Fótbolti

Suarez byrjar með hreint borð

Luis Suarez, framherji Liverpool, segist vera hættur að hugsa um öll lætin sem urðu á síðustu leiktíð. Hann segist hafa lagt þau til hliðar og segist ætla að byrja með hreint borð í vetur.

Enski boltinn

Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag?

Valur og Stjarnan eigast við í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Valur hefur langoftast unnið bikarinn, alls þrettán sinnum, en Stjörnukonur eiga í dag möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn

Baldur: Virkilega falleg vika að baki

Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur verið áberandi síðustu daga. Um síðustu helgi tryggði hann KR 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitum bikarkeppninnar með marki á lokamínútum leiksins og í fyrrakvöld skoraði hann tvö mörk í 3-1 sigri á FH í uppgjöri toppliða deildarinnar.

Íslenski boltinn

Mario Götze tryggði Dortmund sigurinn

Mario Götze var hetja Þýskalandsmeistara Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Werder Bremen í fyrsta leik þýsku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Götze kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Leiknismenn jöfnuðu í lokin og Víkingar komust ekki á toppinn

Víkingar úr Ólafsvík voru aðeins þremur mínútum frá því að komast í toppsæti 1. deildar karla í kvöld þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í Efra-Breiðholtið. Leiknismenn jöfnuðu í lokin og tryggðu sér 1-1 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni. Þróttarar eru enn með í baráttunni um sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 1-0 sigur á botnliði ÍR.

Íslenski boltinn

Fyrsta tap Birkis og félaga síðan í byrjun júlí

Birkir Már Sævarsson og félagar þurftu að sætta sig við 0-1 tap á mót Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brann var búið að vinna þrjá leiki í röð og hafði ekki tapað í deild eða bikar síðan í byrjun júlímánaðar.

Fótbolti

Gunnar Jarl dæmir úrslitaleikinn

Það kemur í hlut Gunnars Jarls Jónssonar að dæma úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun. Honum til halds og trausts verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson.

Íslenski boltinn

Viðtal Hjartar við Guðjón Þórðarson í heild sinni

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í knattspyrnu karla ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltinn á X-inu í morgun. Guðjón svaraði þar gagnrýni Paul McShane sem fyrr í vikunni lét þau orð falla að Guðjón væri lélegasti þjálfari sem hann hefði haft á ferlinu.

Íslenski boltinn

Giroud segist ekki vera arftaki Van Persie

Franski framherjinn Olivier Giroud er þegar farinn að finna fyrir pressunni hjá Arsenal. Honum er mikið í mun um að fólk horfi ekki á hann sem arftaka Robin van Persie þó svo hann muni reyna að fylla skarð hans eins vel og hægt er.

Enski boltinn

Wigan samþykkti tilboð í Moses

Eftir mikið japl, jaml og fuður virðist framherjinn Victor Moses loksins á leið til Chelsea. Wigan var búið að hafna fjórum tilboðum í röð frá Chelsea en samþykkti loks fimmta tilboðið.

Enski boltinn

Leikmenn í Færeyjum fá greitt undir borðið

Færeyskir knattspyrnumenn fá í mörgum tilfellum laun sín greidd undir borðið og greiða því ekki skatt af tekjum sínum. Þetta kemur fram í nýútkominni ævisögu færeyska markvarðarins Jens Martins Knudsen.

Fótbolti