Fótbolti

Gareth Bale tæpur fyrir stórleikinn gegn United

Það eru stórleikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og þar má nefna að Tottenham tekur á móti Englandsmeistaraliði Manchester United á sunnudaginn. Tottenham fékk stóran skell s.l. sunnudag gegn Arsenal á útivelli, 5-2 tap var niðurstaðan, og meiðsli lykilmanna setja svip sinn á undirbúninginnn hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham.

Enski boltinn

Michael Owen á twitter: "Hallelujah!"

Michael Owen gæti sést fljótlega í búningi Manchester United á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan að hann meiddist eftir tíu mínútur í Meistaradeildarleik á móti Otelul Galati í byrjun nóvember.

Enski boltinn

Messi í banni um helgina

Lionel Messi fær sjaldgæfa hvíld þegar Barcelona fær Sporting Gijon í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Barcelona er tíu stigum á eftir toppliði Real Madrid og má ekki við því að misstíga sig í fleiri leikjum.

Fótbolti

Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll

Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum.

Íslenski boltinn

Smalling og Huntelaar fengu gríðarlegt höfuðhögg

Chris Smalling varnarmaður enska landsliðsins og Englandsmeistaraliðs Manchester United lenti í miklu samstuði á Wembley í gærkvöld í vináttuleik gegn Hollendingum. Eins og sjá má á myndinni fengu hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar og Smalling báðir gríðarlegt höfuðhögg þegar þeir skullu saman þegar sá fyrrnefndi skoraði annað mark Hollands í 3-2 sigri liðsins.

Enski boltinn

Ný ævintýri í Kasakstan

Hannes Þ. Sigurðsson gekk í vikunni frá samningi við FC Atyrau í Kasakstan sem gildir til loka tímabilsins. Hannes heldur því áfram að spila á framandi slóðum því á seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Spartak Nalchik í Rússlandi.

Fótbolti

Eyjólfur: Áttum ekki skilið að tapa leiknum

Íslenska U-21 lið karla tapaði í gær fyrir Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013, 1-0. Sigurmarkið kom undir lok fyrri hálfleiks, beint úr aukaspyrnu. Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn en var þó ánægður með frammistöðu sinna manna.

Fótbolti

Tevez fær annan varaliðsleik

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez spila aftur með varaliði Manchester City í dag eftir að hann þótti ekki standa sig nógu vel í leik með varaliðinu nú á þriðjudaginn. Þá spilaði hann í 45 mínútur og náði aðeins einu skoti að marki.

Enski boltinn

Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan

Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni.

Fótbolti