Fótbolti

Meistaradeildin: Viðtal við Lionel Messi | Barcelona vill vinna alla titla

Barcelona mætir Spartak frá Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en alls eru 8 leikir á dagskrá. Þrír þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.00. Lionel Messi leikmaður Barcelona er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann ætlar sér stóra hluti í vetur með liði sínu eftir frekar dapurt gengi á síðustu leiktíð. Viðtalið við Messi má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Fótbolti

Meistaradeildin: Rooney gæti verið á bekknum hjá Man Utd í kvöld

Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Rooney hefur æft með liðinu undanfarna fimm daga og svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópnum í kvöld í Meistaradeildinni gegn Galatasaray frá Tyrklandi.

Fótbolti

Þjálfari Noregs: Þessi leikur verður stríð

Eli Landsem, þjálfari norska kvennalandsliðsins, hefur náð að rífa liðið upp eftir erfiða byrjun í undankeppni Evrópumótsins og hún tjáði sig um komandi leik við Ísland inn á heimasíðu norska sambandsins en Noregur og Ísland mætast á Ullevaal leikvanginum.

Fótbolti

Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega?

Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega.

Fótbolti

Fyrstu leikir norsku stelpnanna á Ullevaal í tólf ár

Norska kvennalandsliðið í fótbolta bjó að því að eiga tvo síðustu leiki sína í undankeppninni á heimavelli á móti tveimur aðalkeppinautum sínum. Norðmenn ákváðu að færa til báða leikina og spila þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló.

Fótbolti

Sara Björk: Ég vil bara vinna þær

Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, ætlar sér meira en jafntefli á móti Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag en þetta er lokaleikur liðanna í undankeppni EM 2013.

Fótbolti

Margrét Lára: Vonast til að vera í byrjunarliðinu

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu verða í sviðsljósinu á morgun þegar liðið mætir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló en þetta er lokaleikur liðanna í undankeppni EM og hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar.

Fótbolti

Allegri valtur í sessi

Þó svo tímabilið sé nýhafið er þegar orðið sjóðheitt undir Massimiliano Allegri, þjálfara AC Milan. Liðið er búið að tapa báðum heimaleikjum sínum í ítölsku deildinni.

Fótbolti

Það fór að heillirigna á stelpurnar á síðustu æfingunni fyrir leik

Íslenska kvennalandsliðið fékk óblíðar viðtökur hjá veðurguðunum á á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar stelpurnar voru á síðustu æfingu sinni fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni sem verður á móti Noregi á morgun. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar.

Fótbolti

Meistaradeildin: Eru Man City og Real Madrid dýrustu lið allra tíma?

Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í fótbolta er viðureign Spánarmeistaraliðs Real Madrid og Englandsmeistaraliðs Manchester City. Það tók Jose Mourinho tvö ár að landa titlinum með Real Madrid og Roberto Mancini þurfti 2 ½ ár til þess að vinna ensku úrvalsdeildina með Man City. Bæði félögin hafa eytt gríðarlegu fjármagni í leikmannakaup og er talið að dýrustu knattspyrnulið allra tíma muni mætast á Santiago Bernabéu í Madríd í kvöld.

Fótbolti

Tían skiptir Adebayor miklu máli | greiðir stuðningsmönnum úr eigin vasa

Emmanuel Adebayor liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham hefur skipt um númer á keppnistreyjunni hjá enska úrvalsdeildarliðinu. Adebayor hóf leiktíðina með númerið 25 á bakinu en eftir að Rafael van der Vaart var seldur til Hamburg á lokadegi félagaskiptagluggans ákvað landsliðsmaðurinn frá Tógó að taka númerið 10 sem Rafael van der Vaart hafði áður notað.

Enski boltinn

Meistaradeild Evrópu rúllar af stað á ný | stórleikir á dagskrá í kvöld

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá. Keppni í A, B, C og D-riðli hefst í kvöld og verða þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ítarleg umfjöllun um leiki kvöldsins hefst kl. 18. þar sem að Þorsteinn J. mun fara yfir málin með sérfræðingum þáttarins – Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni. Og þeir munu einnig fara yfir allt það markverðasta úr leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 20.45.

Fótbolti

David Silva samdi við Englandsmeistaralið Man City á ný

David Silva hefur skrifað undir samning við Englandsmeistaralið Manchester City og gildir samningurinn út leiktíðina 2016-2017. Spænski landsliðsmaðurinn kom til Man City frá Valencia sumarið 2010 og var hann lykilmaður í velgengni Man City á síðustu leiktíð þar sem liðið fagnaði enska meistaratitlinum í fyrsta sinn frá árinu 1968.

Enski boltinn

Enski boltinn: Öll helstu atvikin úr 4. umferð aðgengileg á Vísi

Fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lauk í gær þar sem að Everton og Newcastle skildu jöfn 2-2. Að venju eru öll helstu atvik úr leikjunum í ensku úrvalsdeildinni aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. Að auki er þar að finna lið umferðarinnar, mörk umferðarinnar og bestu tillþrifin hjá markvörðunum.

Enski boltinn

Einar: Þetta er rosalega stórt skref

Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, var mættur út á sjó aðeins nokkrum tímum eftir að Ólafsvíkur-Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla. Skipstjórinn var á leiknum og hafði alveg skilning á því að Einar mætti syfjaður í vinnuna í gærmorgun.

Íslenski boltinn

Mancini: Við viljum vinna alla leiki

Tímabilið í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Augu flestra munu beinast að Santiago Bernabéu í Madríd þar sem heimamenn í Real Madrid taka á móti Englandsmeisturum Man. City.

Fótbolti