Fótbolti

Umfjöllun: Langþráður sigur Fylkis

Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn Grindavík á Grindavíkurvelli í dag í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk gestanna en það var Grétar Ólafur Hjartarson sem skoraði mark Grindvíkinga.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Keflvíkingar tylltu sér á toppinn

Keflvíkingar sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar eftir sannfærandi 0-2 sigur gegn Val en liðin áttust við á Vodafone-vellinum fyrr í dag. Willum Þór Þórsson, fyrrum þjálfari Vals og núverandi þjálfari Keflvíkinga dansaði allan leikinn á Hliðarlínunni með tilþrifum og hirti öll stigin á sínum gömlu slóðum.

Íslenski boltinn

Milito: Rooney stórlega ofmetinn

Diego Milito, sóknarmaður Inter, segir að Wayne Rooney hjá Manchester United sé ofmetnasti leikmaðurinn í bransanum. Hann telur að þessi enski sóknarmaður sé ekki í hópi 20 bestu leikmanna heims.

Fótbolti

Deschamps vill ekki fara til Liverpool

Forseti Marseille, Jean-Claude Dassier, virðist hafa vitað hvað hann var að tala um er hann sagði kokhraustur að Didier Deschamps myndi ekki fara til Liverpool - sama hversu mikið forráðamenn enska liðsins myndu tala við hann.

Enski boltinn

Óbreytt lið hjá Capello

Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Fabio Capello muni stilla upp sama byrjunarliði gegn Þýskalandi og gegn Slóveníu.

Fótbolti

Framtíðin óráðin hjá Kuyt

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt er ekki viss um að hann verði áfram í herbúðum Liverpool á næstu leiktíð. Hann ætlar að fara yfir sín mál þegar HM er lokið.

Enski boltinn

Cacau spilar ekki gegn Englandi

Framherjinn Cacau getur ekki leikið með Þjóðverjum gegn Englendingum í dag vegna meiðsla. Hann kom við sögu í öllum leikjum Þjóðverja í riðlakeppninni en varð síðan fyrir því óláni að togna á æfingu.

Fótbolti

James vill taka víti

Það vantar ekki sjálfstraustið í landsliðsmarkvörð Englendinga, David James, en hann segist vera miklu meira en til í að taka víti fari svo að leikur Englands og Þýskalands endi í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti

Helgi skaut Víkingi í annað sætið

Leikjum dagsins í 1. deild karla í knattspyrnu er lokið en Víkingur hrifsaði annað sætið af Þór frá Akureyri er liðið lagði Gróttu á heimavelli, 1-0. Helgi Sigurðsson skoraði markið mikilvæga úr víti.

Íslenski boltinn

Engir heimsklassaleikmenn í ítalska liðinu

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, efast um hópinn sem Marcello Lippi valdi hjá Ítölum fyrir HM. Maradona skilur ekki af hverju Lippi skildi eftir heima menn sem hefðu getað kveikt í ítalska liðinu.

Fótbolti

Úrúgvæ fyrst í átta liða úrslit - myndband

Luiz Suarez, leikmaður Ajax, skaut Úrúgvæ í átta liða úrslit á HM í Suður-Afríku. Suarez skoraði bæði mörk Úrúgvæ í 2-1 sigri liðsins á Suður-Kóreu. Úrúgvæ mætir Bandaríkjunum eða Gana í átta liða úrslitum keppninnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 sem Úrúgvæ kemst í átta liða úrslit.

Fótbolti

Xabi tæpur fyrir leikinn gegn Portúgal

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso meiddist á ökkla í leiknum gegn Chile og er tæpt að hann nái leiknum gegn Portúgal í sextán liða úrslitum HM. Spánverjar vonast þó til þess að hann geti spilað.

Fótbolti

Allir heilir hjá Englendingum

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er með þægilegan hausverk fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á morgun því allir 23 leikmenn liðsins eru heilir heilsu og klárir í slaginn.

Fótbolti