Erlent

Fleiri Mexíkanar flytja nú frá Bandaríkjunum en til þeirra

Ný rannsókn leiðir í ljós að í fyrsta sinn í fjóra áratugi flytja fleiri Mexíkanar frá Bandaríkjunum en til þeirra.

Rannsóknin sýnir að verulega hefur dregið úr innflutningi Mexíkana til Bandaríkjanna á undanförnum fimm árum og svo virðist sem að þegar árið 2010 hafi fleiri þeirra flutt frá Bandaríkjunum en til þeirra.

Yfir 12 milljón Mexíkana hafa flutt til Bandaríkjanna frá árinu 1970, um helmingur þeirra á ólöglegan hátt.

Það sem veldur þessari þróun er einkum efnahagslægðin sem hráð hefur Bandaríkin á undanförnum árum, aukið landamæraeftirlit og lækkandi fæðingartíðni í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×