Erlent

Tíðar hákarlaárásir í Ástralíu undanfarið

Ástralskur brimbrettakappi liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hákarl réðst á hann. Árásin átti sér stað í bænum Newcastle sem er norðan við stórborgina Sidney. Fyrr í mánuðinum varð önnur hákarlaárás á sömu slóðum og í desember sú þriðja. Hákarlaárásir eru annars fátíðar í Ástralíu og en á síðustu 22 árum hafa 27 látið lífið í slíkri árás.

Erlent

Björgunaraðgerðum hætt í Costa Concordia

Björgunaraðgerðum hefur verið hætt í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem liggur á hliðinni undan ströndum Ítalíu. Skipið hefur færst úr stað og því er ekki talið óhætt fyrir björgunarmenn að athafna sig í því.

Erlent

Reykbombu kastað að Hvíta húsinu

Reykbombu var kastað yfir girðinguna kringum Hvíta húsið í Washington í gærkvöldi. Þar höfðu rúmlega 1.000 félagar í Occupy hreyfingunni haldið mótmælafund.

Erlent

Loftsteinar frá Mars fundust í Marokkó

Afar sjaldgæfir loftsteinar, sem koma frá Mars, hafa fundist í Marokkó í Afríku. Um er að ræða nær sjö kíló af loftsteinum en slíkir steinar fundust síðast á jörðinni fyrir um 50 árum síðan eða 1962.

Erlent

Segja vandann við EES skort á lýðræði

Norska Evrópunefndin segir EES-samninginn hafa þjónað norskum hagsmunum vel, en gallinn sé sá að Norðmenn taki ekki þátt í ákvörðunum. Utanríkisráðherra Noregs telur EES-samninginn mikilvægari nú fyrir Noreg en árið 1994.

Erlent

Segja Mubarak vera fórnarlamb

„Mubarak er hvorki harðstjóri né blóðþyrstur maður,“ sagði Farid el-Deeb, verjandi Hosni Mubarak í réttarhöldum, þar sem ákæruvaldið fer fram á dauðadóm.

Erlent

Stjórnarskránni þarf að breyta

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að nokkur ákvæði nýrrar stjórnarskrár, sem tók gildi í Ungverjalandi um áramótin, standist ekki reglur Evrópusambandsins.

Erlent

Bauð viðskiptavinum munnmök í staðinn fyrir kjúklinganagga

Bandarísk kona var handtekinn við McDonalds-stað í Los Angeles á dögunum. Konan, sem er þrjátíu og eins árs, bauð karlkyns viðskiptavinum sem voru staddir í bílalúgunni munnmök í skiptum fyrir kjúklinganagga. Konan hefur nú verið ákærð fyrir athæfið og verður leidd fyrir dómara á næstu dögum þar sem hennar gæti beðið eins árs fangelsis vist og þúsund dollara sekt.

Erlent

Gekk að eiga látna unnustu sína

Tælenskur maður gekk að eiga látna unnustu sína í óhugnanlegri athöfn fyrr í mánuðinum. Hann jarðsetti síðan eiginkonu sína eftir að hjónabandið var innsiglað.

Erlent

Costa Concordia: Fimm lík fundust til viðbótar í dag

Björgunaraðgerðir standa enn yfir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem strandaði við Ítalíustrendur á föstudaginn var. Fimm lík til viðbótar fundust í dag og er því staðfest að ellefu hafi látist. 24 er þó enn saknað. Farþegar og aðstandendur þeirra sem saknað er hafa þegar hafið undirbúning að málshöfðun gegn skipafélaginu. Skipstjóra Concordia er kennt um hvernig fór en hann er sagður hafa skyndilega breytt um stefnu áður en skipið sigldi á kletta skammt undan ströndinni.

Erlent

Svíar slegnir óhug

Svíar eru slegnir óhug eftir að sænsk, 38 ára gömul kona og átta mánaða gömul dóttir hennar, fundust látnar í íbúð í bænum Arboga í Svíþjóð í gær. Sænska lögreglan rannsakar málið sem morðmál, en sænskir fjölmiðlar hafa ekkert fengið staðfest um hvernig þeim gæti hafa verið ráðinn bani. Samkvæmt sænska Dagbladet var fannst konan í stofu íbúðarinnar og dóttirin í svefnherberginu. Konan mun hafa verið með áverka á hálsinum og það eru helst þessir áverkar sem fá lögregluna til að gruna að andlát mæðgnanna hafi borið að með saknæmum hætti. Konan hafði búið við heimilisofbeldi og árið 2010 hafði þáverandi unnusti hennar verið dæmdur fyrir ofbeldi gegn henni og að hafa hótað henni lífláti.

Erlent

Þjófurinn þjakaður af samviskubiti

Norskur síbrotamaður á þrítugsaldri skilaði að eigin frumkvæði innpökkuðum jólagjöfum sem hann stal úr bíl í Herøy í Noregi skömmu fyrir jól. Íslendingur búsettur í Herøy átti bílinn og var að vonum glaður að endurheimta gjafirnar, en þær ætlaði hann að senda til barna á Íslandi.

Erlent

Fjöldi höfrunga synti á land við Cape Cod

Um 40 höfrungar syntu á land á við Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum um síðustu helgina. Meðlimum dýraverndunarsamtaka hefur tekist að að bjarga 19 þeirra og koma þeim aftur á haf út en um 20 hafa drepist.

Erlent

Óttast að 35 hafi látið lífið um borð í Costa Concordia

Svo virðist sem ítölsk yfirvöld hafi ekki yfirlit yfir hve margir farþegar voru um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia þegar það strandaði um síðustu helgi. Nú er tala þeirra sem saknað er komin í 29 manns og því gætu að allt að 35 manns hafa látið lífið í strandinu.

Erlent

Gilani stefnt fyrir vanvirðingu

Hæstiréttur í Pakistan hefur stefnt forsætisráðherra landsins, Yusuf Raza Gilani, fyrir vanvirðingu við réttinn. Hann hefur þráfaldlega neitað tilmælum réttarins um að taka upp á ný rannsókn á meintum auðgunarbrotum forseta landsins, Asif Ali Zardari. Gilani hefur verið boðaður fyrir dóminn á fimmtudag til að standa fyrir máli sínu.

Erlent

Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta

Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að "googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter.

Erlent