Fótbolti

Heimir: Svekktur og sár

„Ég er einfaldlega bara svekktur og sár,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið tapaði fyrir KR, 1-0, í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Íslenski boltinn

Logi: Góður stígandi í liðinu

Logi Ólafsson var ánægður með sína menn í KR eftir 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

Íslenski boltinn

Guðlaugur: Þurfti að dreifa álaginu

Guðlaugur Baldursson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og sýndi varamönnum liðsins mikið traust þegar hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði ÍR í kvöld. Liðið tapaði þó fyrir Fram, 2-1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Íslenski boltinn

Capello verður áfram með England

Fabio Capello skrifaði í dag undir nýjan samning við enska knattspyrnusambandið sem tryggir að hann verður áfram í starfi sem landsilðsþjálfari fram yfir EM 2012.

Fótbolti

Eto’o: Hótaði að hætta í síðustu viku og fékk rauða spjaldið í gær

Samuel Eto’o, fyrirliði Kamerúna, virðist ekki alveg vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi á lokasprettinum fyrir HM í Suður-Afríku. Eto’o hótaði því að hætta í síðustu viku þegar hann var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu og í gær var hann sendur snemma í sturtu í æfingalandsleik á móti Portúgal.

Fótbolti

Níu Ítalir fá tækifæri til að verða aftur heimsmeistarar

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, var einn af mörgum þjálfurum sem tilkynntu HM-hóp sinn í gær og þá kom í ljós hversu margir úr heimsmeistaraliði ítala frá því fyrir fjórum árum eru í aðstöðu til að vinna heimsmeistaratitilinn í annað skipti á fjórum árum.

Fótbolti

Elsti HM-hópur Englendinga í sögunni - meðalaldur liðsins 28,7 ár

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, setti nýtt met þegar hann tilkynnti 23 manna HM-hópinn sinn í gær því þetta er elsti HM-hópur Englendinga í sögunni. Capello tryggði sér metið með því að velja hinn 28 ára gamla Shaun Wright-Phillips yfir hinn 21 árs Theo Walcott. Þetta kom fram á Guardian.

Fótbolti

Jóhannes Karl búinn að semja við Huddersfield Town

Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að gera tveggja ára samning við enska C-deildarliðið Huddersfield Town eftir að hafa farið til Englands í fyrradag til að fara í læknisskoðun og ganga frá samningi við félagið. Þetta kom fram á netsíðunni fótbolti.net.

Enski boltinn

Redknapp: Joe Cole búinn að semja við lið og það er ekki Tottenham

Joe Cole fékk góðar fréttir í gær þegar hann komst í HM-hóp Englendinga í Suður-Afríku en þessi 28 ára sóknarmiðjumaður er að renna út á samningi hjá Chelsea í sumar og það bendir allt til þess að hann fari frá liðinu. Cole hefur verið orðaður við Tottenham en Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir leikmanninn ekki ætla að koma til sín.

Enski boltinn