Fótbolti

Capello búinn að velja 23 manna HM-hópinn sinn

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er búinn að velja 23 manna HM-hóp Englendinga sem flýgur til Suður-Afríku á morgun. Það kom mest á óvart í vali Capello að Theo Walcott komst ekki í lokahópinn ekki frekar en 24 marka maðurinn úr ensku úrvalsdeildinni í vetur, Darren Bent.

Fótbolti

Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning

Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A – landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi.

Íslenski boltinn

Forseti Brasilíu um HM-liðið: Ekki frábærir einstaklingar en gott lið

Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, er mikill fótboltaáhugamaður og hann hefur nú biðlað til þjóðar sinnar um að standa saman að baki landsliðinu. Það hefur verið mikið deilt um HM-hóp liðsins á HM í Suður-Afríku enda eru voru stórstjörnur eins og Ronaldinho, Alexandre Pato og Adriano skildir eftir heima.

Fótbolti

Sá markahæsti fær ekki að vera með á HM

Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, tilkynnti í morgun HM-hóp gestgjafanna á HM í Suður-Afríku sem hefst eftir aðeins nokkra daga. Það kom mörgum á óvart að hann valdi ekki Benni McCarthy, framherja West Ham, í hópinn.

Fótbolti

Capello verður áfram með England - gerði munnlegt samkomulag

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, ætlar ekki að fara til Internazionale Milan, því hann er búinn að gera munnlegt samkomulag við Sir David Richard, formann ensku landsliðsnefndarinnar, um að halda áfram með enska landsliðið eftir HM. Þetta kom fram á Sky News í morgun.

Fótbolti

Mourinho: Menn hækka um milljón við hvert orð svo að ég segi ekkert

Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði.

Fótbolti

Henry sættir sig við bekkjarsetu á HM

Thierry Henry virðist vera sáttur við að vera notaður sem varaskeifa á HM í Suður-Afríku. Hann kom af bekknum í 1-1 jafntefli við Túnis og er orðið "super-sub" notað yfir hann, eða "ofur-varamaður."

Fótbolti