Erlent

ESB bannar innflutning á olíu frá Íran

Evrópusambandið hefur ákveðið að banna innflutning á hráolíu frá Íran til aðildarlanda sinna.

Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, greindi frá þessu í gær. Frakkar hafa þrýst á að gripið verði til frekari refsiaðgerða gegn Íran vegna kjarnorkuáforma þeirra.

Bandaríkjamenn fögnuðu í gærkvöldi þessari ákvörðun en mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og Írans undanfarna daga. Íranir hafa m.a. hótað að loka Hormuz sundi en stór hluti af olíuflutningum heimsins á sjó fara um sundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×