Fótbolti

Sunnudagsmessan: Robin van Persie gegn Liverpool

Robin van Persie fór á kostum gegn Liverpool um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Hollenski framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins. Farið var yfir varnarleik Liverpool í mörkunum hjá Persie í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

FIFA leyfir knattspyrnukonum að nota slæður

Múslimskar knattspyrnukonur gleðjast í dag því í sumar verður orðið löglegt að spila knattspyrnu með slæður. Íranska kvennalandsliðið þurfti að draga sig úr forkeppni Ólympíuleikanna á síðasta ári því FIFA hefur hingað til meinað þeim að spila með slæðurnar.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Umræða um Villas-Boas

Andre Villas-Boas er í atvinnuleit eftir að honum var sagt upp störfum hjá enska knattspyrnuliðinu Chelsea í gær. Hinn 34 ára gamli knattspyrnustjóri frá Portúgal náði ekki að fylgja góðum árangri sínum með Porto í heimalandinu eftir hjá stórliði Chelsea. Málefni Villas-Boas voru til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Scolari: Helvíti bíður arftaka Villas-Boas

Viðbrögð enska knattspyrnuheimsins við brottvikingu Andre Villas-Boas frá Chelsea eru ekki jákvæð fyrir félagið. Framkvæmdastjóri samtaka enskra knattspyrnustjóra, Richard Bevan, segir að það sé að verða vandræðalegt fyrir Chelsea hvað það sé duglegt að reka stjóra frá félaginu.

Enski boltinn

Gylfi: Vil bara fá að spila fótbolta

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Swansea í 2-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Mörkin voru glæsileg – þrumufleygar utan teigs. Hann veit ekki hvað gerist í sumar þegar hann á að fara aftur til Hoffenheim.

Enski boltinn

Gylfi fagnaði eins og í tölvuleik

Gylfi Þór Sigurðsson vakti mikla lukku meðal aðdáenda tölvuleiksins FIFA þegar hann fagnaði fyrra marki sínu gegn Wigan um helgina. Þá lét hann sig falla í jörðina og lék þar með eftir frægt "fagn“ úr leiknum vinsæla.

Enski boltinn

KR vann dramatískan sigur

Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR nauman sigur á Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins.

Íslenski boltinn

Enn hikstar Inter á Ítalíu

Vandræði Inter virðast engan endi ætla að taka en liðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Catania á heimavelli eftir að hafa lent 2-0 undir.

Fótbolti

Szczesny: Ég hata Tottenham

Markverðinum Wojciech Szczesny hjá Arsenal hefur verið títtrætt um hversu mikilvægt það er fyrir liðið að enda fyrir ofan erkifjendurna í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Villas-Boas rekinn frá Chelsea

Chelsea hefur ákveðið að segja Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra, upp störfum hjá félaginu. Roberto di Matteo tekur við og stýrir liðinu til loka tímabilsins.

Enski boltinn

Sjáðu mörkin hans Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæisleg mörk þegar að lið hans, Swansea, vann 2-0 sigur á Norwich í gær. Hér má sjá þrumufleygana tvo.

Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Cardiff

Lítið gengur hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í enska B-deildarliðinu Cardiff þessa dagana. Liðið tapaði í dag fyrir West Ham, 2-0, á heimavelli.

Enski boltinn