Erlent

Bandarískum herflota fylgt

Írönsk eftirlitsskip og herþotur fylgdu eftir bandarískum herskipaflota þegar honum var siglt um Hormús-sund í gær með flugmóðurskipið Abraham Lincoln í fararbroddi.

Erlent

Hrútur og dádýr gengu í hjónaband

Hrútur og dádýr gengu í hjónaband í dýragarði í Kína í dag. Óvanalegt ástarsamband hrútsins Changmao og dádýrsins Chunzi er víðfrægt í Kína og voru því rúmlega 500 manns viðstaddir þegar hjónabandið var innsiglað.

Erlent

Ljónynja drap gæslumann sinn

Gæslumaður í dýragarði í Suður-Afríku lést eftir að ljón beit hann í hálsinn. Atvikið átti sér stað í dýragarðinum í Jóhannesarborg.

Erlent

Romney og Santorum jafnir í skoðanakönnunum

Repúblikanarnir Mitt Romney og Rick Santorum mælast nú með jafn mikið fylgi í skoðanakönnunum. Þeir sækjast eftur útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Erlent

Mikið tjón á Madagascar

Hitabeltisstormur gekk yfir eyjuna Madagascar í morgun og náðu vindhviðurnar tæplega tvöhundruð kílómetra hraða þegar verst lét. Veðurfræðingar óttast að tjónið af völdum stormsins gæti verið jafn mikið og árið 1994 þegar 200 manns létust og fjörutíu þúsund misstu heimili sín. Eitt dauðsfall hefur þegar verið staðfest en erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við strjábýlli svæði eyjarinnar.

Erlent

Býr í flugstöðinni

Þýskur karlmaður hefur búið í sænskri flugstöð í tvo mánuði. Hann segist ekki vilja fara aftur heim til Þýskalands en hann hafi engan stað til að búa á í Svíþjóð.

Erlent

97% studdu Gúrbangúllí

Gúrbangúllí Berdímúkhamedov var endurkjörinn með yfirburðum í forsetakosningum sem fram fóru í Túrkmenistan á sunnudag.

Erlent

Ísraelar kenna Írönum um

Forsætisráðherra Ísraels sakar írönsk stjórnvöld um að hafa staðið á bak við tvær sprengjuárásir á ísraelskar sendiráðsbifreiðar í gær. Önnur árásin var gerð í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, en hin í Nýju-Delhi á Indlandi.

Erlent

Hefur aldrei verið ákærður

Abu Qatada, rúmlega fimmtugur íslamskur predikari, var í gær látinn laus í Bretlandi eftir áratug í fangelsi. Hann þurfti þó að reiða fram tryggingarfé og þarf að sæta eftirliti, að öllum líkindum með útivistarbanni og ökklabandi til öryggis.

Erlent

Enn hitnar í kolunum í deilunni um Falklandseyjar

Enn hitnar í kolunum í endurvakinni deilu Argentínumanna og Breta um Falklandseyjar. Nú hefur verkalýðsfélag flutningsmanna í Argentínu ákveðið að sniðganga öll bresk skip sem koma til hafnar í Argentínu en hafnarverkamenn í landinu tilheyra þessu verkalýðsfélagi.

Erlent

Leiðtogar ESB og Kína funda í Bejing

Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína funda í Bejing í dag. Skuldakreppan í Evrópu verður aðalumræðuefnið og hvernig Kínverjar geti komið Evrópuríkjum til aðstoðar í þeirri kreppu.

Erlent

Grikkir meta tjónið og hefja hreinsun

Hátt í hundrað húsa eyðilögðust í óeirðum í Aþenu í fyrrinótt. Fjármálaráðherrar evruríkjanna fagna nýjum niðurskurðaráformum grísku stjórnarinnar, sem fyrir sitt leyti hefur boðað til kosninga í apríl, að fenginni fjárhagsaðstoð.

Erlent

Glæpir framdir gegn mannkyni

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að Sýrlandsstjórn virðist notfæra sér óeiningu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að herða aðgerðir sínar gegn mótmælendum um allan helming.

Erlent

Skínandi stígur sviptur leiðtoga

Artemio, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Skínandi stígur, var handtekinn um helgina og fluttur strax á sjúkrahús vegna sára sem hann hlaut þegar til átaka kom við handtökuna.

Erlent

Whitney aftur komin á vinsældarlista

Hljómplötur söngkonunnar Whitney Houston eru enn á ný komnar á vinsældarlista. Safnplötur hennar eru í öðru sæti á vinsældarlista iTunes í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Erlent