Fótbolti

Wilshere verður ekki klár með Arsenal í fyrstu umferð

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Jack Wilshere leikmaður liðsins verði jafnvel ekki klár í slaginn með liðinu fyrr en í október. Enski landsliðsmaðurinn var frá allt síðasta keppnistímabil vegna meiðsla og hann fór nýlega í hnéaðgerð sem framkvæmd var af sérfræðingum í Svíþjóð.

Enski boltinn

Ákvörðunin um að hætta í haust stendur óhögguð

"Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

"Neitaði engum um viðtal"

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga í knattspyrnu segir það ekki rétt að hann hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir tapleik liðsins í Pepsideild karla gegn FH í gærkvöld. Þetta sagði hann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

Man Utd færist nær því að semja við Lucas Moura

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félagið sé ekki langt frá því að ganga frá samningum við Lucas Moura. Brasilíski miðjumaðurinn er aðeins 19 ára gamall og hefur hann leikið með Sao Paulo í heimalandinu og hefur félagið hafnað 27 milljón punda tilboði frá Man Utd – eða sem nemur 5,2 milljarða kr.

Enski boltinn

Rafael van der Vaart hefur samúð með Modric

Rafael van der Vaart, fyrrum leikmaður Real Madrid og núverandi leikmaður Tottenham segist hafa samúð með samherja sínum, Luka Modric, vegna þeirrar pattstöðu sem upp er komin varðandi vistarskipti Modric frá Tottenham til Real. Luka Modric hefur ítrekað lýst áhuga sínum á að ganga til liðs við Spánarmeistarana en félögin virðast ekki ná að koma sér saman um kaupverðið.

Enski boltinn

Rætt verður Guðjón Þórðarson á Boltanum á X-inu

Það verður komið víða við í íþróttaþættinum Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Þar mun Hjörtur Hjartarson ræða m.a. við Guðjón Þórðarson þjálfara Grindavíkur. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson leikmaður FH verður einnig í viðtali. Þátturinn hefst kl. 11. og er hægt að hlusta á hann með því að smella hér.

Íslenski boltinn

Veigar Páll ósáttur við stöðu sína hjá Vålerenga

Veigar Páll Gunnarsson er ekki sáttur við stöðu sína hjá norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga í Osló. Landsliðsmaðurinn var í byrjunarliðinu gegn sínu gamla félagi Stabæk í gær en honum var skipt útaf í hálfleik. Veigar sagði við norska fjölmiðla eftir leikinn að hann væri mjög ósáttur við stöðu sína hjá félaginu.

Fótbolti

Piazon tryggði Chelsea jafntefli gegn PSG

Franska stórliðið PSG og enska úrvalsdeildarliðið Chelsea áttust við í æfingaleik í New York í Bandaríkjunum í gær. Lucas Piazon jafnaði fyrir Chelsea átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór fram á hinum sögufræga Yankee Stadium. Brasilíumennirnir Piazon og Ramires voru mennirnir á bak við markið en Ramires lagði það upp fyrir landa sinn. Nene skoraði mark PSG snemma í fyrri hálfleik. Sænski landsliðsframherjinn Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahóp PSG.

Enski boltinn

Enn tapar Halmstad stigum

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru í byrjunarliði Halmstad sem tapaði 3-1 á útivelli gegn Falkensberg í b-deild sænska boltans í gærkvöldi.

Fótbolti

Leik ÍBV og Selfoss frestað til morguns

Viðureign ÍBV og Selfoss í 12. umferð Pepsi-deildar karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Eyjum klukkan 16 í dag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Íslenski boltinn

Villas-Boas ósáttur við Modric

Líkurnar á því að Luka Modric hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Tottenham halda áfram að aukast. André Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur gagnrýnt Modric harðlega fyrir að ferðast ekki með liðinu til Bandaríkjanna þar sem liðið er í æfingaferð.

Enski boltinn

Engin uppgjöf hjá Darren Fletcher

Darren Fletcher, hinn 28 ára miðjumaður Manchester United, gefur lítið fyrir þann orðróm að hann muni þurfa að leggja skóna á hilluna langt fyrir aldur fram. Fletcher hefur glímt við sáraristilbólgu og kom aðeins tíu sinnum við sögu hjá United á síðustu leiktíð.

Enski boltinn