Erlent

Búast við öflugu eldgosi í Mexíkó

Mexíkóbúar fylgjast nú náið með eldfjallinu Popocatépetl en búist er við öflugu eldgosi í því á hverri stundu.

Undanfarna sjö daga hafa reyk- og öskustrókar sést á toppi fjallsins en það er í aðeins 70 kílómetra fjarlægð frá Mexíkóborg.

Mikill viðbúnaður er á þeim íbúasvæðum sem liggja næst fjallinu og þar er almenningur viðbúinn því að þurfa að yfirgefa heimili sín með engum fyrirvara fari svo að stórgos hefjist í fjallinu sem er það næsthæsta í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×