Enski boltinn

Vidic skrifar undir nýjan samning hjá Man. Utd

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Nemanja Vidic hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Manchester United. Þetta bindur enda á vangaveltur um að hann sé á leiðinni frá félaginu í sumar.

Vidic hefur verið orðaður við Real Madrid og hefur ekki viljað staðfesta að framtíð hans liggi á Englandi fyrr en nú.

David Gill framkvæmdastjóri félagsins greindi frá þessu í dag.

"Við höfum tekist í hendur yfir nýja samningnum og skrifum vonandi undir í ágúst," sagði Gill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×