Fótbolti

Villas-Boas: Ekkert nógu gott tilboð í Modric

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að félaginu hafi ekki borist nein frekari tilboð í Króatann Luka Modric sem hefur verið orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid í allt sumar. Tottenham vill fá mun meira fyrir leikmanninn en Real var tilbúið að borga.

Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið ákærir Terry | Neitar sök

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært John Terry, miðvörð Chelsea, fyrir orðbragð sitt í garð Antons Ferdinand, leikmanns QPR, í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í október. Terry hefur neitað sök og óskað eftir fundi með aganefnd sambandsins.

Enski boltinn

Robben og Ribery orðnir vinir á ný

Arjen Robben og Franck Ribery leika á sitthvorum vængnum hjá þýska stórliðinu Bayern München og eru báðir taldir vera í hópi bestu fótboltamanna heims. Það hafði því mikil áhrif á liðið þegar allt fór upp í háaloft á milli þeirra í hálfleik á undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor.

Fótbolti

Ryan Giggs kvartaði undan tæklingum Senegalanna

Ryan Giggs, fyrirliði breska Ólympíuliðsins, var ekki sáttur við harðar tæklingar leikmanna Senegal í leik þjóðanna í gær. Bretland og Senegal gerðu þá 1-1 jafntefli en Afríkumennirnir létu finna vel fyrir sér í leiknum.

Fótbolti

Fabio Capello: Ég hefði gert betri hluti með enska liðið á EM

Fabio Capello er tekinn við þjálfun rússneska landsliðsins og hann notaði tækifærið til að tjá sig um árangur enska landsliðsins á EM í sumar. Capello átti að stýra enska liðinu á mótinu en hætti óvænt í febrúar eftir ósætti við enska knattspyrnusambandið um þá ákvörðun að taka fyrirliðabandið af John Terry.

Enski boltinn

Breska fótboltalandsliðinu tókst ekki að vinna Senegal

Bretar byrja fótboltakeppni Ólympíuleikanna ekki nógu vel því breska liðið náði bara 1-1 jafntefli á móti Senegal á Old Trafford í Manchester. Leikur Breta var allt annað en sannfærandi á móti frísku og baráttuglöðu liði Senegala en Afríkumennirnir létu vel finna fyrir sér í leiknum.

Fótbolti