Fótbolti

Ný aðferð til að taka víti dæmd ólögleg í Japan

Japanska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað að tveir leikmenn japanska liðsins Hiroshima Sanfrecce, Tomoaki Makino og Hisato Sato, hafi brotið reglurnar þegar þeir tóku saman víti og komu bæði mótherjunum og dómaranum á óvart í deildarleik á dögunum.

Fótbolti

Alex Ferguson býst ekki við Beckham í byrjunarliðinu

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ekki trú á því að hans gamli lærisveinn, David Beckham, fái að byrja inn á þegar United og AC Milan mætast á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Sheringham: Beckham á nóg eftir

Teddy Sheringham telur að David Beckham geti vel spilað á þessum styrkleika næstu tvö til þrjú ár. Beckham verður 35 ára í maí en hann lék á sínum tíma með Sheringham hjá Manchester United.

Enski boltinn

Bendtner: Hugsaði ekkert um laugardaginn

Nicklas Bendtner skoraði sína fyrstu þrennu þegar Arsenal slátraði Porto 5-0 í Meistaradeildinni. Bendtner klúðraði fjölmörgum dauðafærum síðasta laugardag þegar Arsenal mætti Burnley í úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Grétar og Hermann byrja báðir

Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefjast báðir klukkan 20. Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton sem heimsækir Sunderland og Hermann Hreiðarsson í byrjunarliði botnliðs Portsmouth sem tekur á móti Birmingham.

Enski boltinn

Arsenal og Bayern München áfram

Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit.

Fótbolti

Wayne Rooney verður með á móti AC Milan

Wayne Rooney er orðinn góður af hnémeiðslum þeim sem hafa hrjáð hann og verður því klár í slaginn þegar Manchester United tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Fótbolti

Enginn Guus Hiddink eða Sven Goran Eriksson

Franski þjálfarinn Philippe Troussier mun væntanlega taka við landsliði Fílabeinsstrandarinnar eftir að forráðamönnum knattspyrnusambands landsins tókst ekki að semja við háklassa þjálfara á borð við Guus Hiddink eða Sven Goran Eriksson.

Fótbolti

John Terry: Alex heldur mér og Carvalho á tánum

John Terry, fyrirliði Chelsea, var ánægður með frammistöðu félaga síns í miðri Chelsea-vörninni, Alex, í 2-0 sigri á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Brasilíumaðurinn Alex var kosinn besti maður vallarins í leiknum.

Enski boltinn