Fótbolti

Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið.

Enski boltinn

Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas

Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins.

Enski boltinn

Systurnar eru eins og svart og hvítt

Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi.

Íslenski boltinn

Skytturnar þrjár eru nú í Napólí

André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni.

Fótbolti

Petit: Wenger er ennþá rétti maðurinn fyrir Arsenal

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er sannfærður um að það yrðu stór mistök hjá Arsenal að láta Arsene Wenger fara frá félaginu. Það hefur lítið gengið hjá Arsenal að undanförnu og sterkur orðrómur er um það að franski stjórinn verði ekki áfram með Arsenal-liðið eftir þetta tímabil.

Enski boltinn

Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley

Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili.

Enski boltinn

Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur.

Fótbolti

Wenger gæti fengið 11 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn

Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal og Arsene Wenger að undanförnu. Liðið er í mikilli lægð og féll úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 2-0 tap gegn Sunderland. Stjórn Arsenal stendur þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Wenger og er talið að hann muni fá 55 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar – sem nemur 11 milljörðum kr.

Enski boltinn

Niall Quinn kveður Sunderland

Niall Quinn, fyrrum stjórnarformaður Sunderland, tilkynnti í dag að hann hefði yfirgefið félagið. Quinn, sem sagði af sér stjórnarformennsku í október, hafði síðan starfað fyrir félagið á alþjóðlegum vettvangi en hverfur nú af sjónarsviðinu í Norður-Englandi.

Enski boltinn

Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum

Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi.

Fótbolti

Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd

Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins.

Enski boltinn