Fótbolti

Pepsi-mörkin: Markasyrpan úr leikjum kvöldsins

Tveir síðustu leikirnir í 16. umferð Pepsi-deildar karla fóru fram í kvöld þar sem bikarúrslitaliðin KR og Stjarnan fögnuðu sigrum á útivelli, KR í Kaplakrika en Stjarnan á Akranesi. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport og hér má sá Markaregnið úr þættinum sem er að þessu sinni skreytt með tónlist frá þýsku rokksveitinni Rammstein. Lagið heitir Engel.

Íslenski boltinn

Barcelona vann Real Madrid í fimm marka leik

Barcelona vann 3-2 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna um spænska ofurbikarinn í kvöld en spilað var á Nývangi í Barcaelona. Real Madrid komst yfir í leiknum en Barca-menn svöruðu með þremur mörkum. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleiknum.

Fótbolti

Frábærir fimm dagar hjá Baldri og KR-ingum - myndir

KR-ingar voru í miklu stuði í Kaplakrika í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á toppliði FH og settu með því mikla spennu í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar unnu bikarinn fyrir fimm dögum en það var ekki að sjá neina timburmenn á Vesturbæingum í kvöld.

Íslenski boltinn

Langþráður sigur hjá Stjörnumönnum - myndir

Stjörnumenn sóttu þrjú stig upp á Akranes í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Stjarnan vann 2-1 sigur á heimamönnum í ÍA. Stjörnumenn voru fyrir leikinn búnir að tapa þremur leikjum í röð þar af bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Íslenski boltinn

Brendan Rodgers: Þetta var góður sigur í erfiðum leik

Liverpool vann ekki sannfærandi 1-0 sigur á Hearts í Evrópudeildinni í kvöld en sigurmarkið var sjálfsmark undir lok leiksins. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var fyrst og fremst ánægður með sigurinn sem kemur Liverpool í fína stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield.

Enski boltinn

Newcastle gerði jafntefli í Grikklandi - AIK tapaði heima

Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu AIK Solna eru ekki í alltof góðum málum í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 0-1 tap á heimavelli í kvöld á móti rússneska liðinu CSKA Moskvu. Newcastle gerði á sama tíma 1-1 jafntefli á útivelli á móti gríska liðinu Atromitos.

Fótbolti

Norður-Kórea vann Argentínu 9-0

Norður-Kórea er með frábært lið hjá undir 20 ára konum eins og þær sýndu í risasigri á stöllum sínum frá Argentínu á HM 20 ára og yngri sem nú stendur yfir í Japan. Norður-Kórea fylgdi á eftir 4-2 sigri á Noregi í fyrsta leik með því að vinna Argentínu 9-0 en þetta er stærsti sigur í úrslitakeppninni HM 20 ára kvenna frá upphafi.

Fótbolti

Jóhann Berg fékk ekkert að spila í Moskvu

AZ Alkmaar tapaði 0-1 á móti rússneska liðnu Anzhi Makhachkala í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram í Moskvu. AZ á inni seinni leikinn á heimavelli í næstu viku en í boði er sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fótbolti

Fulham kvartar formlega undan Liverpool

Fulham hefur sent enska knattspyrnusambandinu formlega kvörtun vegna ásóknar Liverpool í bandaríska landsliðsmanninn Clint Dempsey en forráðamenn Fulham eru ósáttir við yfirlýsingu Brendan Rodgers í sumar um að Liverpool væri búið að leggja inn fyrirspurn um kaup á leikmanninum.

Enski boltinn

Fiorentina reynir að kaupa Berbatov

Það er ekki enn útilokað að framherjinn Dimitar Berbatov hverfi á braut frá Man. Utd á næstunni. Ítalska félagið Fiorentina reynir nú að kaupa hann á 3 milljónir punda frá Man. Utd.

Fótbolti

Cruyff: Mourinho er bilaður

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og einhverra hluta vegna virðist hann hafa allt á hornum sér þessa dagana.

Fótbolti

Poulsen nýr liðsfélagi Kolbeins hjá Ajax

Knattspyrnumaðurinn Christian Poulsen er genginn í raðir hollenska meistaraliðsins Ajax. Hinn 32 ára gamli leikmaður verður því liðsfélagi íslenska landsliðsframherjans Kolbeins Sigþórssonar næstu tvö árin í það minnsta. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Fótbolti

Kvennalandsliðið spilar á Ullevaal

Norska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að breyta leikstað viðureignar Noregs og Íslands í lokaleik 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins 2013. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti