Fótbolti Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið. Enski boltinn 21.2.2012 10:15 Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins. Enski boltinn 21.2.2012 09:31 Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenski boltinn 21.2.2012 08:00 Skytturnar þrjár eru nú í Napólí André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni. Fótbolti 21.2.2012 07:00 Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. Íslenski boltinn 21.2.2012 06:00 Petit: Wenger er ennþá rétti maðurinn fyrir Arsenal Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er sannfærður um að það yrðu stór mistök hjá Arsenal að láta Arsene Wenger fara frá félaginu. Það hefur lítið gengið hjá Arsenal að undanförnu og sterkur orðrómur er um það að franski stjórinn verði ekki áfram með Arsenal-liðið eftir þetta tímabil. Enski boltinn 20.2.2012 22:30 Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili. Enski boltinn 20.2.2012 21:00 Eiður Smári farinn að hlaupa | Mætti á æfingu AEK í dag Stuðningsmannasíða AEK Aþenu sagði frá því í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen hafi mætt á æfingu liðsins í dag en þetta var fyrsta æfing íslenska landsliðsmannsins síðan að hann tvífótbrotnaði í leik á móti Olympiakos 10. október síðastliðinn. Fótbolti 20.2.2012 20:15 Hamsik: Chelsea-leikurinn verður leikur ársins fyrir Napoli Marek Hamsik, slóvakíski landsliðsmaðurinn hjá Napoli, bíður spenntur eftir leiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni á morgun en liðin mætast þá í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 20.2.2012 19:15 Avram Grant: Enska landsliðið fær ekki betri mann en Redknapp Avram Grant, fyrrum stjóri Chelsea, West Ham og Portsmouth, hefur bæst í hóp þeirra sem segja að Harry Redknapp eigi að taka við enska landsliðinu fyrir Evrópumótið í sumar. Enska landsliðið er enn án þjálfara eftir að Fabio Capello hætti með liðið á dögunum. Fótbolti 20.2.2012 18:45 Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur. Fótbolti 20.2.2012 17:45 Wenger gæti fengið 11 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal og Arsene Wenger að undanförnu. Liðið er í mikilli lægð og féll úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 2-0 tap gegn Sunderland. Stjórn Arsenal stendur þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Wenger og er talið að hann muni fá 55 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar – sem nemur 11 milljörðum kr. Enski boltinn 20.2.2012 15:00 Niall Quinn kveður Sunderland Niall Quinn, fyrrum stjórnarformaður Sunderland, tilkynnti í dag að hann hefði yfirgefið félagið. Quinn, sem sagði af sér stjórnarformennsku í október, hafði síðan starfað fyrir félagið á alþjóðlegum vettvangi en hverfur nú af sjónarsviðinu í Norður-Englandi. Enski boltinn 20.2.2012 14:45 Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi. Fótbolti 20.2.2012 14:00 Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins. Enski boltinn 20.2.2012 13:30 Raul kominn með 400 mörk | Schalke burstaði Wolfsburg Spánverjinn Raul skoraði sitt 400. mark á ferlinum í 4-0 sigri Schalke á Wolfsburg á sunnudag. Þá skoraði Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar tvö mörk auk þess að brenna af vítaspyrnu. Fótbolti 20.2.2012 12:45 Rekinn af velli fyrir að fara úr treyjunni | Koeman brjálaður John Guidetti, 19 ára framherji Feyenoord, reif sig úr treyjunni þegar hann kom liði sínu yfir í deildarleik gegn Waalwijjk um helgina. Honum var refsað með gulu spjaldi, hans síðara í leiknum, og manni fleiri jöfnuðu liðsmenn Waalwijjk undir lokin. Fótbolti 20.2.2012 12:15 Leik AEK tvívegis frestað | Á leið í fjórðu deildina? Fresta þurfti viðureign AEK Aþenu gegn OFI frá Krít í efstu deild gríska boltans í tvígang um helgina. Prentun miða fyrir leikinn, sem fram átti að fara í Aþenu, var ekki heimiluð vegna fjárhagsvandræða félagsins. Fótbolti 20.2.2012 11:45 Wenger: Meistaradeildarsæti ígildi titils Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. Wenger sætir mikilli gagnrýni eftir slæm úrslit Lundúnarfélagsins undanfarið. Enski boltinn 20.2.2012 11:15 Eigandi knattspyrnufélags segir íþróttina vonlausa Stuðningsmenn knattspyrnufélaga velta reglulega þeirri spurningu fyrir sér hversu miklir knattspyrnuunnendur ríkir eigendur félaga þeirra eru. Clive Palmer, eigandi Gold Coast United í áströlsku deildinni, tók af allan vafa um helgina. Fótbolti 20.2.2012 10:45 Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. Íslenski boltinn 20.2.2012 09:45 Ever Banega fótbrotnaði við það að setja bensín á bílinn Ever Banega, leikmaður Valencia, var fjarri góðu gamni í kvöld þegar lið hans lék við Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni en hann náði á einhvern óskiljanlegan hátt að fótbrotna við það að setja bensín á bíl sinn. Fótbolti 19.2.2012 23:15 Yaya Toure gæti lagt landsliðsskóna á hilluna Yaya Toure, leikmaður Manchester City, gat ekki staðfest það við fjölmiðla ytra hvort leikmaðurinn myndi aftur gefa kost á sér í landsliðverkefni Fílabeinsstrandarinnar í nánustu framtíð. Enski boltinn 19.2.2012 20:45 Barcelona rústaði Valencia | Messi skoraði fjögur Barcelona rústaði Valencia 5-1 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Argentínumaðurinn Lionel Messi gerði ekki nema fjögur mörk. Fótbolti 19.2.2012 20:00 Andre Villas-Boas bjartsýnn fyrir leikinn gegn Napoli Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Napoli í 16-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu sem fram fer í næstu viku. Enski boltinn 19.2.2012 19:00 Búið að draga í 8-liða úrslit enska bikarsins Dregið var í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag en leikirnir fara fram í mars. Enski boltinn 19.2.2012 16:30 Liverpool flaug áfram í bikarnum | Brighton gerði þrjú sjálfsmörk Liverpool er komið áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir þægilegan sigur á Brighton, 6-1, á Anfield í dag. Liverpool mætir því Stoke á heimavelli í 8-liða úrslitunum. Enski boltinn 19.2.2012 16:00 AC Milan heldur í toppsætið - úrslit dagsins í ítalska Fimm leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og voru úrslitin nokkuð eftir bókinni. Lecce gjörsigraði Siena 4-1 á heimavelli. Roma rétt marði Parma 1-0 á Ólympíuleikvanginum í Róm. Fótbolti 19.2.2012 15:52 Otto Rehhagel ráðinn nýr þjálfari Hertha Berlin Þýska knattspyrnuliðið Hertha Berlin réði í dag nýjan knattspyrnustjóra í brúna en hinn margreyndi Otto Rehhagel verður næsti stjóri liðsins. Fótbolti 19.2.2012 15:36 Draumaumferð fyrir Ajax - toppliðin töpuðu bæði Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag og var nokkuð um óvænt úrslit. Ajax fór létt með NEC Nijmegen 4-1 á heimavelli en mörk Ajax gerðu Siem de Jong, Jan Vertonghen og Dmitri Bulykin gerði tvö. Fótbolti 19.2.2012 15:25 « ‹ ›
Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið. Enski boltinn 21.2.2012 10:15
Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins. Enski boltinn 21.2.2012 09:31
Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenski boltinn 21.2.2012 08:00
Skytturnar þrjár eru nú í Napólí André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni. Fótbolti 21.2.2012 07:00
Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. Íslenski boltinn 21.2.2012 06:00
Petit: Wenger er ennþá rétti maðurinn fyrir Arsenal Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er sannfærður um að það yrðu stór mistök hjá Arsenal að láta Arsene Wenger fara frá félaginu. Það hefur lítið gengið hjá Arsenal að undanförnu og sterkur orðrómur er um það að franski stjórinn verði ekki áfram með Arsenal-liðið eftir þetta tímabil. Enski boltinn 20.2.2012 22:30
Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili. Enski boltinn 20.2.2012 21:00
Eiður Smári farinn að hlaupa | Mætti á æfingu AEK í dag Stuðningsmannasíða AEK Aþenu sagði frá því í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen hafi mætt á æfingu liðsins í dag en þetta var fyrsta æfing íslenska landsliðsmannsins síðan að hann tvífótbrotnaði í leik á móti Olympiakos 10. október síðastliðinn. Fótbolti 20.2.2012 20:15
Hamsik: Chelsea-leikurinn verður leikur ársins fyrir Napoli Marek Hamsik, slóvakíski landsliðsmaðurinn hjá Napoli, bíður spenntur eftir leiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni á morgun en liðin mætast þá í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 20.2.2012 19:15
Avram Grant: Enska landsliðið fær ekki betri mann en Redknapp Avram Grant, fyrrum stjóri Chelsea, West Ham og Portsmouth, hefur bæst í hóp þeirra sem segja að Harry Redknapp eigi að taka við enska landsliðinu fyrir Evrópumótið í sumar. Enska landsliðið er enn án þjálfara eftir að Fabio Capello hætti með liðið á dögunum. Fótbolti 20.2.2012 18:45
Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur. Fótbolti 20.2.2012 17:45
Wenger gæti fengið 11 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal og Arsene Wenger að undanförnu. Liðið er í mikilli lægð og féll úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 2-0 tap gegn Sunderland. Stjórn Arsenal stendur þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Wenger og er talið að hann muni fá 55 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar – sem nemur 11 milljörðum kr. Enski boltinn 20.2.2012 15:00
