Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Við vorum að vinna mikilvægan titil

Það tók Real Madrid fjóra leiki að vinna fyrsta leikinn sinn á þessu tímabili en sá sigur nægði liðinu samt til að vinna fyrsta titilinn á Spáni á þessu tímabili. Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcaelona í gær í seinni leik liðanna um spænska ofurbikarinn og hafði betur á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Fótbolti

FH-grýla hjá Magnúsi Gylfasyni - 1 stig af 27 mögulegum

Það hefur ekki gengið vel hjá liðum Magnúsar Gylfasonar á móti FH í efstu deild karla. Magnús mætir með Eyjamenn í Kaplakrikann í kvöld en leiknum var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00.

Íslenski boltinn

Tottenham ekki hætt að kaupa - Remy næstur á dagskrá

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham er ekki alveg sáttur við leikmannahópinn hjá Tottenham og stjórnarformaðurinn Daniel Levy flýgur til Marseille í dag til þess að reyna að ganga frá kaupum á framherjanum Loic Remy. Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á föstudag og verða Tottenham-menn því að hafa hraðann á ætli þeir að gera Remy að leikmanni Tottenham fyrir þann tíma.

Enski boltinn

Lampard dreymir um að verða knattspyrnustjóri Chelsea

Chelsea-goðsögnin Frank Lampard er þegar farinn að huga að lífinu eftir að skórnir fara upp á hillu en það lítur út fyrir að Lampard verði áfram viðloðandi fótboltann. Lampard hefur verið hjá Chelsea síðan 2001 og dreymir um að fara í fótsport manna eins og Ruud Gullit, Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo sem allt urðu knattspyrnustjórar hjá Chelsea eftir að hafa spilað fyrir félagið.

Enski boltinn

Kristinn dæmir hjá Marseille á morgun

Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í Evrópudeildinni í fótbolta en hann mun dæma seinni leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA sem fram í á Stade Velodrome í Marseille í Frakklandi á morgun.

Íslenski boltinn