Fótbolti

Raul og Guti eru báðir farnir frá Real Madrid

Spænsku blöðin AS og Marca sögðu frá því í gær að Raul og Guti muni tilkynna það í næstu viku að þeir hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. Raul mun tilkynna það á morgun að hann hafi samið við Schalke en Guti er á leið til tyrkneska liðsins Besiktas.

Fótbolti

Yaya Toure hafnaði Manchester United

Manchester City keypti Yaya Toure frá Barcelona fyrir 25 milljónir punda í sumar en nú er komið í ljós að Toure vildi frekar spila með bróður sinum hjá City en að fara til Manchester United.

Enski boltinn

Carvalho dreymir um að komast til Real Madrid

Ricardo Carvalho hefur biðlað til Real Madrid um að kaupa hann frá Chelsea. Portúgalski miðvörðurinn vill endilega komast aftur til Jose Mourinho sem kom með Carvalho með sér frá Porto til Chelsea árið 2004.

Fótbolti

Drogba þurfti að fara í náraaðgerð - tæpur fyrir fyrsta leik

Didier Drogba, framherji Chelsea og markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, fór í náraaðgerð eftir HM í Suður-Afríku. Hann er tæpur fyrir fyrsta leik Chelsea á komandi tímabili og bætist því í hóp þeirra Petr Cech og Alex sem verða líklega ekki með í byrjun móts.

Enski boltinn

Kolorov fer til City segir Lazio

Framkvæmdastjóri Lazio segist að hann búist enn við því að Aleksandar Kolorov gangi í raðir Manchester City í sumar. Kolorov er vinstri bakvörður og er metinn á um 19 milljónir punda.

Enski boltinn

Rooney boðinn nýr samningur hjá United

Manchester United hefur þegar tryggt framtíð Nemaja Vidic hjá félaginu og Wayne Rooney er næstur. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu sem vill ekki vandræðalega stöðu á milli síns og hans á næsta ári.

Enski boltinn

Ajax vann Chelsea í æfingaleik

Chelsea tapaði fyrir Ajax í æfingaleik félaganna sem var að ljúka. Lokatölur voru 3-1 fyrir hollenska liðið og ljóst er að mikil markmannsvandræði eru framundan hjá Chelsea.

Enski boltinn