn Reuben hóf skólagöngu sína í dag. Tvíburasystir hans þarf þó að bíða aðeins lengur, enda fæddist hún fimm árum á eftir Reuben. Erlent 4.1.2012 21:50 Notaði iPad sem vegabréf Kanadískur maður fékk inngöngu í Bandaríkjunum án þess að sýna vegabréf. Það dugði landamæravörðum að skoða skannaðar myndir af vegabréfinu i iPad spjaldtölvu mannsins. Erlent 4.1.2012 21:15 Samsung Galaxy S3 kynntur í febrúar Samsung Galaxy S3 verður kynntur í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður snjallsíminn mun öflugri en fyrri útgáfan og mun skjár símans styðja þrívídd. Erlent 4.1.2012 20:46 Wikipedia safnaði 20 milljón dollurum Árlegri fjársöfnun frjálsa alfræðiritsins Wikipedia lauk síðastliðinn sunnudaginn. Söfnunin gekk afar vel og er talið að um 20 milljón dollarar hafi safnast á 46 dögum. Upphæðin rennur óskipt til Wikimedia en samtökin sjá um rekstur alfræðiritsins. Erlent 4.1.2012 20:02 Bacmann dregur sig í hlé Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Michelle Bachmann hefur ákveðið að draga sig í hlé í baráttunni um útnefningu forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Bachmann tilkynnti um ákvörðun sína í dag en þingkonan, sem oft hefur verið kennd við Teboðshreyfinguna, fékk slæma útreið í fyrstu forkosningunum sem fram fóru í Iowa ríki í gær. Erlent 4.1.2012 17:06 Heimilislausir borða í IKEA Veitingamenn í Belgíu saka IKEA um undirboð og aka í mótmælaskyni heimilislausu fólki í rútum að versluninni og bjóða í mat. Formaður samtaka veitingamanna segir að með slíku verðlagi verði að líta á IKEA sem samfélagsþjónustu. Erlent 4.1.2012 15:30 Kínverskur kaupsýslumaður át baneitraða kattakássu Lögreglan í Guangdong héraði í Kína rannsakar nú dauðsfall milljarðamærings en fjölskylda mannsins er fullviss um að eitrað hafi verið fyrir honum. Long Liyuan lést skyndilega á Þorláksmessu þar sem hann var að gæða sér á kattarkjöti með tveimur viðskiptafélögum. Mennirnir átu allir sama réttinn, hægeldaða kattakássu, sem þykir mikið lostæti að mati heimamanna. Allir urðu þeir veikir af kássunni en Long, sem var 49 ára gamall, var sá eini sem lést. Erlent 4.1.2012 12:28 Bretar vilja skrásetja brjóstastækkunaraðgerðir Heilbrigðisráðherra Bretlands er hlynntur því að tekin verði upp heildarskráning sílikonaðgerða á brjóstum. Skortur á skráningu torveldar samantekt á fjölda þeirra sílikonpúða sem hafa rifnað. Erlent 4.1.2012 12:05 Kínverskt sjónvarp má ekki vera of skemmtilegt Sjónvarpsstöðvar í Kína sem senda út í gegnum gervihnetti hafa fengið fyrirskipun frá yfirvöldum um að draga verulega úr skemmtiefni á skjánum, sem þeim finnst komið fram úr hófi. Reglan tók gildi um áramótin og hefur skemmtiþáttum hverskonar fækkað úr 126 í hverri viku niður í 38. Fyrirskipunin kom á sama tíma og forseti landsins, Hu Jintao birti grein í tímariti kommúnistaflokksins, þar sem hann varaði við vestrænum áhrifum á kínverska menningu. Erlent 4.1.2012 10:52 Breivik sé sakhæfur Þrír sálfræðingar og einn geðlæknir telja að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik sé hvorki geðveikur né geðklofi. Þessir sérfræðingar, sem vinna við Sandvika geðsjúkrahúsið hafa fylgst náið með Breivik í fangelsinu og segja ennfremur að hann hafi enga þörf fyrir lyf og engin hætta sé á að hann fremji sjálfsmorð. Erlent 4.1.2012 09:45 Líkfundurinn við Sandringham rannsakaður sem morðmál Líkfundurinn á landareign Elísabetar Bretadrottningar við Sandringham sveitasetur hennar í Norfolk er nú rannsakaður sem morðmál hjá bresku lögreglunni. Erlent 4.1.2012 08:14 Facebook kemur við sögu í