Fótbolti

Guðrún Jóna tekin við kvennaliði KR

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs KR en eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna var endalega staðfest á blaðamannafundi í KR-heimilinu nú rétt áðan. Guðrún Jóna hætti nýverið sem þjálfari Aftureldingar og Fjölnis en það lak út löngu áður að hún hefði gert samkomulag um að taka við KR af þeim Írisi Björk Eysteinsdóttur og Kristrúnu Lilju Daðadóttur.

Íslenski boltinn

Trapattoni: Spiluðum frábærlega og áttum að vinna

Landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni hjá Írlandi var eðlilega afar ósáttur með að missa af möguleikanum á að komast lokakeppni HM eftir að Frakkland skoraði vafasamt sigurmark í framlengdum seinni leik liðanna í París í gær.

Fótbolti

Henry: Þetta var hendi en ég er ekki dómari

Frakkland tryggði sér farseðilinn á lokakeppni HM í Suður-Afríku næsta sumar með vægast sagt vafasömum hætti í gærkvöldi. Frakkar unnu fyrri leik þjóðanna í Dyflinni 0-1 en Írar jöfnuðu metin í einvíginu í París í gærkvöldi og grípa þurfti til framlengingar.

Fótbolti

Alsír tryggði sér sæti á HM

Alsír vann í dag 1-0 sigur á Egyptalandi í hreinum úrslitaleik um hvort liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku á næsta ári.

Fótbolti

Leikmaður City rekinn úr landsliðinu fyrir að mæta of seint

Vincent Kompany, varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, var ekki með belgíska landsliðinu á móti Katar eftir að hafa mætt tvisvar of seint. Í fyrra skiptið kom hann fimm mínútum of seint á liðsfund og í seinna skiptið skilaði hann sér of seint eftir að hafa farið í jarðaför ömmu sinnar í Brussel.

Fótbolti

Wayne Rooney: Ég er hræddur við Capello

Wayne Rooney, lykilmaður Manchester United og enska landsliðið líður ekkert alltof vel í návist Fabio Capello, þjálfara enska landsliðsins ef marka má viðtal hans við enska blaðið The Sun. Capello gerði Rooney að fyrirliða enska landsliðsins í leiknum á móti Brasilíu í vikunni en heldur United-manninum engu að síður á tánum með kuldalegri framkomu.

Enski boltinn

Keane: Pressan er núna alfarið á Frökkum

Framherjinn Robbie Keane hjá írska landsliðinu viðurkennir að atvik í lok fyrri umspilsleiks Írlands og Frakklands í Dyflinni hafi kveikt rækilega í sér og liðsfélögum sínum fyrir seinni leik þjóðanna í París í kvöld.

Fótbolti

Útsala í vændum hjá Liverpool í janúar?

Samkvæmt heimildum Daily Mirror mun knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool vera undir ströngum fyrirmælum frá eigendum félagsins að losa sig við svonefnda jaðarmenn í leikmannahópnum berist kauptilboð í þá í félagaskiptaglugganum í janúar.

Enski boltinn

James: Ég verð klár í slaginn fyrir lokakeppni HM

Markvörðurinn David James hjá Portsmouth er staðráðinn í að fara með enska landsliðinu á lokakeppni HM næsta sumar í Suður-Afríku en landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hefur ítrekað að hann muni ekki velja neina leikmenn sem eru ekki í hundrað prósent formi og lausir við öll meiðsli.

Fótbolti