Fótbolti

Ekkert víst að Raul fari til Schalke - spenntur fyrir ensku deildinni

Raul kvaddi Real Madrid með tárum í dag en það var troðfullt á blaðamannafundinum á Bernabeu-leikvanginum þegar þessi vinsæli leikmaður tilkynnti það, sem lengi var vitað, að hann sé á förum frá Real Madrid. Hann er búinn að spila sextán tímabil með liðinu og vera hjá félaginu síðan 1992.

Fótbolti

Maradona vill halda áfram en setur fram kröfur

Diego Maradona hefur áhuga á því að skrifa undir nýjan samning sem þjálfari argentínska landsliðsins en einungis ef hann fær að halda öllum aðstoðarmönnum sínum áfram. Argentínska sambandið hefur boðið Maradona fögurra ára samning.

Fótbolti

Umfjöllun: Auðveldur sigur KR-inga á lánlausum Selfyssingum

KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss.

Íslenski boltinn