þriðjungi skilnaðarmála Netsíðan Facebook kemur við sögu í um þriðjungi allra skilnaðarmála í Bretlandi. Oftast er Facebook notuð í skilnaðarmálunum til þess að sanna daður eða framhjáhald makans. Erlent 4.1.2012 08:02 Glíma enn við skógarelda í Síle Slökkviliðsmenn í Síle glíma enn við verstu skógarelda í manna minnum í landinu. Um 400 ferkílómetrar af skóglendi hafa eyðilagst í þessum eldum í mið- og suðurhluta landsins. Enn logar á um tuttugu stöðum. Erlent 4.1.2012 07:41 Mikið óveður veldur usla í Danmörku Mikið óveður hefur gengið yfir Danmörku í nótt og hefur öryggisþjónustan Falck þurft að sinna yfir 100 útköllum um allt landið. Erlent 4.1.2012 07:36 Romney sigraði Santorum með 8 atkvæðum Mitt Romney og Rick Santorum urðu efstir og hnífjafnir í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Iowa með 25% atkvæða hvor. Í frétt CNN fyrir nokkrum mínútum segir að samkvæmt endanlegum tölum hafi Romney náð að sigra með átta atkvæðum. Í þriðja sæti kom svo Ron Paul með 22% atkvæða. Erlent 4.1.2012 06:55 Nýtt mælitæki prófað á Íslandi Hópur franskra vísindamanna hefur hannað mælitæki sem fest er í veðurbelgi og gerir notendum kleift að fylgjast með hreyfingum og eðli öskuskýja. Tæknina prófaði hópurinn á Íslandi síðasta sumar en hana er einnig hægt að nota til að fylgjast með annars konar ögnum í andrúmsloftinu. Erlent 4.1.2012 06:00 Bjóða Kúrdum skaðabætur Tyrknesk stjórnvöld bjóða Kúrdum skaðabætur vegna loftárásar sem kostaði 35 almenna borgara lífið í síðustu viku. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi í áratugalöngum átökum stjórnarhersins við aðskilnaðarsinnaða kúrda. Erlent 4.1.2012 05:00 Fara að fordæmi Norðmanna Stjórnarflokkarnir í Danmörku vilja koma í veg fyrir að sígarettur séu sýnilegar í verslunum. Frumvarp um málið mun líta dagsins ljós með vorinu. Erlent 4.1.2012 05:00 Segir stöðusektir vera pólitískar Fulltrúi Framfaraflokksins í bæjarstjórn Skien í Noregi hefur sakað stöðumælaverði bæjarins um að hygla fulltrúum meirihlutans. Erlent 4.1.2012 04:00 Sameinaðist dóttur sinni á ný eftir 77 ára leit 100 ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur lokst haft upp á dóttur sinni sem hún gaf frá sér fyrir 77 árum. Erlent 3.1.2012 23:20 « ‹ ›
Konur mega loks afgreiða nærföt í verslunum í Saudi Arabíu Konungur Saudi Arabíu hefur loksins samþykkt reglugerð sem leyfir konum að starfa sem afgreiðslukonur í kvennnærfataverslunum landsins. Erlent 5.1.2012 07:28
Blóðug átök kostuðu 31 fanga lífið í Mexíkó Blóðug átök tveggja glæpagengja í fangelsi í norðurhluta Mexíkó kostuðu 31 fanga lífið og að minnsta kosti 13 liggja særðir á eftir. Erlent 5.1.2012 07:26
John McCain styður Mitt Romney John McCain fyrrum forsetaefni Repúblikanaflokksins styður Mitt Romney í baráttu hans við að ná útnefningu flokksins fyrir komandi forsetakosningar í landinu. Gaf McCain yfirlýsingu um það í gærkvöldi. Erlent 5.1.2012 07:25
Ferðamaður og tveggja ára dóttir hans myrt í Róm Ránstilraun endaði á hrottalegan hátt þegar kínverskur ferðamaður og tveggja ára dóttir hans voru skotin til bana á götu úti í Róm síðdegis í gær. Erlent 5.1.2012 07:22
ESB bannar innflutning á olíu frá Íran Evrópusambandið hefur ákveðið að banna innflutning á hráolíu frá Íran til aðildarlanda sinna. Erlent 5.1.2012 07:19
Skráarskipti nú löggild trú í Svíþjóð Yfirvöld í Svíþjóð hafa loks skráð trúarkerfið Kópíisma sem raunverulegt trúarfélag. Það er stór hópur internetnotenda sem stendur að baki trúarfélaginu en þau tilbiðja skráarskipti milli einstaklinga. Barátta hópsins fyrir viðurkenningu sænska ríkisins hefur staðið yfir í tvö ár. Erlent 4.1.2012 23:53
