Fótbolti

Nýja Sjáland á HM í fyrsta sinn síðan 1982

Nýja Sjáland gerði sér lítið fyrir í nótt og tryggði sér farseðilinn á HM í Suður Afríku næsta sumar. Liðið lagði þá Bahrain, 1-0, í síðari leik liðanna. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1982 sem landið kemst á HM.

Fótbolti

Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára

„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi.

Fótbolti

Eyjólfur: Strákarnir mættu einbeittir til leiks

„Við áttum frábær upphlaup og nokkra góða leikkafla og í heildina litið var þetta mjög gott. Við byrjuðum leikinn mjög vel og ég var mjög ánægður hvað strákarnir mættu einbeittir til leiks og tóku leikinn strax í sýnar hendur.

Fótbolti

Öruggur sigur hjá U-21 árs landsliði Íslands

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta unnu í kvöld 0-6 sigur gegn San Marinó í undankeppni EM 2011 en leikið var ytra. Þetta var fjórði sigur íslensku strákanna í fimm leikjum í undankeppninni og liðið skaust á topp riðilsins með sigrinum.

Fótbolti

Cudicini á leið í aðgerð

Carlo Cudicini er á leið í aðgerð eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi í gær. Í slysinu brákaðist hann á báðum úlnliðum og meiddist einnig á mjöðm.

Enski boltinn

Sneijder hamingjusamur hjá Inter

Hollendingurinn Wesley Sneijder segist njóta sín í botn hjá Inter og saknar ekkert tímanna hjá Real Madrid þar sem hann náði sér aldrei almennilega á strik.

Fótbolti

Lampard frá í þrjár vikur

Meiðsli Frank Lampard, leikmanns Chelsea og enska landsliðsins, reyndust minni en í fyrstu var óttast. Hann meiddist á læri á æfingu með enska landsliðinu og flaug heim frá Katar í gær.

Fótbolti

Nani reynir að gera lítið úr ummælum um Ferguson

Flestir voru á því að Portúgalinn Nani hefði skotið sig hraustlega í fótinn með ummælum sínum um Sir Alex Ferguson fyrr í vikunni. Þá sagði Nani frá reiðiköstum stjórans og gagnrýndi hann fyrir að hamla þróun sinni em knattspyrnumaður.

Enski boltinn

Inter vill fá Messi

Joan Laporta, forseti Barcelona, greindi frá því að forráðamenn Inter færu ekki í grafgötur með að félagið vill kaupa Lionel Messi frá Barca.

Fótbolti

Ívar framlengir við Fram

Ívar Björnsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram en greint var frá tíðindunum á heimasíðu Safamýrarfélagsins í kvöld.

Fótbolti