Erlent

Skráarskipti nú löggild trú í Svíþjóð

Einkennismerki Kópíisma.
Einkennismerki Kópíisma. mynd/kopimistsamfundet.se/
Yfirvöld í Svíþjóð hafa loks skráð trúarkerfið Kópíisma sem raunverulegt trúarfélag. Það er stór hópur internetnotenda sem standa að baki trúarfélaginu en þau tilbiðja skráarskipti milli einstaklinga. Barátta hópsins fyrir viðurkenningu sænska ríkisins hefur staðið yfir í tvö ár.

Hópurinn, sem kenndur er við Sjóræningja, trúir á frelsi til skráarskipta á internetinu. Trúartákn hópsins eru merkin CTRL+C og CTRL+V.

Heimspekineminn Isak Gerson er stofnandi trúarfélagsins. Hann segir að skráning trúfélagsins sé mikilvægur áfangi og vonast til þess að fordómar gagnvart þeim sem deila efni á internetinu fari nú minnkandi.

Gerson hefur tvisvar áður beðið yfirvöld í Svíþjóð um að skrá trúfélagið. Því var neitað á þeim forsendum að hann gæti ekki sýnt fram á hver bænaiðja eða íhugun trúarfélagsins væri í raun og veru. Gerson sagði að skráarskipti væru íhugun trúfélagsins.

Kópíismi hefur nú rúmlega 3.000 skráða meðlimi og vonast Gerson til þess að fleiri muni ganga í raðir félagsins.

Hægt er að lesa um Kópíisma á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×