Áfengisþyrstur hvolpur tekinn af eiganda sínum Breskur dómstóll hefur úrskurðað að karlmaður þar í landi má ekki eiga hund í þrjú ár eftir að Labradorhvolpur í hans eigu fannst drukkinn. Maðurinn, sem heitir Matthew Cox, hafði verið að drekka vodka og coke með sambýlingi sínum þann 22. ágúst síðastliðinn þegar hann skildi við glasið sitt og fór út að reykja. Erlent 4.1.2012 23:35
Hugmyndaríkir Finnar rugla áhorfendur í ríminu Myndband sem tekið var undir ísilögðu stöðuvatni í Finnlandi hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Kafararnir virðast dorga og ganga neðansjávar en þegar tekið er eftir stefnu loftbólanna tekur málið að skýrast. Erlent 4.1.2012 23:24
Svartborgari í tilefni af endurútgáfu Stjörnustríðsmyndanna Nýjasti hamborgarinn á matseðli franska skyndibitastaðarins Quick er svartur. Er þetta gert í tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar Stjörnustríð: Skuggaógnin en hún verður nú sýnd í þrívídd. Erlent 4.1.2012 22:47
Flugmaður sá hákarl í 7.000 feta hæð Flugmaður í Nýja-Sjálandi kom auga á fljúgandi hákarl stuttu áður en hann átti að lenda flugvélinni í Christchurch. Hákarlinn reyndist vera uppblásanlegt leikfang. Erlent 4.1.2012 22:13
Tvíburar fæddust með fimm ára millibili Breski pilturinn Reuben hóf skólagöngu sína í dag. Tvíburasystir hans þarf þó að bíða aðeins lengur, enda fæddist hún fimm árum á eftir Reuben. Erlent 4.1.2012 21:50
Notaði iPad sem vegabréf Kanadískur maður fékk inngöngu í Bandaríkjunum án þess að sýna vegabréf. Það dugði landamæravörðum að skoða skannaðar myndir af vegabréfinu i iPad spjaldtölvu mannsins. Erlent 4.1.2012 21:15
Samsung Galaxy S3 kynntur í febrúar Samsung Galaxy S3 verður kynntur í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður snjallsíminn mun öflugri en fyrri útgáfan og mun skjár símans styðja þrívídd. Erlent 4.1.2012 20:46
Wikipedia safnaði 20 milljón dollurum Árlegri fjársöfnun frjálsa alfræðiritsins Wikipedia lauk síðastliðinn sunnudaginn. Söfnunin gekk afar vel og er talið að um 20 milljón dollarar hafi safnast á 46 dögum. Upphæðin rennur óskipt til Wikimedia en samtökin sjá um rekstur alfræðiritsins. Erlent 4.1.2012 20:02
Bacmann dregur sig í hlé Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Michelle Bachmann hefur ákveðið að draga sig í hlé í baráttunni um útnefningu forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Bachmann tilkynnti um ákvörðun sína í dag en þingkonan, sem oft hefur verið kennd við Teboðshreyfinguna, fékk slæma útreið í fyrstu forkosningunum sem fram fóru í Iowa ríki í gær. Erlent 4.1.2012 17:06
Heimilislausir borða í IKEA Veitingamenn í Belgíu saka IKEA um undirboð og aka í mótmælaskyni heimilislausu fólki í rútum að versluninni og bjóða í mat. Formaður samtaka veitingamanna segir að með slíku verðlagi verði að líta á IKEA sem samfélagsþjónustu. Erlent 4.1.2012 15:30
Kínverskur kaupsýslumaður át baneitraða kattakássu Lögreglan í Guangdong héraði í Kína rannsakar nú dauðsfall milljarðamærings en fjölskylda mannsins er fullviss um að eitrað hafi verið fyrir honum. Long Liyuan lést skyndilega á Þorláksmessu þar sem hann var að gæða sér á kattarkjöti með tveimur viðskiptafélögum. Mennirnir átu allir sama réttinn, hægeldaða kattakássu, sem þykir mikið lostæti að mati heimamanna. Allir urðu þeir veikir af kássunni en Long, sem var 49 ára gamall, var sá eini sem lést. Erlent 4.1.2012 12:28
