Fótbolti

Ajax svo gott sem orðið hollenskur meistari

Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna sigur Ajax á Twente en eftir leiki dagsins hefur Ajax sex stiga forskot á næsta lið og eru því svo gott sem orðnir hollenskir meistarar. Ajax hefur frábæra markatölu og útilokað titillinn renni þeim úr greipum.

Fótbolti

Fer Gylfi til Manchester United á 10 milljónir punda

Gylfi Sigurðsson heldur áfram að vekja athygli í ensku úrvalsdeildinni en hann átti afar góðan leik í 4-4 jafntefli gegn Wolves í gær. Slúðurpressan í Englandi orðar Gylfa við Liverpool, Manchester United og Newcastle og er verðmiðinn talinn vera 10 milljónir punda eða rúmir tveir milljarðar íslenskra króna.

Enski boltinn

Barcelona vann og Messi jafnaði Ronaldo

Barcelona tók Rayo Vallecano í kennslustund í kvöld en lærisveinar Pep Guardiola unnu 7-0 útisigur. Lionel Messi skoraði tvö marka gestanna og er kominn með 43 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnmörg og Cristiano Ronaldo.

Fótbolti

Olympiakos grískur bikarmeistari í knattspyrnu

Olympiakos fullkomnaði því sem næst tímabilið með 2-1 sigri á Atromitos í úrslitum gríska bikarsins á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í kvöld. David Fuster var hetja liðsins en hann skoraði sigurmarkið með skalla undir lok framlengingar.

Fótbolti

Marko Marin til liðs við Chelsea

Chelsea hefur komist að samkomulagi við Werder Bremen um kaup á þýska landsliðsmanninum Marko Marin. Kaupverðið hefur verið ákveðið þó það sé óuppgefið en gengið verður frá kaupunum þegar félagaskiptaglugginn opnast í sumar.

Enski boltinn

Tito stígur úr skugga Guardiola

Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðsins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Fótbolti