Fótbolti

Sunnudagsmessan: Sammy Lee hrósar Roberto Di Matteo

Chelsea hefur náð frábærum úrslitum í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum vikum og er liðið einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og ensku bikarkeppninnar. Roberto Di Matteo knattspyrnustjóri Chelsea og forveri hans, Andre Villas Boas, voru umræðuefni í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar fór gestur þáttarins, Sammy Lee, fyrrum leikmaður Liverpool yfir stöðuna hjá Chelsea ásamt Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

Enski boltinn

Kompany vill læti á vellinum

Vincent Kompany hefur hvatt þá stuðningsmenn Manchester City sem ætla að mæta á leikinn mikilvæga gegn Manchester United í kvöld að hafa eins hátt og mögulegt er.

Enski boltinn

Kompany skallaði Man. City á toppinn

Man. City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. City vann stórslaginn um Manchester-borg í kvöld og komst með sigrinum í toppsætið á betri markamun.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Sammy Lee ræðir um Liverpool

Sammy Lee, fyrrum leikmaður enska fótboltaliðsins Liverpool, var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær. Þar var Lee spurður m.a. að því hvort hann gæti útskýrt afhverju eitt sigursælasta félag ensku knattspyrnunnar hefði ekki náð að vinna deildina undanfarin 23 ár.

Enski boltinn

Hitað upp fyrir City - United í Boltanum á X-inu

Boltinn verður á sínum stað á X-inu FM 97,7 í dag milli 11 og 12. Farið verður yfir það sem hæst ber á baugi í íþróttunum en þar verður sérstök áhersla lögð á toppslaginn í enska boltanum sem fram fer í kvöld þegar Manchester City mætir Manchester United.

Enski boltinn

Ajax svo gott sem orðið hollenskur meistari

Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag en þar ber helst að nefna sigur Ajax á Twente en eftir leiki dagsins hefur Ajax sex stiga forskot á næsta lið og eru því svo gott sem orðnir hollenskir meistarar. Ajax hefur frábæra markatölu og útilokað titillinn renni þeim úr greipum.

Fótbolti

Fer Gylfi til Manchester United á 10 milljónir punda

Gylfi Sigurðsson heldur áfram að vekja athygli í ensku úrvalsdeildinni en hann átti afar góðan leik í 4-4 jafntefli gegn Wolves í gær. Slúðurpressan í Englandi orðar Gylfa við Liverpool, Manchester United og Newcastle og er verðmiðinn talinn vera 10 milljónir punda eða rúmir tveir milljarðar íslenskra króna.

Enski boltinn