Bretar vilja skrásetja brjóstastækkunaraðgerðir Heilbrigðisráðherra Bretlands er hlynntur því að tekin verði upp heildarskráning sílikonaðgerða á brjóstum. Skortur á skráningu torveldar samantekt á fjölda þeirra sílikonpúða sem hafa rifnað. Erlent 4.1.2012 12:05
Kínverskt sjónvarp má ekki vera of skemmtilegt Sjónvarpsstöðvar í Kína sem senda út í gegnum gervihnetti hafa fengið fyrirskipun frá yfirvöldum um að draga verulega úr skemmtiefni á skjánum, sem þeim finnst komið fram úr hófi. Reglan tók gildi um áramótin og hefur skemmtiþáttum hverskonar fækkað úr 126 í hverri viku niður í 38. Fyrirskipunin kom á sama tíma og forseti landsins, Hu Jintao birti grein í tímariti kommúnistaflokksins, þar sem hann varaði við vestrænum áhrifum á kínverska menningu. Erlent 4.1.2012 10:52
Breivik sé sakhæfur Þrír sálfræðingar og einn geðlæknir telja að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik sé hvorki geðveikur né geðklofi. Þessir sérfræðingar, sem vinna við Sandvika geðsjúkrahúsið hafa fylgst náið með Breivik í fangelsinu og segja ennfremur að hann hafi enga þörf fyrir lyf og engin hætta sé á að hann fremji sjálfsmorð. Erlent 4.1.2012 09:45
Líkfundurinn við Sandringham rannsakaður sem morðmál Líkfundurinn á landareign Elísabetar Bretadrottningar við Sandringham sveitasetur hennar í Norfolk er nú rannsakaður sem morðmál hjá bresku lögreglunni. Erlent 4.1.2012 08:14
Facebook kemur við sögu í þriðjungi skilnaðarmála Netsíðan Facebook kemur við sögu í um þriðjungi allra skilnaðarmála í Bretlandi. Oftast er Facebook notuð í skilnaðarmálunum til þess að sanna daður eða framhjáhald makans. Erlent 4.1.2012 08:02
Glíma enn við skógarelda í Síle Slökkviliðsmenn í Síle glíma enn við verstu skógarelda í manna minnum í landinu. Um 400 ferkílómetrar af skóglendi hafa eyðilagst í þessum eldum í mið- og suðurhluta landsins. Enn logar á um tuttugu stöðum. Erlent 4.1.2012 07:41
Mikið óveður veldur usla í Danmörku Mikið óveður hefur gengið yfir Danmörku í nótt og hefur öryggisþjónustan Falck þurft að sinna yfir 100 útköllum um allt landið. Erlent 4.1.2012 07:36
Romney sigraði Santorum með 8 atkvæðum Mitt Romney og Rick Santorum urðu efstir og hnífjafnir í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Iowa með 25% atkvæða hvor. Í frétt CNN fyrir nokkrum mínútum segir að samkvæmt endanlegum tölum hafi Romney náð að sigra með átta atkvæðum. Í þriðja sæti kom svo Ron Paul með 22% atkvæða. Erlent 4.1.2012 06:55
Nýtt mælitæki prófað á Íslandi Hópur franskra vísindamanna hefur hannað mælitæki sem fest er í veðurbelgi og gerir notendum kleift að fylgjast með hreyfingum og eðli öskuskýja. Tæknina prófaði hópurinn á Íslandi síðasta sumar en hana er einnig hægt að nota til að fylgjast með annars konar ögnum í andrúmsloftinu. Erlent 4.1.2012 06:00
Bjóða Kúrdum skaðabætur Tyrknesk stjórnvöld bjóða Kúrdum skaðabætur vegna loftárásar sem kostaði 35 almenna borgara lífið í síðustu viku. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi í áratugalöngum átökum stjórnarhersins við aðskilnaðarsinnaða kúrda. Erlent 4.1.2012 05:00
Fara að fordæmi Norðmanna Stjórnarflokkarnir í Danmörku vilja koma í veg fyrir að sígarettur séu sýnilegar í verslunum. Frumvarp um málið mun líta dagsins ljós með vorinu. Erlent 4.1.2012 05:00
Segir stöðusektir vera pólitískar Fulltrúi Framfaraflokksins í bæjarstjórn Skien í Noregi hefur sakað stöðumælaverði bæjarins um að hygla fulltrúum meirihlutans. Erlent 4.1.2012 04:00
Sameinaðist dóttur sinni á ný eftir 77 ára leit 100 ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur lokst haft upp á dóttur sinni sem hún gaf frá sér fyrir 77 árum. Erlent 3.1.2012 23:20