Fótbolti

Man. United kemst ekki bakdyramegin inn í Meistaradeildina

Svissneska knattspyrnusambandið hefur orðið við beiðni UEFA og er búið að taka 36 stig af Sion-liðinu fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum. UEFA hafði kastað Sion út úr Evrópudeildinni og var búið að hóta því að gera hið sama við önnur svissnesk lið, myndi svissneska sambandið ekki refsa Sion.

Fótbolti

Ancelotti ráðinn þjálfari PSG

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti var í dag ráðinn þjálfari franska félagsins PSG. Þessi tíðindi koma ekki á óvart enda hefur ráðningin legið í loftinu í talsverðan tíma.

Fótbolti

Smalling "bara með hálsbólgu“

Alex Ferguston, stjóri Manchester United, segir það rangt að Chris Smalling sé með einkirningasótt eins og enska dagblaðið Daily Mail fullyrti í morgun. Hann sé hins vegar með hálskirtlabólgu en verði aftur klár í slaginn von bráðar.

Enski boltinn

Kristinn: Skil sáttur við Breiðablik

Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum.

Íslenski boltinn

Kona skotin í bíl Adriano

Jólin voru ekkert sérstaklega skemmtileg hjá brasilíska framherjanum Adriano en hann var í yfirheyrslu hjá lögreglunni allan jóladag.

Fótbolti

Giggs: Reynslan nýtist United vel í titilbaráttunni

Ryan Giggs er viss um að það muni hjálpa Manchester United í titilbaráttunni á móti Manchester City að liðið búi yfir meiri reynslu af því að spila undir pressu. Manchester-liðin eru jöfn að stigum á toppnum en United-menn hafa nýtt sér það að City-liðið hefur verið að tapa stigum að undanförnu.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo: Spænska deildin er betri en sú enska

Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að hann sé að spila í bestu deild í heimi. Flestir líta á sem svo að enska úrvalsdeildin sé besta fótboltadeildin í dag en Portúgalinn er ekki sammála. Hann er á sínu þriðja tímabili með Real Madrid.

Enski boltinn

Steve Kean þakklátur Sir Alex

Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur fengið slæma meðferð hjá stuðningsmönnum félagsins í kjölfar slæms gengis liðsins og hann er sérstaklega þakklátur Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, fyrir að hafa haft samband og stappað í hann stálinu eftir tapleikinn á móti Bolton á dögunum.

Enski boltinn

Ferill Vidic ekki í hættu

Umboðsmaður Nemanja Vidic segir sögusagnir um að hnémeiðsli Nemanja Vidic muni mögulega binda endi á feril hans rangar. Hann muni spila aftur á næsta ári.

Enski boltinn