Fótbolti

Kveikir fyrsti sigurinn í KR?

KR-ingar unnu fyrsta sigurinn í Pepsi-deild karla með dramatískum hætti á Laugardalsvellinum í gær þegar liðið skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Fram.

Íslenski boltinn

Gestgjafarnir tapa aldrei í fyrsta leik á HM

Í 80 ára sögu heimsmeistaramótanna í knattspyrnu hafa gestgjafarnir aldrei tapað fyrsta leik sínum í mótinu. Í átján leikjum á átján stórmótum hafa gestgjafarnir þrettán sinnum unnið opnunarleik sinn og fimm sinnum gert jafntefli.

Fótbolti

Pele eini þrefaldi heimsmeistarinn

Brasilíumaðurinn Pele er eini leikmaðurinn sem hefur náð því að verða þrisvar sinnum heimsmeistari. Pele varð yngsti heimsmeistari sögunnar og sá yngsti til að skora í úrslitaleik þegar hann vann titilinn með Brasilíu 1958 (17 ára og 249 daga).

Fótbolti

Logi: Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til

Loga Ólafssyni, þjálfara KR, var augljóslega létt, eftir 3-2 sigur KR á Fram í Laugardalnum í kvöld. Það var mikil pressa á honum og liðinu fyrir leik og ekki var húnn minni þegar liðið var komið 2-0 undir. Logi fækkaði hinsvegar í vörninni og setti fleiri menn í sóknina og það skilaði þremur mörkum á lokakaflanum og þremur stigum í hús.

Íslenski boltinn

Bjarni: Þetta var leikurinn sem við urðum að vinna

Bjarni Guðjónsson var kátur eins og aðrir KR-ingar eftir ótrúlega endurkomu og 3-2 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins í Pepsi-deild karla - í sjöttu tilraun og útlitið var ekki bjart í stöðunni 2-0 fyrir Fram þegar sextán mínútur voru eftir.

Íslenski boltinn

FIFA hætt við 6+5 regluna

Fram kom á þingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Jóhannesarborg í dag að ekkert verði af því að hin svokallaða 6+5 regla taki gildi árið 2012 eins og til stóð.

Fótbolti