Niall Quinn kveður Sunderland Niall Quinn, fyrrum stjórnarformaður Sunderland, tilkynnti í dag að hann hefði yfirgefið félagið. Quinn, sem sagði af sér stjórnarformennsku í október, hafði síðan starfað fyrir félagið á alþjóðlegum vettvangi en hverfur nú af sjónarsviðinu í Norður-Englandi. Enski boltinn 20.2.2012 14:45
Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi. Fótbolti 20.2.2012 14:00
Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins. Enski boltinn 20.2.2012 13:30
Raul kominn með 400 mörk | Schalke burstaði Wolfsburg Spánverjinn Raul skoraði sitt 400. mark á ferlinum í 4-0 sigri Schalke á Wolfsburg á sunnudag. Þá skoraði Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar tvö mörk auk þess að brenna af vítaspyrnu. Fótbolti 20.2.2012 12:45
Rekinn af velli fyrir að fara úr treyjunni | Koeman brjálaður John Guidetti, 19 ára framherji Feyenoord, reif sig úr treyjunni þegar hann kom liði sínu yfir í deildarleik gegn Waalwijjk um helgina. Honum var refsað með gulu spjaldi, hans síðara í leiknum, og manni fleiri jöfnuðu liðsmenn Waalwijjk undir lokin. Fótbolti 20.2.2012 12:15
Leik AEK tvívegis frestað | Á leið í fjórðu deildina? Fresta þurfti viðureign AEK Aþenu gegn OFI frá Krít í efstu deild gríska boltans í tvígang um helgina. Prentun miða fyrir leikinn, sem fram átti að fara í Aþenu, var ekki heimiluð vegna fjárhagsvandræða félagsins. Fótbolti 20.2.2012 11:45
Wenger: Meistaradeildarsæti ígildi titils Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. Wenger sætir mikilli gagnrýni eftir slæm úrslit Lundúnarfélagsins undanfarið. Enski boltinn 20.2.2012 11:15
Eigandi knattspyrnufélags segir íþróttina vonlausa Stuðningsmenn knattspyrnufélaga velta reglulega þeirri spurningu fyrir sér hversu miklir knattspyrnuunnendur ríkir eigendur félaga þeirra eru. Clive Palmer, eigandi Gold Coast United í áströlsku deildinni, tók af allan vafa um helgina. Fótbolti 20.2.2012 10:45
Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. Íslenski boltinn 20.2.2012 09:45
Ever Banega fótbrotnaði við það að setja bensín á bílinn Ever Banega, leikmaður Valencia, var fjarri góðu gamni í kvöld þegar lið hans lék við Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni en hann náði á einhvern óskiljanlegan hátt að fótbrotna við það að setja bensín á bíl sinn. Fótbolti 19.2.2012 23:15
Yaya Toure gæti lagt landsliðsskóna á hilluna Yaya Toure, leikmaður Manchester City, gat ekki staðfest það við fjölmiðla ytra hvort leikmaðurinn myndi aftur gefa kost á sér í landsliðverkefni Fílabeinsstrandarinnar í nánustu framtíð. Enski boltinn 19.2.2012 20:45
Barcelona rústaði Valencia | Messi skoraði fjögur Barcelona rústaði Valencia 5-1 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Argentínumaðurinn Lionel Messi gerði ekki nema fjögur mörk. Fótbolti 19.2.2012 20:00
Andre Villas-Boas bjartsýnn fyrir leikinn gegn Napoli Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Napoli í 16-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu sem fram fer í næstu viku. Enski boltinn 19.2.2012 19:00
Búið að draga í 8-liða úrslit enska bikarsins Dregið var í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag en leikirnir fara fram í mars. Enski boltinn 19.2.2012 16:30
Liverpool flaug áfram í bikarnum | Brighton gerði þrjú sjálfsmörk Liverpool er komið áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir þægilegan sigur á Brighton, 6-1, á Anfield í dag. Liverpool mætir því Stoke á heimavelli í 8-liða úrslitunum. Enski boltinn 19.2.2012 16:00
AC Milan heldur í toppsætið - úrslit dagsins í ítalska Fimm leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og voru úrslitin nokkuð eftir bókinni. Lecce gjörsigraði Siena 4-1 á heimavelli. Roma rétt marði Parma 1-0 á Ólympíuleikvanginum í Róm. Fótbolti 19.2.2012 15:52
Otto Rehhagel ráðinn nýr þjálfari Hertha Berlin Þýska knattspyrnuliðið Hertha Berlin réði í dag nýjan knattspyrnustjóra í brúna en hinn margreyndi Otto Rehhagel verður næsti stjóri liðsins. Fótbolti 19.2.2012 15:36
Draumaumferð fyrir Ajax - toppliðin töpuðu bæði Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag og var nokkuð um óvænt úrslit. Ajax fór létt með NEC Nijmegen 4-1 á heimavelli en mörk Ajax gerðu Siem de Jong, Jan Vertonghen og Dmitri Bulykin gerði tvö. Fótbolti 19.2.2012 15:25