Fótbolti

Behrami verður ekki seldur

Gianluca Nani, yfirmaður íþróttamála hjá West Ham, segir að ekki komi til greina að selja Valon Behrami í janúar næstkomandi en hann hefur verið orðaður við Juventus á Ítalíu.

Enski boltinn

Arsene Wenger óskar Tottenham til hamingju

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur óskaði erkifjendunum í Tottenham til hamingju með 9-1 sigur liðsins á Wigan á sunnudaginn. Jermain Defoe skoraði fimm mörk í leiknum og Aaron Lennon var með eitt mark og þrjár stoðsendingar.

Enski boltinn

Kevin Nolan skaut Newcastle aftur á toppinn

Newcastle er komið aftur á topp ensku b-deildarinnar eftir 1-0 útisigur á Preston í kvöld. Newcastle hefur tveggja stiga forskot á West Brom sem komst tímabundið í toppsætið um helgina. Þetta var fjórði sigur Newcastle-liðsins í röð og liðið er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Heiðar og Gylfi Þór í liði helgarinnar

Tveir íslenskir leikmenn voru valdir í lið vikunnar í ensku B-deildinni en valið var tilkynnt á heimasíðu deildarinnar í kvöld. Þetta eru þeir Heiðar Helguson hjá Watford og Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading.

Enski boltinn

Sir Alex Ferguson mælir með George Graham

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skilur ekki af hverju George Graham, fyrrum stjóri Arsenal, Leeds United og Tottenham Hotspur, hafi ekki verið nefndur til sögunnar sem mögulegur næsti þjálfari skoska landsliðsins. Craig Levein, þjálfari Dundee United, þykir nú líklegastur til að hreppa hnossið.

Fótbolti

Wigan-leikmennirnir endurgreiða stuðningsmönnum sínum

Mario Melchiot, fyrirliði Wigan, segir að leikmenn liðsins ætli að endurgreiða stuðningsmönnum sínum fyrir miðann sem þeir keyptu á 9-1 tapleikinn á móti Tottenham í gær. Þetta var stærsta tap félagsins í 31 ár en átta af mörkum Spurs komu í seinni hálfleik.

Enski boltinn

Eiður Smári fékk boltann miklu oftar um helgina

Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta heila leik fyrir Mónakó á tímabilinu á laugardagskvöldið þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Auxerre á útivelli. Eiður Smári var miklu meira í boltanum en í fyrri leikjum sínum með franska liðinu. Þetta sést í tölfræði France Football.

Fótbolti

Danir eru að safna fyrir bulluna sína

Þúsundir Dana hafa nú tekið sig saman og hafið söfnun á Fésabók fyrir áhorfandann sem reyndi að ráðast á dómara landsleiks Dana og Svía í undankeppni EM fyrir tveimur árum. Bullan var dæmdur á dögunum til þess að greiða danska knattspyrnusambandinu rúmar 22 milljónir í skaðabætur.

Fótbolti