Erlent

Áfengisþyrstur hvolpur tekinn af eiganda sínum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvolpur af sömu gerð og sá sem datt í það.
Hvolpur af sömu gerð og sá sem datt í það. mynd/ getty.
Breskur dómstóll hefur úrskurðað að karlmaður þar í landi má ekki eiga hund í þrjú ár eftir að Labradorhvolpur í hans eigu fannst drukkinn. Maðurinn, sem heitir Matthew Cox, hafði verið að drekka vodka og coke með sambýlingi sínum þann 22. ágúst síðastliðinn þegar hann skildi við glasið sitt og fór út að reykja.

Þegar hann kom aftur að glasinu sá hann að hvolpurinn, sem heitir Max, hafði drukkið allt áfengið. Hann fór síðan út að skemmta sér og skildi dýrið eftir heima en fólk í nágrenninu varð svo vart við hvolpinn þegar hann var á gangi nálægt heimilinu síðar um kvöldið. Þá var hann sýnilega ölvaður.

Lögreglumenn fóru umsvifalaust með hvolpinn til dýralæknis þar sem vínandinn var hreinsaður úr blóði hans. Samkvæmt frásögn ABC fréttastofunnar var hvolpurinn síðan gefinn á nýtt heimili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×