Erlent

Glíma enn við skógarelda í Síle

Slökkviliðsmenn í Síle glíma enn við verstu skógarelda í manna minnum í landinu. Um 400 ferkílómetrar af skóglendi hafa eyðilagst í þessum eldum í mið- og suðurhluta landsins. Enn logar á um tuttugu stöðum.

Einn maður hefur farist í þessum eldum og yfir 160 íbúðarhús hafa brunnið til grunna. Lögreglan í Síle telur að íkveikjur hafi valdið þessum skógareldum og leitar nú þess, eða þeirra sem komu þeim af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×