Fótbolti

Owen gæti hætt ef hann fær ekki nýjan samning hjá Man Utd

Michael Owen hefur gefið það í skyn að hann er að íhuga það að leggja skónna á hilluna ef að hann fær ekki nýjan saming hjá Manchester United eftir þetta tímabil. Hinn 30 ára Owen hefur glímt við langvinn meiðsli aftan í læri og af þeim sökum lítið spilað með United á þessu tímabili.

Enski boltinn

Hodgson mun aldrei selja Pepe Reina til Manchester United

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur eins og aðrir heyrt sögusagnirnar að Manchester United ætli að reyna að kaupa markvörðinn Pepe Reina frá Liverpool en stjórinn segir að það komi ekki til greina að selja spænska markvörðinn til erkifjendanna í Manchester.

Enski boltinn

Illska hlaupin í baráttu Englendinga og Rússa um HM 2018

England og Rússland keppast þessa daganna um að sannfæra valnefnd FIFA um að heimsmeistarakeppnin eftir átta ár eigi að fara fram hjá þeim. Kosningarbaráttan hefur tekið á sig ósvífnari mynd að undanföru þar sem báðir aðilar virðast vera að reyna að spilla fyrir hinum.

Fótbolti

Carlos Tevez farinn heim til Argentínu

Meiðsli Carlos Tevez eru alvarlegri en í fyrstu var talið og nú óttast forráðamenn Manchester City að Argentínumaðurinn missi jafnvel af Manchester-slagnum sem fer fram 10. nóvember næstkomandi.

Enski boltinn

Arftaki Páls kolkrabba er franskur

Sædýrasafnið í Oberhausen í Þýskalandi hefur fundið arftaka kolkrabbans Páls sem dó í síðustu viku. Sá er franskur en hann var veiddur undan ströndum Montpellier í suðurhluta Frakklands.

Fótbolti

Afellay ætlar til Atletico Madrid

Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að að miðjumaðurinn eftirsóttir hjá PSV Eindhoven, Ibrahim Afellay, sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Atletico Madrid.

Fótbolti

Bjarni skoraði fyrir Mechelen

Bjarni Þór Viðarsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen er liðið vann 7-0 stórsigur á RC Waregem í bikarnum.

Fótbolti

Mun Guardiola taka við af Ferguson?

Það er enn mikið rætt og ritað um hver muni taka við af Sir Alex Ferguson er hann hættir loksins með Man. Utd. Ferguson hefur sjálfur ekki viljað gefa út hvenær hann hætti og mun þess vegna halda áfram með liðið á meðan hann hefur heilsu til.

Enski boltinn

Neuer líkir Raul við Páfann

Manuel Neuer, markvörður Schalke, fór mikinn í viðtali við Sport-Bild og þarf líklega að svara fyrir ýmislegt sem hann sagði í viðtalinu við blaðið.

Fótbolti

Gylfi spilaði í sigurleik

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði næstum allan leikinn er Hoffenheim vann nauman 1-0 sigur á Ingolstadt í þýsku bikarkeppninni í kvöld.

Fótbolti

Sneijder líklegastur til að hreppa gullbolta FIFA

Hollendingurinn Wesley Sneijder þykir líklegastur til að hljóta fyrsta gullbolta FIFA sem eru ný verðlaun sambandsins fyrir besta knattspyrnumann ársins í heiminum. FIFA gaf í gær út lista með þeim 23 leikmönnum sem koma til greina í kjörinu sem verður tilkynnt í byrjun næsta árs.

Fótbolti

Gylfi byrjar í kvöld

Gylfi Sigurðsson verður „afar líklega“ í byrjunarliði 1899 Hoffenheim í kvöld er liðið mætir Ingolstadt í þýsku bikarkeppninni í kvöld.

Fótbolti

Moyes: Beckford þarf bara tíma

David Moyes, stjóri Everton, segist hafa notað Jermaine Beckford meira en hann ætlað sér fyrir þetta tímabil. Moyes lítur á Jermaine Beckford sem framtíðarmann hjá félaginu en að þessi fyrrum framherji Leeds þurfi bara tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn