Erlent

Fótbolta sem rak 5.600 kílómetra komið í réttar hendur

Baxter-hjónin með boltann hans Misaki. Þau fundu einnig blakbolta stuttu seinna en enginn eigandi hans hefur ekki fundist.
Baxter-hjónin með boltann hans Misaki. Þau fundu einnig blakbolta stuttu seinna en enginn eigandi hans hefur ekki fundist. mynd/AP
Japanskur piltur hefur gert tilkall til fótboltans sem fannst við strendur Middleton í Alaskaflóa um helgina. Boltann rak til eyjunnar í kjölfar flóðbylgjunnar sem gekk yfir Japan í fyrra.

Það var David Baxter, radartæknimaður á eyjunni, og eiginkona hans sem fundu boltann. Þeim tókst að rekja merkingar á boltanum til skóla við Japansstrendur en hann þurrkaðist út í fljóðbylgjunni.

Þetta þýðir að boltinn ferðaðist rúmlega 5.600 kílómetra síðustu mánuði.

Nú hefur komið í ljós að boltinn sé í eigu 16 ára gamals pilts í Japan, Misaki Murakami. Hann hefur lýst yfir ánægju sinni með að boltinn hafi komið í leitirnar.

Misaki Murakami, 16 ára.mynd/AP
Misaki glataði öllum eigum sínum þegar flóðbylgjan reið yfir á síðasta ári. „Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Misaki í samtali við AP fréttaveituna. „Það er í raun alveg magnað að boltinn hafi náð til Alaska. Það væri gaman að fá að þakka hjónunum fyrir."

Misaki verður brátt að ósk sinni því Baxter-hjónin ætla að ferðast til Japan á næstu vikum og afhenda honum boltann.

Boltinn er merktur Misaki. Einnig eru kveðjur frá fyrrverandi bekkjarfélögum hans á boltanum en hann fékk boltann að gjöf þegar hann skipti um skóla fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×