Erlent

Ríkisstjórn Hollands fallin

Ríkisstjórn Hollands er fallin og boðað verður til þingkosninga í landinu bráðlega.

Stjórnin féll þar sem Frelsisflokkur Geert Wilders hafnaði því að styðja frekari niðurskurð á fjárlögum landsins. Frelsislokkurinn átti ekki beina aðild að stjórninni en um var að ræða minnihlutatjórn sem reiddi sig á stuðning flokksins í mikilvægum málum.

Mark Rutte forsætisráðherra Hollands átti langan fund með Beatrix drottningu í gærkvöldi þar sem hann lagði fram lausnarbeiðni sína.

Stjórn Rutte lifði aðeins í 558 daga sem er þriðja stysta valdatímabil ríkisstjórna í Hollandi frá lokum seinni heimsstryjaldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×