Fótbolti

Bayern, Benfica og Inter komin áfram í 16 liða úrslitin

Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum.

Fótbolti

Sigurmark United kom ekki þrátt fyrir stórsókn - Benfica komið áfram

Manchester United tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir stórskotahríð að marki Benfica á Old Trafford í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli og stigið nægði Benfica til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Basel tekur á móti United í lokaumferðinni í úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.

Fótbolti

Lagerbäck byrjar gegn Noregi

Í dag voru ákveðnir leikdagar fyrir undankeppni HM 2014. Fyrsti alvöru leikur Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið verður á Laugardalsvelli gegn Noregi þann 7. september næstkomandi.

Fótbolti

Villas-Boas: Verðum að komast aftur á sigurbraut

Chelsea mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á morgun og stjórinn, Andre Villas-Boas, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur fyrir Chelsea enda þurfi liðið sárlega að rétta úr kútnum eftir dapurt gengi upp á síðkastið.

Fótbolti

Blóðugur niðurskurður hjá Stabæk | Íslendingarnir á förum?

Framtíðin er ekki björt hjá norska fótboltaliðinu Stabæk en tveir Íslendingar eru á mála hjá félaginu, þeir Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson. Stabæk varð norskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins árið 2008 en frá þeim tíma hefur fjárhagur liðsins versnað til muna. Forráðamenn liðsins gera ráð fyrir að skera niður kostnað um allt 50% á næsta rekstrarári eða sem nemur um 700 milljónum ísl. kr.

Fótbolti

Beckham ekki búinn að ræða við PSG

David Beckham segir við Sky Sports í dag að hann sé ekki að ljúga neinu þegar hann segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um framtíð sína. Hann er þess utan ekkert búinn að ræða við PSG en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðustu misseri.

Enski boltinn

Ferguson ánægður með strákana sína

Þó svo Man. Utd hafi ekki verið að spila neinn sambabolta á síðustu vikum hefur liðið verið að klára sína leiki og stjórinn, Sir Alex Ferguson, er ánægður með það hvernig liðið hefur brugðist við skellinum gegn Man. City fyrir nokkrum vikum.

Fótbolti

Lars mun ræða aftur við Heiðar

Landsliðsþjálfari Íslands, Lars Lagerbäck, hefur líkt og aðrir hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. Lagerbäck mun ræða betur við Heiðar um þann möguleika að taka landsliðsskóna úr hillunni.

Íslenski boltinn

Manchester-liðin mega ekki tapa í kvöld

Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld.

Fótbolti

Redknapp: Frábært að vera kominn til baka

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, stýrði liðinu á nýjan leik í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en Redknapp er nýkominn úr hjartaaðferð. Þetta var áttundi deildarsigur Tottenham í síðustu níu leikjum.

Enski boltinn

Fjórir leikmenn hæstir í afreksstuðlakerfi KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur uppfært afreksstuðla leikmanna fyrir næsta tímabil og má nú sjá lista yfir alla samningsbundna leikmenn og stuðla þeirra inn á heimasíðu KSÍ. Sambandið er hér að fylgja reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.

Íslenski boltinn

Viðburðarrík helgi í enska boltanum - myndir

Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina eftir landsleikjafrí og eftir helgina er Manchester City eina ósigraða liðið í deildinni. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og því er City áfram með fimm stiga forskot á United.

Enski boltinn

Tottenham upp í þriðja sætið - tvenna frá Adebayor

Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Aston Villa á White Hart Lane í kvöld en Harry Redknapp, stjóri liðsins, var mættur á nýjan leik á hliðarlínuna eftir hjartaaðgerð. Emmanuel Adebayor skoraði bæði mörk Tottenham í leiknum.

Enski boltinn

Krefjandi byrjun hjá KR-ingum næsta sumar

Íslands- og bikarmeistarar KR mæta liðunum í öðru til fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar í fimm fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð um helgina. Það er óhætt að segja að byrjunin á titilvörninni sé krefjandi fyrir KR-inga.

Íslenski boltinn

Pelé: Það eru engir kynþáttafordómar í fótboltaheiminum

Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur heldur betur fengið bandamann í Pelé sem deilir þeirri skoðun forsetans að kynþáttaníð sé ekkert stórmál í knattspyrnuheiminum. Reyndar gengur Pelé skrefi lengri og segir að það séu engir kynþáttarfordómar í boltanum.

Fótbolti