Erlent

Notaði iPad sem vegabréf

Kanadískur maður fékk inngöngu í Bandaríkjunum án þess að sýna vegabréf. Það dugði landamæravörðum að skoða skannaðar myndir af vegabréfinu i iPad spjaldtölvu mannsins.

Erlent

Samsung Galaxy S3 kynntur í febrúar

Samsung Galaxy S3 verður kynntur í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður snjallsíminn mun öflugri en fyrri útgáfan og mun skjár símans styðja þrívídd.

Erlent

Wikipedia safnaði 20 milljón dollurum

Árlegri fjársöfnun frjálsa alfræðiritsins Wikipedia lauk síðastliðinn sunnudaginn. Söfnunin gekk afar vel og er talið að um 20 milljón dollarar hafi safnast á 46 dögum. Upphæðin rennur óskipt til Wikimedia en samtökin sjá um rekstur alfræðiritsins.

Erlent

Bacmann dregur sig í hlé

Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Michelle Bachmann hefur ákveðið að draga sig í hlé í baráttunni um útnefningu forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Bachmann tilkynnti um ákvörðun sína í dag en þingkonan, sem oft hefur verið kennd við Teboðshreyfinguna, fékk slæma útreið í fyrstu forkosningunum sem fram fóru í Iowa ríki í gær.

Erlent

Heimilislausir borða í IKEA

Veitingamenn í Belgíu saka IKEA um undirboð og aka í mótmælaskyni heimilislausu fólki í rútum að versluninni og bjóða í mat. Formaður samtaka veitingamanna segir að með slíku verðlagi verði að líta á IKEA sem samfélagsþjónustu.

Erlent

Kínverskur kaupsýslumaður át baneitraða kattakássu

Lögreglan í Guangdong héraði í Kína rannsakar nú dauðsfall milljarðamærings en fjölskylda mannsins er fullviss um að eitrað hafi verið fyrir honum. Long Liyuan lést skyndilega á Þorláksmessu þar sem hann var að gæða sér á kattarkjöti með tveimur viðskiptafélögum. Mennirnir átu allir sama réttinn, hægeldaða kattakássu, sem þykir mikið lostæti að mati heimamanna. Allir urðu þeir veikir af kássunni en Long, sem var 49 ára gamall, var sá eini sem lést.

Erlent

Kínverskt sjónvarp má ekki vera of skemmtilegt

Sjónvarpsstöðvar í Kína sem senda út í gegnum gervihnetti hafa fengið fyrirskipun frá yfirvöldum um að draga verulega úr skemmtiefni á skjánum, sem þeim finnst komið fram úr hófi. Reglan tók gildi um áramótin og hefur skemmtiþáttum hverskonar fækkað úr 126 í hverri viku niður í 38. Fyrirskipunin kom á sama tíma og forseti landsins, Hu Jintao birti grein í tímariti kommúnistaflokksins, þar sem hann varaði við vestrænum áhrifum á kínverska menningu.

Erlent

Breivik sé sakhæfur

Þrír sálfræðingar og einn geðlæknir telja að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik sé hvorki geðveikur né geðklofi. Þessir sérfræðingar, sem vinna við Sandvika geðsjúkrahúsið hafa fylgst náið með Breivik í fangelsinu og segja ennfremur að hann hafi enga þörf fyrir lyf og engin hætta sé á að hann fremji sjálfsmorð.

Erlent

Glíma enn við skógarelda í Síle

Slökkviliðsmenn í Síle glíma enn við verstu skógarelda í manna minnum í landinu. Um 400 ferkílómetrar af skóglendi hafa eyðilagst í þessum eldum í mið- og suðurhluta landsins. Enn logar á um tuttugu stöðum.

Erlent

Romney sigraði Santorum með 8 atkvæðum

Mitt Romney og Rick Santorum urðu efstir og hnífjafnir í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Iowa með 25% atkvæða hvor. Í frétt CNN fyrir nokkrum mínútum segir að samkvæmt endanlegum tölum hafi Romney náð að sigra með átta atkvæðum. Í þriðja sæti kom svo Ron Paul með 22% atkvæða.

Erlent

Nýtt mælitæki prófað á Íslandi

Hópur franskra vísindamanna hefur hannað mælitæki sem fest er í veðurbelgi og gerir notendum kleift að fylgjast með hreyfingum og eðli öskuskýja. Tæknina prófaði hópurinn á Íslandi síðasta sumar en hana er einnig hægt að nota til að fylgjast með annars konar ögnum í andrúmsloftinu.

Erlent

Fara að fordæmi Norðmanna

Stjórnarflokkarnir í Danmörku vilja koma í veg fyrir að sígarettur séu sýnilegar í verslunum. Frumvarp um málið mun líta dagsins ljós með vorinu.

Erlent

Bjóða Kúrdum skaðabætur

Tyrknesk stjórnvöld bjóða Kúrdum skaðabætur vegna loftárásar sem kostaði 35 almenna borgara lífið í síðustu viku. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi í áratugalöngum átökum stjórnarhersins við aðskilnaðarsinnaða kúrda.

Erlent

Afrek og harmleikir síðustu 100 ára á 10 mínútum

Notandi á vefsíðunni YouTube hefur tekið saman helstu þrekvirki mannkyns á síðustu 100 árum. En þó svo að afrekin séu mörg í þessu 10 mínútna langa myndbandi þá er einnig ljóst að við erum fær um skelfilega gjörðir.

Erlent

Fann nagdýrahræ í Mountain Dew gosdós

Maður í Illinois í Bandaríkjunum hefur kært gosdrykkjaframleiðandann Pepsi eftir að hann fann nagdýrahræ í dós af Mountain Dew. Talsmenn Pepsi segja ásakanir mannsins ekki standast rök því drykkurinn hefði leyst upp hræið svo að hann hefði ekki haft grun um að nagdýr hefði verið í drykknum.

Erlent

Líkfundur á landareign Drottningar: Morðrannsókn hafin

Lögreglan í Norfolk á Englandi hefur nú lýst því yfir að morðrannsókn sé hafin eftir að lík konu fannst á landareign Elísabetar Englandsdrottningar. Líkið fannst í grennd við Sandringham sveitasetrið sem er í afskektum hluta Norfolk héraðs en konungsfjölskyldan eyðir of fríum sínum þar á bæ.

Erlent

Flóttamenn frá Norður Kóreu skotnir á færi

Mannréttindasamtök segja að þrír íbúar Norður Kóreu hafi verið skotnir til bana af landamæravörðum á dögunum. Fólkið freistaði þess að flýja yfir landamærin til Kína en Yalu áin sem skilur löndin að er nú í klakaböndum.

Erlent

Tuttugu tonnum af síld skolaði upp á land í Noregi

Um tuttugu tonn af dauðri síld skolaði upp að ströndinni í sveitarfélaginu Nordreisa í Norður-Noregi í gærmorgun. Málið þykir afar dularfullt og hafa vísindamenn ekki getað gefið eina sérstaka ástæðu fyrir atvikinu. Íbúar í bænum segja það mjög sérstakt að sjá svona mikið magn af síld í ströndinni.

Erlent

Líkfundur á landareign Bretadrottningar

Líkamsleifar manneskju hafa fundist á Sandringham sveitasetrinu sem er í eigu Elísabetar Bretadrottningar. Setrið er í afskekktum hluta Norfolk héraðs og konungsfjölskyldan eyðir of fríum sínum þar á bæ. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu fann almennur borgari líkamsleifarnar á Nýársdag í skóglendi á landareigninni. Landareignin er mjög stór og líkfundurinn er í um fimm kílómetra fjarlægð frá sjálfu setrinu. Nánari upplýsingar verða gefnar síðar í dag að því er lögreglan segir.

Erlent